Veður

Ró­leg­heita­veður í dag en rigning um allt land á morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Í kvöld koma skil lægðar upp að landinu og mun rigna um allt land frá þeim á morgun.
Í kvöld koma skil lægðar upp að landinu og mun rigna um allt land frá þeim á morgun. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir rólegheitaveðri í dag en allvíða smá skúrir, þó síst norðaustantil. Í kvöld koma skil lægðar upp að landinu og mun rigna um allt land frá þeim á morgun.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að sama verði svo upp á teningunum seint annað kvöld þegar von sé á næstu skilum með vætu og útlit fyrir rigningu í öllum landshlutum á fimmtudag.

„Úrkoman verður mest þar sem skilin koma að landi, en það er sunnantil á landinu. Að sama skapi verður yfirleitt hlýjast hlémegin fjalla og því verður norðanvert landið yfirleitt með vinninginn í hæstu hitatölunum. 

Hins vegar er aldrei langt í hafgoluna á þessum árstíma og sjórinn frekar kaldur svo að ef hafgolan nær inn á land, kælir hún talsvert mikið.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Norðaustan 5-13 m/s NV-til, en suðlæg eða breytileg átt 3-10 annars staðar. Rigning með köflum og hiti 7 til 14 stig.

Á fimmtudag: Suðlæg eða breytileg átt 3-10, en norðaustan 8-15 á Vestfjörðum. Víða rigning, þó síst NA-lands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast NA-til.

Á föstudag: Norðan- og norðvestanátt með rigningu eða slyddu N-lands fram eftir degi, en bjart með köflum syðra. Hiti 3 til 14 stig, hlýjast á S-landi.

Á laugardag: Suðaustlæg átt og skýjað en úrkomulítið, hiti 6 til 13 stig. Vaxandi austanátt með rigningu S-til um kvöldið.

Á sunnudag: Norðaustanátt með rigningu víða um land. Svalt fyrir norðan og milt syðra.

Á mánudag: Útlit fyrir norðanátt. Allvíða rigning, en lengst af þurrt SV-til. Hiti breytilst lítið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×