Engin önnur ríki hafa náð þessum stimpli en þó er stór hluti Póllands og Finnlands grænmerktur. Enn eru engin gögn til hjá Svíþjóð og Írlandi, en tölvukerfi fyrir skráningu Covid-19 tilfella þeirra hrundu fyrir rúmri viku síðan.
Stór hluti Frakklands, Danmerkur og Spánar er enn rauðmerktur, auk þess sem Litháen og Lettland eru al-rauðmerkt.
Flest önnur ríki eru enn gulmerkt, þar á meðal Þýskaland, Sviss og Ítalía að hluta.