Jóhannes Karl: Það sem ríður baggamuninn er Helgi Mikael og lokaákvörðun hans Andri Gíslason skrifar 5. júlí 2021 22:00 Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA. Vísir/Bára Dröfn Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA var virkilega svekktur með 0-1 tapið gegn Víkingum í Pepsi Max-deild karla fyrr í kvöld. „Við vissum að það yrði erfitt að koma hingað og ná í stig en mér fannst við gera margt ansi vel í þessum leik. Við vörðumst vel og gátum pressað öðru hvoru á Víkingana en þeir eru búnir að bæta sinn leik alveg gríðarlega og taflan lýgur ekkert með það. Þeir eru vel mannaðir og með hörku gott lið. Þeir geta spilað út frá markmanni en einnig spilað beinskeitt og komið með boltann inn í teig þar sem Nikolaj Hansen er. En við gerðum ansi mikið rétt til að geta fengið stig út úr þessum leik og svo stríddum við þeim aðeins í restina með skyndisóknum og föstum leikatriðum. Mér finnst rosalega sorglegt að það sem ríður baggamuninn hérna í dag er Helgi Mikael með undarlega ákvörðun.“ Víkingar fengu ansi umdeilda vítaspyrnu á lokaandartökum leiksins og var Jóhannes ekki sáttur með ákvörðun Helga Mikaels dómara leiksins. „Ég gekk á hann eftir leik og spurði hvort það hafi verið hann sem dæmir vítið því hann klárlega veifar ekkert víti og er í langbestu stöðunni til að sjá það en svo segir hann að hafi séð eitthvað annað. Ég fatta ekki alveg hvað hann meinar með því, það gerðist ekkert annað, þetta er bara eitt móment sem dómarinn hefur til að ákveða sig hvort þetta sé víti eður ei. Í fyrstu veifar hann ekkert víti en skiptir svo um skoðun einhverra hluta vegna því hann sá eitthvað annað sem er að mínu mati líkamlega ekki hægt en hann breytir skoðun sinni og dæmir víti. Ég skil ekki ástæðuna því þetta var 50/50 bolti og hvorugur leikmaður með boltann undir stjórn og sjálfsagt eitthvað samstuð en aldrei víti að mínu mati.“ Jóhannes var að vanda líflegur á hliðarlínunni og var duglegur að láta sína menn heyra það sem voru inni á vellinum en einnig fannst honum Helgi Mikael dómari ekki vera samkvæmur sjálfum sér í sumum atvikum. „Helgi dæmdi leikinn alveg fínt, það var mikið af góðum ákvörðunum hjá honum. Við brjótum reyndar örfáum sinnum af okkur í fyrri hálfleik og fáum þrjú gul spjöld út frá því. Víkingar eru að gera það nákvæmlega sama, stoppa skyndisóknir hjá okkur og þeir voru ekki að fá nein gul spjöld. Helgi er flinkur dómari en ekki það flinkur að hann geti séð 2 moment í einu og tekið eina ákvörðun og breytt svo yfir í aðra.“ Árni Marinó Einarsson var gjörsamlega frábær í marki Skagamanna í dag og var Jóhannes ánægður með frammistöðu unga markvarðarins í kvöld. „Árni Marinó var frábær. Við ákváðum að þétta aðeins varnarleikinn í seinni hálfleik og sérstaklega í lokin sem varð til þess að hann þurfti að díla við erfiðar stöður líkt og krossa, háa bolta og skot en hann gerði virkilega vel. Hann sparkar vel og þorir að spila út. Hann er frábær markmaður sem stóð sig virkilega vel í dag.“ Skagamenn sitja ennþá á botni deildarinnar en þó telur Jóhannes að þeir hafi liðið og andann í að komast á hærri stað í töflunni. „Fótboltinn er bara þannig að taflan lýgur ekki. Við erum í virkilega erfiðari stöðu og svekktir núna 2 leiki í röð þar sem við vorum í góðri stöðu á móti Keflavík á heimavelli og fáum ekki það sem okkur fannst við eiga skilið úr leiknum. Víkingar voru betri í leiknum í dag en mér fannst leikurinn vel spilaður af okkar hálfu. Við vorum að gera þessa hluti sem við ætluðum okkur að gera vel en fáum ekkert út úr þessum leik og það er virkilega pirrandi. Það breytir því þó ekki að þetta er í okkar höndum. Við eigum leik gegn Leikni í næsta deildarleik og þar erum við bara klárir í næsta slag. Við ætlum ekki að vera á þessum stað sem við erum núna og það er bara í okkar höndum að breyta því.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla ÍA Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Sjá meira
„Við vissum að það yrði erfitt að koma hingað og ná í stig en mér fannst við gera margt ansi vel í þessum leik. Við vörðumst vel og gátum pressað öðru hvoru á Víkingana en þeir eru búnir að bæta sinn leik alveg gríðarlega og taflan lýgur ekkert með það. Þeir eru vel mannaðir og með hörku gott lið. Þeir geta spilað út frá markmanni en einnig spilað beinskeitt og komið með boltann inn í teig þar sem Nikolaj Hansen er. En við gerðum ansi mikið rétt til að geta fengið stig út úr þessum leik og svo stríddum við þeim aðeins í restina með skyndisóknum og föstum leikatriðum. Mér finnst rosalega sorglegt að það sem ríður baggamuninn hérna í dag er Helgi Mikael með undarlega ákvörðun.“ Víkingar fengu ansi umdeilda vítaspyrnu á lokaandartökum leiksins og var Jóhannes ekki sáttur með ákvörðun Helga Mikaels dómara leiksins. „Ég gekk á hann eftir leik og spurði hvort það hafi verið hann sem dæmir vítið því hann klárlega veifar ekkert víti og er í langbestu stöðunni til að sjá það en svo segir hann að hafi séð eitthvað annað. Ég fatta ekki alveg hvað hann meinar með því, það gerðist ekkert annað, þetta er bara eitt móment sem dómarinn hefur til að ákveða sig hvort þetta sé víti eður ei. Í fyrstu veifar hann ekkert víti en skiptir svo um skoðun einhverra hluta vegna því hann sá eitthvað annað sem er að mínu mati líkamlega ekki hægt en hann breytir skoðun sinni og dæmir víti. Ég skil ekki ástæðuna því þetta var 50/50 bolti og hvorugur leikmaður með boltann undir stjórn og sjálfsagt eitthvað samstuð en aldrei víti að mínu mati.“ Jóhannes var að vanda líflegur á hliðarlínunni og var duglegur að láta sína menn heyra það sem voru inni á vellinum en einnig fannst honum Helgi Mikael dómari ekki vera samkvæmur sjálfum sér í sumum atvikum. „Helgi dæmdi leikinn alveg fínt, það var mikið af góðum ákvörðunum hjá honum. Við brjótum reyndar örfáum sinnum af okkur í fyrri hálfleik og fáum þrjú gul spjöld út frá því. Víkingar eru að gera það nákvæmlega sama, stoppa skyndisóknir hjá okkur og þeir voru ekki að fá nein gul spjöld. Helgi er flinkur dómari en ekki það flinkur að hann geti séð 2 moment í einu og tekið eina ákvörðun og breytt svo yfir í aðra.“ Árni Marinó Einarsson var gjörsamlega frábær í marki Skagamanna í dag og var Jóhannes ánægður með frammistöðu unga markvarðarins í kvöld. „Árni Marinó var frábær. Við ákváðum að þétta aðeins varnarleikinn í seinni hálfleik og sérstaklega í lokin sem varð til þess að hann þurfti að díla við erfiðar stöður líkt og krossa, háa bolta og skot en hann gerði virkilega vel. Hann sparkar vel og þorir að spila út. Hann er frábær markmaður sem stóð sig virkilega vel í dag.“ Skagamenn sitja ennþá á botni deildarinnar en þó telur Jóhannes að þeir hafi liðið og andann í að komast á hærri stað í töflunni. „Fótboltinn er bara þannig að taflan lýgur ekki. Við erum í virkilega erfiðari stöðu og svekktir núna 2 leiki í röð þar sem við vorum í góðri stöðu á móti Keflavík á heimavelli og fáum ekki það sem okkur fannst við eiga skilið úr leiknum. Víkingar voru betri í leiknum í dag en mér fannst leikurinn vel spilaður af okkar hálfu. Við vorum að gera þessa hluti sem við ætluðum okkur að gera vel en fáum ekkert út úr þessum leik og það er virkilega pirrandi. Það breytir því þó ekki að þetta er í okkar höndum. Við eigum leik gegn Leikni í næsta deildarleik og þar erum við bara klárir í næsta slag. Við ætlum ekki að vera á þessum stað sem við erum núna og það er bara í okkar höndum að breyta því.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla ÍA Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Sjá meira