Veður

Hiti að fimm­tán stigum og hlýjast norð­austan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Á morgun verður lægðin kominn norðaustur fyrir landið og vindur snýr sér í norðlæga átt um land allt.
Á morgun verður lægðin kominn norðaustur fyrir landið og vindur snýr sér í norðlæga átt um land allt. Vísir/Vilhelm

Lægð er nú stödd skammt suðvestur af Reykjanesi og er hún á hægri norðausturleið yfir landið. Víða má reikna með rigningu í fyrstu en þegar að lægðin nálgast, og skilin ganga yfir, breytist úrkoman í skúrir.

Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að það verði suðlæg átt í dag, víða fimm til tíu metrar á sekúndu, en að útlit sé fyrir að norðaustan vindstrengur af Grænlandssundi nái inn á Vestfirði. Má búast við norðaustan tíu til átján metrum á sekúndu á þeim slóðum og lengst af rigningu og þar sem hvassast verður á annesjum.

Hiti á landinu verður fimm til fimmtán stig, hlýjast norðaustantil.

„Á morgun verður lægðin kominn norðaustur fyrir landið og vindur snýr sér í norðlæga átt um land allt, víða 10-15 m/s. Rigning eða slydda á köflum, og gæti færð orðið erfið á fjallvegum, einkum á norðvestantil og einnig um landið norðaustanvert annað kvöld.

Annað verður þó uppi á teningnum á sunnanverðu landinu, léttir til og víða bjartviðri síðdegis á morgun.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Norðan og norðvestan 10-18 m/s, hvassast á Vestfjörðum, með rigningu eða slyddu á norðanverðu landinu, en bjart með köflum syðra. Hiti 2 til 14 stig, hlýjast á Suðausturlandi.

Á laugardag: Austlæg átt 5-10, skýjað með köflum og úrkomulítið, en gengur í austan 10-15 með dálítlli rignignu sunnantil um kvöldið. Hiti frá 5 stigum norðaustanlands, upp í 14 stig á Vesturlandi.

Á sunnudag: Austan- og norðaustan 8-15 og rigning með köflum, en slydda í innsveitum norðaustanlands. Hiti 2 til 12 stig, hlýjast á Suðurlandi.

Á mánudag: Norðlæg átt og dálítil slydda eða rigning norðantil á landinu, en stöku skúrir syðra. Hiti 2 til 8 stig, en að 13 stigum sunnanlands.

Á þriðjudag: Stíf austan- og norðaustanátt. Úrkomulítið, en fer að rigna á láglendi um austanvert landið. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast á Suðvesturlandi.

Á miðvikudag: Útlit fyrir norðlæg átt og með slyddu eða rigningu um norðaustanvert landið, annars úrkomulítið. Hiti breytist lítið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×