Fótbolti

City stað­festir að fé­lagið hafi dregið sig úr Ofur­deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
City er ekki lengur hluti af Ofurdeildinni.
City er ekki lengur hluti af Ofurdeildinni. EPA-EFE/Ian Walton

Manchester City hefur staðfest að félagið hafi ákveðið að draga sig út úr nýrri Ofurdeild en félagið tilkynnti þetta í kvöld.

City er fyrsta liðið sem dregur sig út úr tólf liða Ofurdeildinni sem átti að hefjast næsta sumar og koma í stað Meistaradeildarinnar hjá liðunum tólf.

Fyrr í kvöld bárust fréttir af því að félög á borð við City og Chelsea væru að íhuga að draga sig út úr Ofurdeildinni og nú hefur City staðfest það.

Allar líkur eru á því að fleiri lið feti í fótspor City er líða fer á kvöldið en heimasíða City hrundi eftir að félagið tilkynnti um að það væri hætt við þátttöku í Ofurdeildinni.

Þáttakan hefur vakið miklu fjaðrafoki hjá stuðningsmönnum liðanna í Ofurdeildinni og afar ólíklegt er að af Ofurdeildinni verði.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Að molna undan Ofurdeildinni

Það virðist vera að molna undan Ofurdeildinni. Fréttir bárust af því fyrr í kvöld að Chelsea og Manchester City séu við það að draga sig úr keppninni og fleiri lið séu einnig á leiðinni út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×