Veður

Hiti um tíu stig suð­vestan­lands en annars fremur kalt

Atli Ísleifsson skrifar
Hlýjast verður suðvestanlands í dag.
Hlýjast verður suðvestanlands í dag. Vísir/Vilhelm

Útlit er fyrir norðan golu eða kalda í dag og á morgun, en austlægari vindi syðst á landinu. Bjartviðri vestanlands, en annars skýjað að mestu og sums staðar dálítil él eða skúrir.

Veðurstofan spáir hita nær tæpum tíu stigum þegar best láti í sólskini á Suðvesturlandi, en heilt yfir verði að teljast fremur kalt á landinu. Frost víða að næturlagi.

„Það breytist lítið hjá okkur veðrið þessa dagana og í raun er svipað útlit a.m.k. fram í byrjun næstu viku. Víðáttumikil hæð situr yfir Grænlandi og lægðirnar og rigningin fer til Bretlandseyja og Skandinavíu. Gróður á Íslandi fer hins vegar hægt af stað vegna þurrks og kulda í norðanáttinni.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Norðaustan og austan 3-10 m/s. Bjartviðri vestanlands, en annars skýjað að mestu og sums staðar dálítil él. Hiti 0 til 9 stig, hlýjast á Suðvesturlandi. Næturfrost um allt land.

Á laugardag, sunnudag, mánudag og þriðjudag: Norðan og norðaustan 3-10 m/s. Skýjað og lítilsháttar él á Norður- og Austurlandi, hiti 0 til 3 stig. Léttskýjað að mestu sunnan- og vestanlands og hiti 3 til 8 stig. Næturfrost víða um land.

Á miðvikudag: Hæg breytileg átt og víða þurrt og bjart veður. Hiti til 2 til 9 stig að deginum, hlýjast á Suðvesturlandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×