„Ef Klopp fer munu stuðningsmenn Liverpool hrekja eigendurna í burtu á innan við viku“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2021 10:31 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, og John W. Henry, eigandi félagsins. Jamie Carragher segir engan vafa liggja á því hvor þeirra sé kóngurinn hjá Liverpool. getty/Barrington Coombs Jamie Carragher segir að stuðningsmenn Liverpool muni hrekja eigendur félagsins á brott ef knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hættir. Liverpool er eitt þeirra tólf félaga sem komu að stofnun ofurdeildarinnar. Aðspurður í viðtali fyrir leikinn gegn Leeds United í gær kvaðst Klopp ekki vera alltof hrifinn af þessari nýju deild en hann hafi ekki haft neina aðkomu að málinu. Í Monday Night Football á Sky Sports í gær sagði Carragher að stuðningsmenn Liverpool myndu taka til sinna ráða ef Klopp yfirgæfi félagið vegna þátttöku þess í ofurdeildinni. „Ef þessi maður færi frá Liverpool vegna þess eða lenti saman við eigendurna myndu stuðningsmenn Liverpool hrekja þá í burtu á innan við viku. Ég er handviss um það,“ sagði Carragher. „Þessi maður er sá valdamesti hjá félaginu. Það skal enginn halda að þótt Liverpool hafi átt erfitt uppdráttar á tímabilinu og Klopp hafi verið pirraður í nokkrum viðtölum að það sé einn stuðningsmaður Liverpool sem vilji ekki hafa Klopp við stjórnvölinn næstu þrjú til fjögur árin.“ "If that man left #LFC over this, the supporters would have the owners out within a week."@Carra23 highlights the importance of Jurgen Klopp at Liverpool after the manager spoke out against the European Super League. pic.twitter.com/thTDKrCeug— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 20, 2021 Carragher segir að Liverpool sé sérstakt félag að því leyti hversu vinsæll stjóri þess er og í raun vinsælli en leikmennirnir. „Það eru ekki mörg félög þar sem stjórinn er alltaf guðinn, alltaf kóngurinn. Rafa [Benítez], [Bill] Shankly, [Bob] Paisley. Þetta snýst ekki um leikmennina. Þetta snýst allt um stjórann og verður alltaf þannig,“ sagði Carragher. „Það er ekki möguleiki að stuðningsmenn Liverpool myndu taka málsstað eiganda eða stjórnarformanns frekar en málstað stjórans, sérstaklega ekki stjóra sem er jafn valdamikill og farsæll og Jürgen Klopp.“ Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Leeds í ensku úrvalsdeildinni í gær. Sadio Mané kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik en Diego Llorente jafnaði fyrir Leeds skömmu fyrir leikslok. Enski boltinn Ofurdeildin Tengdar fréttir Neville um Klopp: „Veit ekki af hverju hann er með mig á heilanum“ Jürgen Klopp gagnrýndi Gary Neville fyrir ummæli hans um Liverpool og ofurdeildina eftir jafnteflið gegn Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Neville svaraði með því að segja að Klopp væri með hann á heilanum. 20. apríl 2021 07:30 Jafntefli í skugga ofurdeildarfrétta Leeds og Liverpool gerðu 1-1 jafntefli í mánudagsleiknum í enska boltanum. Liverpool komst yfir í fyrri hálfleik en Leeds tryggði sér verðskuldað stig í síðari hálfleik. 19. apríl 2021 20:55 Fréttu af Ofurdeildinni í gær: „Það mikilvægasta við fótboltann eru stuðningsmennirnir“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, lét allt flakka í viðtali fyrir leik Leeds og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en sá þýski var spurður út í hina nýju Ofurdeild. 19. apríl 2021 19:08 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Íslenski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Sjá meira
Liverpool er eitt þeirra tólf félaga sem komu að stofnun ofurdeildarinnar. Aðspurður í viðtali fyrir leikinn gegn Leeds United í gær kvaðst Klopp ekki vera alltof hrifinn af þessari nýju deild en hann hafi ekki haft neina aðkomu að málinu. Í Monday Night Football á Sky Sports í gær sagði Carragher að stuðningsmenn Liverpool myndu taka til sinna ráða ef Klopp yfirgæfi félagið vegna þátttöku þess í ofurdeildinni. „Ef þessi maður færi frá Liverpool vegna þess eða lenti saman við eigendurna myndu stuðningsmenn Liverpool hrekja þá í burtu á innan við viku. Ég er handviss um það,“ sagði Carragher. „Þessi maður er sá valdamesti hjá félaginu. Það skal enginn halda að þótt Liverpool hafi átt erfitt uppdráttar á tímabilinu og Klopp hafi verið pirraður í nokkrum viðtölum að það sé einn stuðningsmaður Liverpool sem vilji ekki hafa Klopp við stjórnvölinn næstu þrjú til fjögur árin.“ "If that man left #LFC over this, the supporters would have the owners out within a week."@Carra23 highlights the importance of Jurgen Klopp at Liverpool after the manager spoke out against the European Super League. pic.twitter.com/thTDKrCeug— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 20, 2021 Carragher segir að Liverpool sé sérstakt félag að því leyti hversu vinsæll stjóri þess er og í raun vinsælli en leikmennirnir. „Það eru ekki mörg félög þar sem stjórinn er alltaf guðinn, alltaf kóngurinn. Rafa [Benítez], [Bill] Shankly, [Bob] Paisley. Þetta snýst ekki um leikmennina. Þetta snýst allt um stjórann og verður alltaf þannig,“ sagði Carragher. „Það er ekki möguleiki að stuðningsmenn Liverpool myndu taka málsstað eiganda eða stjórnarformanns frekar en málstað stjórans, sérstaklega ekki stjóra sem er jafn valdamikill og farsæll og Jürgen Klopp.“ Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Leeds í ensku úrvalsdeildinni í gær. Sadio Mané kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik en Diego Llorente jafnaði fyrir Leeds skömmu fyrir leikslok.
Enski boltinn Ofurdeildin Tengdar fréttir Neville um Klopp: „Veit ekki af hverju hann er með mig á heilanum“ Jürgen Klopp gagnrýndi Gary Neville fyrir ummæli hans um Liverpool og ofurdeildina eftir jafnteflið gegn Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Neville svaraði með því að segja að Klopp væri með hann á heilanum. 20. apríl 2021 07:30 Jafntefli í skugga ofurdeildarfrétta Leeds og Liverpool gerðu 1-1 jafntefli í mánudagsleiknum í enska boltanum. Liverpool komst yfir í fyrri hálfleik en Leeds tryggði sér verðskuldað stig í síðari hálfleik. 19. apríl 2021 20:55 Fréttu af Ofurdeildinni í gær: „Það mikilvægasta við fótboltann eru stuðningsmennirnir“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, lét allt flakka í viðtali fyrir leik Leeds og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en sá þýski var spurður út í hina nýju Ofurdeild. 19. apríl 2021 19:08 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Íslenski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Sjá meira
Neville um Klopp: „Veit ekki af hverju hann er með mig á heilanum“ Jürgen Klopp gagnrýndi Gary Neville fyrir ummæli hans um Liverpool og ofurdeildina eftir jafnteflið gegn Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Neville svaraði með því að segja að Klopp væri með hann á heilanum. 20. apríl 2021 07:30
Jafntefli í skugga ofurdeildarfrétta Leeds og Liverpool gerðu 1-1 jafntefli í mánudagsleiknum í enska boltanum. Liverpool komst yfir í fyrri hálfleik en Leeds tryggði sér verðskuldað stig í síðari hálfleik. 19. apríl 2021 20:55
Fréttu af Ofurdeildinni í gær: „Það mikilvægasta við fótboltann eru stuðningsmennirnir“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, lét allt flakka í viðtali fyrir leik Leeds og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en sá þýski var spurður út í hina nýju Ofurdeild. 19. apríl 2021 19:08