Ekkert útlit fyrir vopnahlé í bráð Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2021 22:24 Ísraelskt stórskotalið skýtur að Gasa-ströndinni. AP/Tsafrir Abayov Ekkert útlit er fyrir að vopnahlé náist í bráð milli Ísraels og Hamas-samtakanna á Gasa. Það er þrátt fyrir aukinn alþjóðlegan þrýsting á að vopnahléi verði komið á. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að árásir Ísraelshers hafi komið verulega niður á starfsemi Hamas. Þá ítrekaði hann í kvöld, eins og hann hefur gert áður, að árásunum yrði haldið áfram þar til þeirra væri ekki lengur þörf. Á undanförnum níu dögum hefur um 3.450 eldflaugum verið skotið að Ísrael. Her Ísraels áætlar að Hamas og samtökin Islamic Jihad hafi í upphafi þessara nýjustu átaka átt um það bil tólf þúsund eldflaugar og sprengjur í sprengjuvörpur. Reuters hefur eftir talsmanni hersins að Hamas-liðar gætu haldið skothríðinni áfram um nokkurt skeið. Ísraelsher hefur gert hundruð loftárása, auk annars konar árása með stórskotaliði og skriðdrekum, á undanförnum dögum en nákvæmari tölur hafa ekki verið gefnar upp. Talið er að nærri því 450 byggingar á Gasa hafi verið eyðilagðar eða skemmdar og Sameinuðu þjóðirnar segja um 52 þúsund manns vera á vergangi. Um tvær milljónir manna búa í miklu þéttbýli á Gasa. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem Hamas stjórnar, segir minnst 217 Palestínumenn hafa fallið í loftárásum Ísraels og þar af 63 börn. Þá hafi rúmlega 1.400 manns særst. Í Ísrael hafa tólf fallið og þar af tvö börn. Tveir verkamenn frá Taílandi eru sagðir hafa fallið í eldflaugaárás í dag. BBC hefur eftir embættismönnum í Ísrael að þar á bæ sé talið að minnst 150 meðlimir Hamas og Islamic Jihad hafi verið felldir. Heilbrigðisráðuneyti Gasa gerir þó ekki grein fyrir slíku í tölum sínum. Eins og áður segir hefur alþjóðlegur þrýstingur á að vopnahléi verði komið á aukist verulega. Viðræður meðal aðildarríkja Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag stóðu þó stutt yfir í dag og enduðu án þeirrar ályktunar sem Frakkar höfðu kallað eftir að yrði samþykkt. Erindrekar frá Egyptalandi hafa reynt að miðla til friðar, með aðstoð Sameinuðu þjóðanna, en sú viðleitni þeirra hefur hingað til fallið á dauf eyru. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Palestínumanni vísað á götuna eða til Grikklands Palestínumaður, sem hefur verið synjað um hæli hér á landi, segist vilja búa á Íslandi með fjölskyldu sinni sem er enn á Gaza. Til stendur að senda hann aftur til Grikklands þar sem lögmaður segir aðstæður vera óboðlegar og mun verri en áður en faraldurinn skall á. 18. maí 2021 18:30 Styðja ekki yfirlýsingar sem séu ekki vænlegar til árangurs Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs komu sannarlega við sögu á blaðamannafundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Íslands í Hörpu í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafnar því að þjóð hans standi í vegi fyrir að friði verði komið á. Bandaríkin styðji þó ekki aðgerðir sem ekki séu vænlegar til árangurs. 18. maí 2021 14:08 „Við verðum að standa með mannréttindum og eigin samvisku“ Einn forsvarsmanna mótmælanna við Hörpu í morgun segir að nú þurfi íslensk stjórnvöld að sýna Palestínumönnum stuðning í verki og setja viðskiptabann á Ísrael. Þá sé stuðningi Bandaríkjanna við hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna gegn Palestínu harðlega mótmælt. 18. maí 2021 12:08 Tekið á móti Blinken með Palestínufánum Hópur fólks er saman kominn fyrir utan Hörpu í miðbæ Reykjavíkur með Palestínuskilti á lofti. Markmiðið er að minna utanríkisráðherra Bandaríkjanna á málstað frjálsrar Palestínu í skugga árása Ísraelshers á landið. 18. maí 2021 09:28 Bandaríkjaforseti lýsir yfir stuðningi við vopnahlé á Gasa Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í nótt að hann styðji kröfur um vopnahlé á Gasa-svæðinu þar sem ísraelski herinn hefur nú látið sprengjum rigna yfir íbúðabyggð í átta daga og Hamas-liðar hafa sent eldflaugar yfir til Ísraels á móti. 18. maí 2021 07:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Þá ítrekaði hann í kvöld, eins og hann hefur gert áður, að árásunum yrði haldið áfram þar til þeirra væri ekki lengur þörf. Á undanförnum níu dögum hefur um 3.450 eldflaugum verið skotið að Ísrael. Her Ísraels áætlar að Hamas og samtökin Islamic Jihad hafi í upphafi þessara nýjustu átaka átt um það bil tólf þúsund eldflaugar og sprengjur í sprengjuvörpur. Reuters hefur eftir talsmanni hersins að Hamas-liðar gætu haldið skothríðinni áfram um nokkurt skeið. Ísraelsher hefur gert hundruð loftárása, auk annars konar árása með stórskotaliði og skriðdrekum, á undanförnum dögum en nákvæmari tölur hafa ekki verið gefnar upp. Talið er að nærri því 450 byggingar á Gasa hafi verið eyðilagðar eða skemmdar og Sameinuðu þjóðirnar segja um 52 þúsund manns vera á vergangi. Um tvær milljónir manna búa í miklu þéttbýli á Gasa. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem Hamas stjórnar, segir minnst 217 Palestínumenn hafa fallið í loftárásum Ísraels og þar af 63 börn. Þá hafi rúmlega 1.400 manns særst. Í Ísrael hafa tólf fallið og þar af tvö börn. Tveir verkamenn frá Taílandi eru sagðir hafa fallið í eldflaugaárás í dag. BBC hefur eftir embættismönnum í Ísrael að þar á bæ sé talið að minnst 150 meðlimir Hamas og Islamic Jihad hafi verið felldir. Heilbrigðisráðuneyti Gasa gerir þó ekki grein fyrir slíku í tölum sínum. Eins og áður segir hefur alþjóðlegur þrýstingur á að vopnahléi verði komið á aukist verulega. Viðræður meðal aðildarríkja Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag stóðu þó stutt yfir í dag og enduðu án þeirrar ályktunar sem Frakkar höfðu kallað eftir að yrði samþykkt. Erindrekar frá Egyptalandi hafa reynt að miðla til friðar, með aðstoð Sameinuðu þjóðanna, en sú viðleitni þeirra hefur hingað til fallið á dauf eyru.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Palestínumanni vísað á götuna eða til Grikklands Palestínumaður, sem hefur verið synjað um hæli hér á landi, segist vilja búa á Íslandi með fjölskyldu sinni sem er enn á Gaza. Til stendur að senda hann aftur til Grikklands þar sem lögmaður segir aðstæður vera óboðlegar og mun verri en áður en faraldurinn skall á. 18. maí 2021 18:30 Styðja ekki yfirlýsingar sem séu ekki vænlegar til árangurs Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs komu sannarlega við sögu á blaðamannafundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Íslands í Hörpu í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafnar því að þjóð hans standi í vegi fyrir að friði verði komið á. Bandaríkin styðji þó ekki aðgerðir sem ekki séu vænlegar til árangurs. 18. maí 2021 14:08 „Við verðum að standa með mannréttindum og eigin samvisku“ Einn forsvarsmanna mótmælanna við Hörpu í morgun segir að nú þurfi íslensk stjórnvöld að sýna Palestínumönnum stuðning í verki og setja viðskiptabann á Ísrael. Þá sé stuðningi Bandaríkjanna við hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna gegn Palestínu harðlega mótmælt. 18. maí 2021 12:08 Tekið á móti Blinken með Palestínufánum Hópur fólks er saman kominn fyrir utan Hörpu í miðbæ Reykjavíkur með Palestínuskilti á lofti. Markmiðið er að minna utanríkisráðherra Bandaríkjanna á málstað frjálsrar Palestínu í skugga árása Ísraelshers á landið. 18. maí 2021 09:28 Bandaríkjaforseti lýsir yfir stuðningi við vopnahlé á Gasa Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í nótt að hann styðji kröfur um vopnahlé á Gasa-svæðinu þar sem ísraelski herinn hefur nú látið sprengjum rigna yfir íbúðabyggð í átta daga og Hamas-liðar hafa sent eldflaugar yfir til Ísraels á móti. 18. maí 2021 07:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Palestínumanni vísað á götuna eða til Grikklands Palestínumaður, sem hefur verið synjað um hæli hér á landi, segist vilja búa á Íslandi með fjölskyldu sinni sem er enn á Gaza. Til stendur að senda hann aftur til Grikklands þar sem lögmaður segir aðstæður vera óboðlegar og mun verri en áður en faraldurinn skall á. 18. maí 2021 18:30
Styðja ekki yfirlýsingar sem séu ekki vænlegar til árangurs Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs komu sannarlega við sögu á blaðamannafundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Íslands í Hörpu í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafnar því að þjóð hans standi í vegi fyrir að friði verði komið á. Bandaríkin styðji þó ekki aðgerðir sem ekki séu vænlegar til árangurs. 18. maí 2021 14:08
„Við verðum að standa með mannréttindum og eigin samvisku“ Einn forsvarsmanna mótmælanna við Hörpu í morgun segir að nú þurfi íslensk stjórnvöld að sýna Palestínumönnum stuðning í verki og setja viðskiptabann á Ísrael. Þá sé stuðningi Bandaríkjanna við hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna gegn Palestínu harðlega mótmælt. 18. maí 2021 12:08
Tekið á móti Blinken með Palestínufánum Hópur fólks er saman kominn fyrir utan Hörpu í miðbæ Reykjavíkur með Palestínuskilti á lofti. Markmiðið er að minna utanríkisráðherra Bandaríkjanna á málstað frjálsrar Palestínu í skugga árása Ísraelshers á landið. 18. maí 2021 09:28
Bandaríkjaforseti lýsir yfir stuðningi við vopnahlé á Gasa Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í nótt að hann styðji kröfur um vopnahlé á Gasa-svæðinu þar sem ísraelski herinn hefur nú látið sprengjum rigna yfir íbúðabyggð í átta daga og Hamas-liðar hafa sent eldflaugar yfir til Ísraels á móti. 18. maí 2021 07:00