Veður

Rigning og kuldi á Suð­vestur­horninu í dag

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Það verður skýjað á nær öllu landinu í dag en rofað gæti til á Norðausturlandi. Talsverð rigning á sunnanverðu landinu.
Það verður skýjað á nær öllu landinu í dag en rofað gæti til á Norðausturlandi. Talsverð rigning á sunnanverðu landinu. Veðurstofa Ísland

Suðlægar áttir leika um landið í dag og næstu daga. Þeim fylgir talsverð væta sunnan- og vestanlands. Fremur kalt er í veðri en á norðausturhluta landsins verður áfram þurrt að mestu með sólarköflum og hlýindum.

Það mun rigna talsvert syðst á landinu í dag en áfram er hætta á gróðureldum í þurrkinum á Norður- og Austurlandi. Þetta kemur fram á vef  Veðurstofu Íslands. 

Búast má við suðaustan 10-18 metrum á sekúndu og rigningu vestanlands í dag en talvert hvassara verður á Snæfellsnesi. Hægari vindar og lítilsháttar væta öðru hvoru í öðrum landshlutum.

Sunnan- og suðaustan 8-15 metrar á sekúndu á landinu í dag en lægir vestantil þegar líður á daginn.

Enn er hættustig vegna gróðurelda í gildi á Veturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Óvissustig vegna hættu á gróðureldum er enn í gildi á Norðurlandi eystra. Fólk er hvatt til að hafa varann á þegar það meðhöndlar opinn eld á svæðinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.