Íslenski boltinn

Sjáðu mörk Valsmanna gegn FH

Valur Páll Eiríksson skrifar
Valur Valsarar Valur fótbolti Rasmus Christiansen
Vísir/Bára Dröfn

Valur vann í gærkvöld sterkan 2-0 sigur á FH í Pepsi Max-deild karla í fótbolta þar sem fyrrum félagarnir Heimir Guðjónsson og Ólafur Jóhannesson leiddu saman hesta sína. Valur er eftir sigurinn með átta stiga forskot á toppi deildarinnar.

Valsmenn voru ívið sterkari aðilinn í leik sem var nokkuð lokaður framan af. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Sigurður Egill Lárusson Valsmönnum yfir þegar tæplega stundarfjórðungur var liðinn af þeim síðari. Kristinn Freyr Sigurðsson sendi Sigurð þá í gegn og hann tók fallegt viðstöðulaust skot sem hafnaði í netinu.

Sverrir Páll Hjaltested átti þá góðan leik fyrir Valsmenn í gær og hann skoraði síðara mark Valsmanna þegar hann datt óvænt inn fyrir vörn FH-inga á 74. mínútu.

Valur vann leikinn 2-0 og er með 27 stig á toppi deildarinnar, átta stigum á undan Breiðabliki og Víkingum sem eru með 19, en bæði eiga þau lið tvo leiki inni. FH-ingar hafa verið í miklum vandræðum og sitja í sjöunda sæti með tólf stig eftir ellefu leiki.

Mörkin má sjá hér að neðan.

Klippa: Mörk Valur - FH



Fleiri fréttir

Sjá meira


×