Fótbolti

Agnelli viðurkennir ósigur: Ofurdeildin öll

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ofurdeildin lifði ekki lengi.
Ofurdeildin lifði ekki lengi. getty/Rafael Henrique

Ekkert verður af ofurdeildinni eftir brotthvarf ensku félaganna. Þetta segir Andrea Agnelli, forseti Juventus og einn af forsprökkum ofurdeildarinnar.

Ensku félögin sex sem komu að stofnun ofurdeildarinnar sögðu sig úr henni í gærkvöldi. Eftir standa því aðeins sex félög, þrjú frá Ítalíu og þrjú frá Spáni.

Í viðtali við Reuters segir Agnelli að með brotthvarfi ensku félaganna séu forsendurnar fyrir ofurdeildinni brostnar.

„Ef ég á að vera alveg heiðarlegur og hreinskilinn er svarið nei, það virðist ekki svo vera,“ sagði Agnelli aðspurður hvort hægt væri að halda áfram með ofurdeildina.

Tólf félög tilkynntu um stofnun ofurdeildarinnar á sunnudagskvöldið. Eftir brotthvarf ensku félaganna sex sögðu forráðamenn ofurdeildarinnar þurfa að endurskipuleggja hana.

Miðað við ummæli Agnellis í morgun virðist hins vegar sem svo að ofurdeildin hafi sagt sitt síðasta, rúmum tveimur sólarhringum eftir að tilkynnt var um stofnun hennar.


Tengdar fréttir

Woodward hættir í lok árs

Ed Woodward, framkvæmdastjóri Manchester United, mun hætta í starfi sínu hjá félaginu í lok ársins. Þetta staðfesti félagið í kvöld.

Að molna undan Ofurdeildinni

Það virðist vera að molna undan Ofurdeildinni. Fréttir bárust af því fyrr í kvöld að Chelsea og Manchester City séu við það að draga sig úr keppninni og fleiri lið séu einnig á leiðinni út.

„Með óhreint mjöl í pokahorninu“

Daniel Rommedahl situr í stjórn FCK í Danmörku en hann situr einnig í stjórn ECA sem eru samtök fótboltafélaga í Evrópu. Allt er á eldi í fótboltanum eftir fréttirnar um Ofurdeild.

„Fólki finnst þessi ákvörðun ganga gegn því sem Liverpool stendur fyrir“

Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla og einn af forsprökkum Liverpool-stuðningsmannasíðunnar kop.is, segir að það hafi verið risa skref fyrir Liverpool að segja sig úr Evrópukeppnum og ganga til liðs við ofurdeildina. Hann óttast að knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp gæti stigið frá borði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×