Fótbolti

Henderson: Við munum ekki láta þetta gerast

Anton Ingi Leifsson skrifar
NEI!
NEI! EPA-EFE/Laurence Griffiths

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, skrifar á samfélagsmiðla sína í kvöld að leikmönnum liðsins líki ekki við hugmyndir um Ofurdeildina.

Fyrr í vikunni var tilkynnt um tólf liða Ofurdeild sem meðal annars Liverpool átti að taka þátt í en kröftug mótmæli hafa brotist út eftir þessar áætlanir.

Í kvöld bárust svo fregnir af því að allar líkur væru á því að deildin yrði lögð niður áður en hún myndi hefjast og því hafa fótboltaáhugamenn um allan heim fagnað.

Jordan Henderson skrifaði í kvöld á samfélagsmiðla sína að leikmönnunum hafi aldrei líkað við hugmyndina og þeir hefðu ekki tekið þátt í henni.

Það sé sameiginleg skoðun þeirra og að þeir væru algjörlega skuldbindir félaginu og stuðningsmönnum þeirra.

Henderson var sagður hafa fundað með fyrirliðum ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld en hann hefur fengið mikið hrós fyrir yfirlýsingu sína í kvöld.


Tengdar fréttir

Að molna undan Ofurdeildinni

Það virðist vera að molna undan Ofurdeildinni. Fréttir bárust af því fyrr í kvöld að Chelsea og Manchester City séu við það að draga sig úr keppninni og fleiri lið séu einnig á leiðinni út.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.