Erlent

Sví­þjóð orðin grá á Covid-kortinu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
ísland er enn grænt á kortinu og stór hluti Finnlands orðinn grænn.
ísland er enn grænt á kortinu og stór hluti Finnlands orðinn grænn. Twitter

Ísland er enn flokkað grænt á uppfærðu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu, sem segir til um stöðuna í hverju ríki vegna kórónuveirufaraldursins. Stór hluti Finnlands er nú einnig flokkaður sem grænt svæði. 

Kortið var uppfært í dag og má þar sjá að Svíþjóð er dökkgrátt, sem þýðir að engin gögn eru til um stöðuna þar í landi. Það sama má segja um Írland. Fram kemur í tísti frá sóttvarnastofnuninni að gögnin séu ekki til staðar þar sem bilun hafi komið upp í tölvukerfi í ríkjunum tveimur.

Fyrir viku síðan var Svíþjóð flokkað sem rautt og dökkrautt land, og Írland var appelsínugult. Þá er Þýskaland orðið appelsínugult, en það var rautt í síðustu viku.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.