Elskar að hætta við að hætta og nú farin að gera það í fleiri íþróttum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2021 11:00 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er ekki bara frábær handboltakona því hún var einnig öflugur fótboltamarkvörður. Vísir/Daníel Þór Ef það er einhver íþróttakona sem elskar það að taka skóna af hillunni þá er það handboltakonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. Anna Úrsúla tók aftur fram handboltaskóna í vetur og spilaði með Valsliðinu í Olís deild kvenna. Hún náði reyndar ekki að vinna áttunda Íslandsmeistaratitilinn en fór með Valsliðinu í úrslitaeinvígið. Anna Úrsúla vann sér meðal annars aftur sæti í A-landsliðinu en hún hafði hætt eftir 2018-19 tímabilið og þá í annað skiptið á ferlinum. Anna Úrsúla var líka í fótboltanum þegar hún var ung og spilaði þá sem markvörður. Hún hafði ekki spilað í efstu deild síðan sumarið 2003 þegar hún tvo leiki með KR. Sama ár lék hún með nítján ára landsliðinu. Anna valdi aftur á móti handboltann og hefur átt heldur betur sigursælan feril þar. Anna Úrsúla var hins vegar aftur komin í takkaskóna í gær þegar Valskonur heimsóttu Selfyssinga í Pepsi Max deild kvenna. Valsliðið vann á endanum góðan 2-1 útisigur. Anna þurfti reyndar ekki að skipta um lið því hún hefur verið skráð í Val síðan sumarið 2018 þegar hún kom til bjargar og var varamarkörður í tveimur leikjum Valsliðsins. Sá fyrri var einnig útileikur á Selfoss í júlí. Anna var varamarkvörður Söndru Sigurðardóttur landsliðsmarkvarðar. Valsmenn voru í vandræðum eins og í handboltanum í vetur og aftur svaraði Anna Úrsúla kallinu. Fanney Inga Birkisdóttir er vanalega varamarkvörður Valsliðsins en hún var valin í sextán ára landsliðið á dögunum og er núna úti í Danmörku að spila á Opna Norðurlandamótinu. Fanney Inga var í byrjunarliði sextán ára landsliðsins sem gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð í gær. Það er bara þannig að ef einhver íslenska íþróttakona elskar að hætta við að hætta þá er það hin magnaða Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. Hún er meira að segja farin að gera það í fleiri íþróttum. Það besta er að það fagna þessu allir og vonandi spilar hún bara sem lengst á öllum vígstöðvum. Valur Olís-deild kvenna Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Anna Úrsúla tók aftur fram handboltaskóna í vetur og spilaði með Valsliðinu í Olís deild kvenna. Hún náði reyndar ekki að vinna áttunda Íslandsmeistaratitilinn en fór með Valsliðinu í úrslitaeinvígið. Anna Úrsúla vann sér meðal annars aftur sæti í A-landsliðinu en hún hafði hætt eftir 2018-19 tímabilið og þá í annað skiptið á ferlinum. Anna Úrsúla var líka í fótboltanum þegar hún var ung og spilaði þá sem markvörður. Hún hafði ekki spilað í efstu deild síðan sumarið 2003 þegar hún tvo leiki með KR. Sama ár lék hún með nítján ára landsliðinu. Anna valdi aftur á móti handboltann og hefur átt heldur betur sigursælan feril þar. Anna Úrsúla var hins vegar aftur komin í takkaskóna í gær þegar Valskonur heimsóttu Selfyssinga í Pepsi Max deild kvenna. Valsliðið vann á endanum góðan 2-1 útisigur. Anna þurfti reyndar ekki að skipta um lið því hún hefur verið skráð í Val síðan sumarið 2018 þegar hún kom til bjargar og var varamarkörður í tveimur leikjum Valsliðsins. Sá fyrri var einnig útileikur á Selfoss í júlí. Anna var varamarkvörður Söndru Sigurðardóttur landsliðsmarkvarðar. Valsmenn voru í vandræðum eins og í handboltanum í vetur og aftur svaraði Anna Úrsúla kallinu. Fanney Inga Birkisdóttir er vanalega varamarkvörður Valsliðsins en hún var valin í sextán ára landsliðið á dögunum og er núna úti í Danmörku að spila á Opna Norðurlandamótinu. Fanney Inga var í byrjunarliði sextán ára landsliðsins sem gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð í gær. Það er bara þannig að ef einhver íslenska íþróttakona elskar að hætta við að hætta þá er það hin magnaða Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. Hún er meira að segja farin að gera það í fleiri íþróttum. Það besta er að það fagna þessu allir og vonandi spilar hún bara sem lengst á öllum vígstöðvum.
Valur Olís-deild kvenna Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira