„Við verðum að standa með mannréttindum og eigin samvisku“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. maí 2021 12:08 Yousef Ingi Tamimi segir að tími yfirlýsinga sé liðinn, nú þurfi íslensk stjórnvöld að setja viðskiptabann á Ísrael. Einn forsvarsmanna mótmælanna við Hörpu í morgun segir að nú þurfi íslensk stjórnvöld að sýna Palestínumönnum stuðning í verki og setja viðskiptabann á Ísrael. Þá sé stuðningi Bandaríkjanna við hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna gegn Palestínu harðlega mótmælt. Félagið Ísland Palestína, aktívistar og vinir Palestínu komu saman við við Hörpu klukkan níu í morgun með Palestínuskilti á lofti. Markmið þeirra var að minna utanríkisráðherra Bandaríkjanna á málstað frjálsrar Palestínu í skugga árása Ísraelshers á landið. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hóf fyrsta fund sinn hér á landi í Hörpu klukkan tíu í morgun með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra. Hann hittir forsætisráðherra, forseta Íslands og fleiri í Hörpu í dag. Yousef Ingi Tamimi er einn þeirra sem skipulagði mótmælin við Hörpu. „Við sjáum það núna að Bandaríkjastjórn hefur lýst yfir nánast einhliða stuðningi við Ísrael. Það skiptir ekki máli hversu mörg börn Ísraelsher drepur eða hvaða greinar Genfarsáttmálans Ísraelsher brýtur, það skiptir ekki máli hvað Ísraelsher gerir, Bandaríkjastjórn styður alltaf við bakið á Ísrael. Ég tel að utanríkisráðherra Bandaríkjanna muni reyna að sannfæra utanríkisráðherrann okkar, forsætisráðherra og forsetann að stuðningurinn sé mikilvægur til að halda friðinn. Hann segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld sendi Bandaríkjunum og Ísrael skýr skilaboð. „Og segi einfaldlega nei nú verðum við að draga Ísrael til ábyrgðar svo þeir fari að virða mannréttindi, hætta þjóðernishreinsunum og koma í veg fyrir þetta stöðuga hernám og landrán sem áð sér stað í Palestínu Fram hefur komið að forsætisráðherra ætli að hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu. Yousef segir það ekki nóg. „Við erum að krefjast meira að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar og segi kæru Bandaríkjamenn við ætlum ekki að hlusta á þessar endalausu afsakanir fyrir Ísraelsmenn við ætlum að setja viðskiptabann á þá,“ segir hann. Hann telur viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafa mikið vægi. „Ísland hefur rosa sterka rödd. Við viðurkenndum Eystrasaltsríkin og erum fljót að taka þátt í að sniðganga og setja viðskiptabann á önnur ríki sem virða ekki mannréttindi og það á ekkert að taka Ísrael út fyrir sviga. Ég vona að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra standi upp og segi hingað og ekki lengra. Við verðum að standa með mannréttindum og eigin samvisku. Við erum að tala um 70 ár með stöðugum yfirlýsingum sem hafa ekki skilað neinu nema auknu hernámi, þjóðernishreinsunum, landráni og morðum á palestínskum borgurum,“ segir Yousef. Félagið Ísland Palestína boðar til kyrrðarstundar við Reykjavíkurtjörn klukkan tíu í kvöld. Í tilkynningu kemur fram að þar verði kveikt á kertum til minningar um þau börn og fullorðna sem hafa verið myrt af Ísraelsher í óhugnanlegum árásum þeirra á Palestínu síðustu 9 daga. Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bandaríkin Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira
Félagið Ísland Palestína, aktívistar og vinir Palestínu komu saman við við Hörpu klukkan níu í morgun með Palestínuskilti á lofti. Markmið þeirra var að minna utanríkisráðherra Bandaríkjanna á málstað frjálsrar Palestínu í skugga árása Ísraelshers á landið. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hóf fyrsta fund sinn hér á landi í Hörpu klukkan tíu í morgun með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra. Hann hittir forsætisráðherra, forseta Íslands og fleiri í Hörpu í dag. Yousef Ingi Tamimi er einn þeirra sem skipulagði mótmælin við Hörpu. „Við sjáum það núna að Bandaríkjastjórn hefur lýst yfir nánast einhliða stuðningi við Ísrael. Það skiptir ekki máli hversu mörg börn Ísraelsher drepur eða hvaða greinar Genfarsáttmálans Ísraelsher brýtur, það skiptir ekki máli hvað Ísraelsher gerir, Bandaríkjastjórn styður alltaf við bakið á Ísrael. Ég tel að utanríkisráðherra Bandaríkjanna muni reyna að sannfæra utanríkisráðherrann okkar, forsætisráðherra og forsetann að stuðningurinn sé mikilvægur til að halda friðinn. Hann segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld sendi Bandaríkjunum og Ísrael skýr skilaboð. „Og segi einfaldlega nei nú verðum við að draga Ísrael til ábyrgðar svo þeir fari að virða mannréttindi, hætta þjóðernishreinsunum og koma í veg fyrir þetta stöðuga hernám og landrán sem áð sér stað í Palestínu Fram hefur komið að forsætisráðherra ætli að hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu. Yousef segir það ekki nóg. „Við erum að krefjast meira að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar og segi kæru Bandaríkjamenn við ætlum ekki að hlusta á þessar endalausu afsakanir fyrir Ísraelsmenn við ætlum að setja viðskiptabann á þá,“ segir hann. Hann telur viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafa mikið vægi. „Ísland hefur rosa sterka rödd. Við viðurkenndum Eystrasaltsríkin og erum fljót að taka þátt í að sniðganga og setja viðskiptabann á önnur ríki sem virða ekki mannréttindi og það á ekkert að taka Ísrael út fyrir sviga. Ég vona að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra standi upp og segi hingað og ekki lengra. Við verðum að standa með mannréttindum og eigin samvisku. Við erum að tala um 70 ár með stöðugum yfirlýsingum sem hafa ekki skilað neinu nema auknu hernámi, þjóðernishreinsunum, landráni og morðum á palestínskum borgurum,“ segir Yousef. Félagið Ísland Palestína boðar til kyrrðarstundar við Reykjavíkurtjörn klukkan tíu í kvöld. Í tilkynningu kemur fram að þar verði kveikt á kertum til minningar um þau börn og fullorðna sem hafa verið myrt af Ísraelsher í óhugnanlegum árásum þeirra á Palestínu síðustu 9 daga.
Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bandaríkin Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira