Veður

Á­fram bongó­blíða fyrir austan

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Veðrið verður ágætt á Seyðisfirði í vikunni en þar mun listahátíðin LungA fara fram.
Veðrið verður ágætt á Seyðisfirði í vikunni en þar mun listahátíðin LungA fara fram. vísir/vilhelm

Austur­landið virðist ætla að vera rétti staðurinn til að vera á – alla­vega ef fólk er hrifið af sól og hita. Á­fram verður besta veðrið á landinu þar um helgina og út næstu viku. Einnig verður nokkuð gott veður á Akur­eyri í næstu viku, ef marka má nýjustu spá­kort Veður­stofunnar.

Um helgina verður heldur úr­komu­lítið á öllu landinu með suð­austangolu og skýjum með köflum um sunnan­vert og vestan­vert landið.

Veðurspáin á landinu klukkan 16 í dag.veðurstofa íslands

Annars staðar er spáð hæg­viðri og mikilli sól. Hiti verður 10 til 24 stig á landinu um helgina og hlýjast í inn­sveitum á Norð­austur- og Austur­landi.

Þar er raunar spáð nokkurri sól alla næstu daga utan mánu­dags, þar sem á að vera heldur þung­skýjað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×