Íslenski boltinn

Það er enginn í betri stöðu heldur en dómarinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Helgi Mikael dómari dæmdi vítaspyrnu undir lok leiks Víkings og ÍA.
Helgi Mikael dómari dæmdi vítaspyrnu undir lok leiks Víkings og ÍA. Vísir/Bára Dröfn

Víkingur fékk umdeilda vítaspyrnu í uppbótartíma leiksins gegn ÍA í leik liðanna í Pepsi Max deildinni. Vítaspyrnudómurinn var til umræðu í Stúkunni að leik loknum.

„Jóhannes Karl [Guðjónsson, þjálfari ÍA], sem kom í viðtal til okkar áðan, var mjög ósáttur með þennan vítaspyrnudóm. Aðallega það að Helgi Mikael Jónsson hafi gefið handabendingu sem þýddi að hann ætlaði sér ekki að dæma,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, og gerði handbendinguna sem Helgi Mikael gerði.

Helgi Mikael breytti svo ákvörðun sinni og dæmdi vítaspyrnu.

„Víti eða ekki víti. Ef þetta er rétt hjá Jóa Kalla og hann segist hafa breytt dómnum af hverju segja þeir ekki bara: „við ráðfærðum okkur, við erum allir að tala saman þegar þetta er í gangi,“ en það er enginn í betri stöðu heldur en dómarinn til að sjá hvort þetta sé víti eða ekki. Aðstoðar- og fjórði dómari eru miklu lengra frá þessu heldur en dómari leiksins,“ sagði Jón Þór Hauksson um atvikið.

„Maður skilur alveg gremju Jóa Kalla úr því að dómarinn er í raun búinn að kveða upp úrskurð sinn,“ bætti Kjartan Atli við áður en Gunnlaugur Jónsson átti loka orðið.

„Held hann sé sérstaklega óánægður með skilaboðin sem hann fær frá dómaranum strax eftir leik.“

Klippa: Stúkan: Umræða um vítaspyrnu Víkinga

Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×