„Við verðum að standa með mannréttindum og eigin samvisku“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. maí 2021 12:08 Yousef Ingi Tamimi segir að tími yfirlýsinga sé liðinn, nú þurfi íslensk stjórnvöld að setja viðskiptabann á Ísrael. Einn forsvarsmanna mótmælanna við Hörpu í morgun segir að nú þurfi íslensk stjórnvöld að sýna Palestínumönnum stuðning í verki og setja viðskiptabann á Ísrael. Þá sé stuðningi Bandaríkjanna við hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna gegn Palestínu harðlega mótmælt. Félagið Ísland Palestína, aktívistar og vinir Palestínu komu saman við við Hörpu klukkan níu í morgun með Palestínuskilti á lofti. Markmið þeirra var að minna utanríkisráðherra Bandaríkjanna á málstað frjálsrar Palestínu í skugga árása Ísraelshers á landið. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hóf fyrsta fund sinn hér á landi í Hörpu klukkan tíu í morgun með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra. Hann hittir forsætisráðherra, forseta Íslands og fleiri í Hörpu í dag. Yousef Ingi Tamimi er einn þeirra sem skipulagði mótmælin við Hörpu. „Við sjáum það núna að Bandaríkjastjórn hefur lýst yfir nánast einhliða stuðningi við Ísrael. Það skiptir ekki máli hversu mörg börn Ísraelsher drepur eða hvaða greinar Genfarsáttmálans Ísraelsher brýtur, það skiptir ekki máli hvað Ísraelsher gerir, Bandaríkjastjórn styður alltaf við bakið á Ísrael. Ég tel að utanríkisráðherra Bandaríkjanna muni reyna að sannfæra utanríkisráðherrann okkar, forsætisráðherra og forsetann að stuðningurinn sé mikilvægur til að halda friðinn. Hann segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld sendi Bandaríkjunum og Ísrael skýr skilaboð. „Og segi einfaldlega nei nú verðum við að draga Ísrael til ábyrgðar svo þeir fari að virða mannréttindi, hætta þjóðernishreinsunum og koma í veg fyrir þetta stöðuga hernám og landrán sem áð sér stað í Palestínu Fram hefur komið að forsætisráðherra ætli að hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu. Yousef segir það ekki nóg. „Við erum að krefjast meira að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar og segi kæru Bandaríkjamenn við ætlum ekki að hlusta á þessar endalausu afsakanir fyrir Ísraelsmenn við ætlum að setja viðskiptabann á þá,“ segir hann. Hann telur viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafa mikið vægi. „Ísland hefur rosa sterka rödd. Við viðurkenndum Eystrasaltsríkin og erum fljót að taka þátt í að sniðganga og setja viðskiptabann á önnur ríki sem virða ekki mannréttindi og það á ekkert að taka Ísrael út fyrir sviga. Ég vona að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra standi upp og segi hingað og ekki lengra. Við verðum að standa með mannréttindum og eigin samvisku. Við erum að tala um 70 ár með stöðugum yfirlýsingum sem hafa ekki skilað neinu nema auknu hernámi, þjóðernishreinsunum, landráni og morðum á palestínskum borgurum,“ segir Yousef. Félagið Ísland Palestína boðar til kyrrðarstundar við Reykjavíkurtjörn klukkan tíu í kvöld. Í tilkynningu kemur fram að þar verði kveikt á kertum til minningar um þau börn og fullorðna sem hafa verið myrt af Ísraelsher í óhugnanlegum árásum þeirra á Palestínu síðustu 9 daga. Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bandaríkin Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Félagið Ísland Palestína, aktívistar og vinir Palestínu komu saman við við Hörpu klukkan níu í morgun með Palestínuskilti á lofti. Markmið þeirra var að minna utanríkisráðherra Bandaríkjanna á málstað frjálsrar Palestínu í skugga árása Ísraelshers á landið. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hóf fyrsta fund sinn hér á landi í Hörpu klukkan tíu í morgun með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra. Hann hittir forsætisráðherra, forseta Íslands og fleiri í Hörpu í dag. Yousef Ingi Tamimi er einn þeirra sem skipulagði mótmælin við Hörpu. „Við sjáum það núna að Bandaríkjastjórn hefur lýst yfir nánast einhliða stuðningi við Ísrael. Það skiptir ekki máli hversu mörg börn Ísraelsher drepur eða hvaða greinar Genfarsáttmálans Ísraelsher brýtur, það skiptir ekki máli hvað Ísraelsher gerir, Bandaríkjastjórn styður alltaf við bakið á Ísrael. Ég tel að utanríkisráðherra Bandaríkjanna muni reyna að sannfæra utanríkisráðherrann okkar, forsætisráðherra og forsetann að stuðningurinn sé mikilvægur til að halda friðinn. Hann segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld sendi Bandaríkjunum og Ísrael skýr skilaboð. „Og segi einfaldlega nei nú verðum við að draga Ísrael til ábyrgðar svo þeir fari að virða mannréttindi, hætta þjóðernishreinsunum og koma í veg fyrir þetta stöðuga hernám og landrán sem áð sér stað í Palestínu Fram hefur komið að forsætisráðherra ætli að hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu. Yousef segir það ekki nóg. „Við erum að krefjast meira að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar og segi kæru Bandaríkjamenn við ætlum ekki að hlusta á þessar endalausu afsakanir fyrir Ísraelsmenn við ætlum að setja viðskiptabann á þá,“ segir hann. Hann telur viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafa mikið vægi. „Ísland hefur rosa sterka rödd. Við viðurkenndum Eystrasaltsríkin og erum fljót að taka þátt í að sniðganga og setja viðskiptabann á önnur ríki sem virða ekki mannréttindi og það á ekkert að taka Ísrael út fyrir sviga. Ég vona að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra standi upp og segi hingað og ekki lengra. Við verðum að standa með mannréttindum og eigin samvisku. Við erum að tala um 70 ár með stöðugum yfirlýsingum sem hafa ekki skilað neinu nema auknu hernámi, þjóðernishreinsunum, landráni og morðum á palestínskum borgurum,“ segir Yousef. Félagið Ísland Palestína boðar til kyrrðarstundar við Reykjavíkurtjörn klukkan tíu í kvöld. Í tilkynningu kemur fram að þar verði kveikt á kertum til minningar um þau börn og fullorðna sem hafa verið myrt af Ísraelsher í óhugnanlegum árásum þeirra á Palestínu síðustu 9 daga.
Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bandaríkin Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira