Veður

Hlýtt og sólríkt veður víða á sunnudag

Eiður Þór Árnason skrifar
Það verður vonandi sól á Suðurlandi og víðast hvar annars staðar. 
Það verður vonandi sól á Suðurlandi og víðast hvar annars staðar.  Vísir/vilhelm

Suðvestlæg eða breytileg átt í dag og víða gola eða kaldi, 3 til 10 metrar á sekúndu og dálítil væta með köflum. Gengur í suðvestan 8 til 15 metra á sekúndu suðaustantil á landinu og birtir til þar seinnipartinn.

Áfram verður fremur hægur vindur og bjart með köflum í fyrramálið. Norðvestan og vestan 3 til 10 metrar á sekúndu og bjart með köflum, en skýjað og sums staðar smáskúrir um landið norðanvert.

Léttir til víða á landinu eftir hádegi á morgun en líkön eru ekki sammála um hvort lágskýjabakkar utan af hafi verði til trafala við vesturströndina. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi í dag, en suðaustanlands á morgun.

Á sunnudag er svo útlit fyrir að það verði hlýtt og sólríkt veður víða, en þó verður skýjað að mestu vestantil á landinu.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag og mánudag: Vestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og víða bjartviðri, en skýjað með köflum V-til og sums staðar smá væta. Hiti 10 til 23 stig, hlýjast A-lands.

Á þriðjudag og miðvikudag: Suðvestan 8-15 m/s og dálítil væta á V-verðu landinu, en léttskýjað eystra. Áfram hlýtt í veðri, einkum fyrir austan.

Á fimmtudag: Suðvestanátt og dálítil rigning með köflum, en þurrt að kalla A-lands og áfram hlýindi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×