Forseti ofurdeildarinnar: „Erum að gera þetta til að bjarga fótboltanum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2021 08:01 Florentino Pérez segist ganga gott eitt til með stofnun ofurdeildarinnar. Hann vilji bara bjarga fótboltanum. getty/Diego Souto Florentino Pérez, forseti ofurdeildarinnar, segir að tilgangurinn með henni sé að bjarga fótboltanum. Hann segir engar líkur á að leikmönnum sem leika í ofurdeildinni verði bannað að spila með landsliðum sínum eins og Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur hótað. Pérez ræddi ítarlega um ofurdeildina, sem hann er í forsvari fyrir, í spænska sjónvarpsþættinum El Chiringuito de Jugones í gærkvöldi. Hann segir nauðsynlegt að stofna ofurdeildina, annars fari illa fyrir félögunum. Pérez sagði að breytt fyrirkomulag Meistaradeildarinnar væri ekki lausnin við fjárhagsvandræðum félaganna. „Mörg stór félög á Spáni, Ítalíu og Englandi vilja finna lausn á erfiðri fjárhagsstöðu. Eina lausnin er að spila fleiri áhugaverða leiki. Í staðinn fyrir Meistaradeildina hjálpar ofurdeildin okkur að vinna tapið upp. Við hjá Real Madrid höfum tapað miklum fjármunum og staðan er mjög slæm. Þegar hagnaðurinn er enginn er eina lausnin að spila fleiri áhugaverða leiki. Ofurdeildin mun bjarga fjárhagsstöðu félaganna,“ sagði Pérez. „Það sem er spennandi við fótboltann eru leikir milli stóru liðanna. Sjónvarpsrétturinn verður verðmætari og hagnaðurinn þar af leiðandi meiri. Það eru ekki bara þeir ríku sem vilja ofurdeildina. Við erum að gera þetta til að bjarga fótboltanum á þessum erfiðu tímum.“ Ekki bara fyrir þá ríku Pérez er ekki hrifinn af breyttu fyrirkomulagi Meistaradeildar Evrópu sem tekur gildi 2024. Hann segir að þá verði öll stóru félögin orðin gjaldþrota. Ofurdeildin sé því eina lausnin. „Nýja fyrirkomulagið er galið. Ég hef engan persónulegan áhuga á þessari ofurdeild. Ég vil bara bjarga fótboltanum,“ sagði Pérez „Ofurdeildin er ekki bara fyrir þá ríku heldur til að bjarga fótboltanum. Ef við höldum áfram á þessari braut hverfur fótboltinn og verður dauður 2024. Þetta er eina leiðin til bjarga öllum, stórum sem smáum félögum.“ Mega spila með landsliðum Pérez segir engar líkur á því að leikmönnum sem muni spila í ofurdeildinni verði meinað að leika með sínum landsliðum eins og Ceferin hótaði. „Það gerist ekki. Þeim verður ekki bannað að spila með landsliðum ef þeir leika í ofurdeildinni,“ sagði Pérez og bætti við að félögunum í ofurdeildinni yrði ekki sparkað út úr sínum deildum eða Evrópukeppnum. „Real Madrid, Manchester City og Chelsea og öðrum liðum í ofurdeildinni verður ekki bannað að spila í Meistaradeildinni eða sínum deildum. Ég er hundrað prósent viss. Það er ómögulegt.“ Ofurdeildin Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Sjá meira
Pérez ræddi ítarlega um ofurdeildina, sem hann er í forsvari fyrir, í spænska sjónvarpsþættinum El Chiringuito de Jugones í gærkvöldi. Hann segir nauðsynlegt að stofna ofurdeildina, annars fari illa fyrir félögunum. Pérez sagði að breytt fyrirkomulag Meistaradeildarinnar væri ekki lausnin við fjárhagsvandræðum félaganna. „Mörg stór félög á Spáni, Ítalíu og Englandi vilja finna lausn á erfiðri fjárhagsstöðu. Eina lausnin er að spila fleiri áhugaverða leiki. Í staðinn fyrir Meistaradeildina hjálpar ofurdeildin okkur að vinna tapið upp. Við hjá Real Madrid höfum tapað miklum fjármunum og staðan er mjög slæm. Þegar hagnaðurinn er enginn er eina lausnin að spila fleiri áhugaverða leiki. Ofurdeildin mun bjarga fjárhagsstöðu félaganna,“ sagði Pérez. „Það sem er spennandi við fótboltann eru leikir milli stóru liðanna. Sjónvarpsrétturinn verður verðmætari og hagnaðurinn þar af leiðandi meiri. Það eru ekki bara þeir ríku sem vilja ofurdeildina. Við erum að gera þetta til að bjarga fótboltanum á þessum erfiðu tímum.“ Ekki bara fyrir þá ríku Pérez er ekki hrifinn af breyttu fyrirkomulagi Meistaradeildar Evrópu sem tekur gildi 2024. Hann segir að þá verði öll stóru félögin orðin gjaldþrota. Ofurdeildin sé því eina lausnin. „Nýja fyrirkomulagið er galið. Ég hef engan persónulegan áhuga á þessari ofurdeild. Ég vil bara bjarga fótboltanum,“ sagði Pérez „Ofurdeildin er ekki bara fyrir þá ríku heldur til að bjarga fótboltanum. Ef við höldum áfram á þessari braut hverfur fótboltinn og verður dauður 2024. Þetta er eina leiðin til bjarga öllum, stórum sem smáum félögum.“ Mega spila með landsliðum Pérez segir engar líkur á því að leikmönnum sem muni spila í ofurdeildinni verði meinað að leika með sínum landsliðum eins og Ceferin hótaði. „Það gerist ekki. Þeim verður ekki bannað að spila með landsliðum ef þeir leika í ofurdeildinni,“ sagði Pérez og bætti við að félögunum í ofurdeildinni yrði ekki sparkað út úr sínum deildum eða Evrópukeppnum. „Real Madrid, Manchester City og Chelsea og öðrum liðum í ofurdeildinni verður ekki bannað að spila í Meistaradeildinni eða sínum deildum. Ég er hundrað prósent viss. Það er ómögulegt.“
Ofurdeildin Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Sjá meira