Henderson kallar fyrirliða ensku úrvalsdeildarinnar á krísufund Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2021 14:15 Henderson kallar á fyrirliða ensku úrvalsdeildarinnar. EPA-EFE/Laurence Griffiths Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, hefur boðað alla fyrirliða ensku úrvalsdeildarinnar á krísufund vegna mögulegrar stofnunar ofurdeildar Evrópu. Daily Mail greindi frá nú rétt í þessu. Fyrr í dag fór Vísir yfir viðbrögð Harry Maguire, fyrirliða Manchester United, en hann var ekki par sáttur með hvernig forráðamenn Man United stóðu að málum er varðar ofurdeildina. Henderson hefur nú kallað fyrirliða deildarinnar saman til að ræða áætlanir tólf liða Evrópu – þar af sex frá Englandi – um að stofna svokallaða ofurdeild. EXCLUSIVE: Jordan Henderson calls emergency meeting of Premier League captains | @MikeKeegan_DM https://t.co/lLUHofY7zr— MailOnline Sport (@MailSport) April 20, 2021 Henderson hefur áður fengið fyrirliða deildarinnar til að snúa bökum saman og stofnaði til að mynda sjóð til að hjálpa breska heilbrigðiskerfinu [NHS] vegna kórónufaraldursins. Þetta mál mun reynast töluvert snúnara þar sem sex fyrirliðar eru á mála hjá félögum sem hafa nú þegar gefið út að þau stefni á að segja skilið við Meistaradeild Evrópu og ætli að stofna sína eigin deild. Samkvæmt heimildum Daily Mail er stefnt að því að komast að því hvernig skal höndla málið á næstu dögum og vikum. Reikna má með því að leikmenn verði spurðir spjörunum úr varðandi ofurdeildina og skoðun þeirra á henni. | "I don't like it and I hope it doesn't happen."James Milner speaks out against the proposed breakaway European Super League... #MNF pic.twitter.com/NkMmNJhiyA— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 19, 2021 James Milner, samherji Henderson, sagði skoðun sína í viðtali við Sky Sports eftir 1-1 jafntefli Liverpool og Leeds United í gærkvöld. Hann sagðist einfaldlega að honum líkaði illa við hugmyndina og hann vonaðist til að deildin yrði ekki að veruleika. Marcus Rashford ákvað að birta einfaldlega mynd af Old Trafford, heimavelli Manchester United, og láta hana segja skoðun hans á ákvörðun eiganda félagsins. pic.twitter.com/A8WIIUCHrH— Marcus Rashford MBE (@MarcusRashford) April 20, 2021 Fótbolti Enski boltinn Ofurdeildin Tengdar fréttir Maguire setti ofan í við Woodward á neyðarfundi með leikmönnum United Leikmenn Manchester United voru afar ósáttir við aðkomu félagsins að stofnun ofurdeildarinnar. Fyrirliðinn Harry Maguire lét stjórnarformanninn Ed Woodward heyra það á neyðarfundi með leikmönnum. 20. apríl 2021 13:30 Segir það ekki vera íþrótt ef það skiptir ekki máli hvort þú vinnir eða tapir Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hélt eldræðu varðandi ofurdeild Evrópu í knattspyrnu á blaðamannafundi nú rétt í þessu. Hann segir það ekki vera íþrótt ef engu máli skiptir hvort þú vinnir eða tapir. Ræðu Pep má sjá í fréttinni. 20. apríl 2021 13:00 Ríkisstjórn Bretlands mun skoða alla möguleika til að koma í veg fyrir ofurdeild Evrópu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að ríkisstjórn landsins skoði allar mögulegar leiðir til að koma í veg fyrir stofnun ofurdeildar Evrópu í knattspyrnu. Ef fara þarf með málið fyrir dómstóla þá verður það gert. 20. apríl 2021 12:36 Mest lesið Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira
Daily Mail greindi frá nú rétt í þessu. Fyrr í dag fór Vísir yfir viðbrögð Harry Maguire, fyrirliða Manchester United, en hann var ekki par sáttur með hvernig forráðamenn Man United stóðu að málum er varðar ofurdeildina. Henderson hefur nú kallað fyrirliða deildarinnar saman til að ræða áætlanir tólf liða Evrópu – þar af sex frá Englandi – um að stofna svokallaða ofurdeild. EXCLUSIVE: Jordan Henderson calls emergency meeting of Premier League captains | @MikeKeegan_DM https://t.co/lLUHofY7zr— MailOnline Sport (@MailSport) April 20, 2021 Henderson hefur áður fengið fyrirliða deildarinnar til að snúa bökum saman og stofnaði til að mynda sjóð til að hjálpa breska heilbrigðiskerfinu [NHS] vegna kórónufaraldursins. Þetta mál mun reynast töluvert snúnara þar sem sex fyrirliðar eru á mála hjá félögum sem hafa nú þegar gefið út að þau stefni á að segja skilið við Meistaradeild Evrópu og ætli að stofna sína eigin deild. Samkvæmt heimildum Daily Mail er stefnt að því að komast að því hvernig skal höndla málið á næstu dögum og vikum. Reikna má með því að leikmenn verði spurðir spjörunum úr varðandi ofurdeildina og skoðun þeirra á henni. | "I don't like it and I hope it doesn't happen."James Milner speaks out against the proposed breakaway European Super League... #MNF pic.twitter.com/NkMmNJhiyA— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 19, 2021 James Milner, samherji Henderson, sagði skoðun sína í viðtali við Sky Sports eftir 1-1 jafntefli Liverpool og Leeds United í gærkvöld. Hann sagðist einfaldlega að honum líkaði illa við hugmyndina og hann vonaðist til að deildin yrði ekki að veruleika. Marcus Rashford ákvað að birta einfaldlega mynd af Old Trafford, heimavelli Manchester United, og láta hana segja skoðun hans á ákvörðun eiganda félagsins. pic.twitter.com/A8WIIUCHrH— Marcus Rashford MBE (@MarcusRashford) April 20, 2021
Fótbolti Enski boltinn Ofurdeildin Tengdar fréttir Maguire setti ofan í við Woodward á neyðarfundi með leikmönnum United Leikmenn Manchester United voru afar ósáttir við aðkomu félagsins að stofnun ofurdeildarinnar. Fyrirliðinn Harry Maguire lét stjórnarformanninn Ed Woodward heyra það á neyðarfundi með leikmönnum. 20. apríl 2021 13:30 Segir það ekki vera íþrótt ef það skiptir ekki máli hvort þú vinnir eða tapir Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hélt eldræðu varðandi ofurdeild Evrópu í knattspyrnu á blaðamannafundi nú rétt í þessu. Hann segir það ekki vera íþrótt ef engu máli skiptir hvort þú vinnir eða tapir. Ræðu Pep má sjá í fréttinni. 20. apríl 2021 13:00 Ríkisstjórn Bretlands mun skoða alla möguleika til að koma í veg fyrir ofurdeild Evrópu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að ríkisstjórn landsins skoði allar mögulegar leiðir til að koma í veg fyrir stofnun ofurdeildar Evrópu í knattspyrnu. Ef fara þarf með málið fyrir dómstóla þá verður það gert. 20. apríl 2021 12:36 Mest lesið Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira
Maguire setti ofan í við Woodward á neyðarfundi með leikmönnum United Leikmenn Manchester United voru afar ósáttir við aðkomu félagsins að stofnun ofurdeildarinnar. Fyrirliðinn Harry Maguire lét stjórnarformanninn Ed Woodward heyra það á neyðarfundi með leikmönnum. 20. apríl 2021 13:30
Segir það ekki vera íþrótt ef það skiptir ekki máli hvort þú vinnir eða tapir Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hélt eldræðu varðandi ofurdeild Evrópu í knattspyrnu á blaðamannafundi nú rétt í þessu. Hann segir það ekki vera íþrótt ef engu máli skiptir hvort þú vinnir eða tapir. Ræðu Pep má sjá í fréttinni. 20. apríl 2021 13:00
Ríkisstjórn Bretlands mun skoða alla möguleika til að koma í veg fyrir ofurdeild Evrópu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að ríkisstjórn landsins skoði allar mögulegar leiðir til að koma í veg fyrir stofnun ofurdeildar Evrópu í knattspyrnu. Ef fara þarf með málið fyrir dómstóla þá verður það gert. 20. apríl 2021 12:36