„Ef Klopp fer munu stuðningsmenn Liverpool hrekja eigendurna í burtu á innan við viku“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2021 10:31 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, og John W. Henry, eigandi félagsins. Jamie Carragher segir engan vafa liggja á því hvor þeirra sé kóngurinn hjá Liverpool. getty/Barrington Coombs Jamie Carragher segir að stuðningsmenn Liverpool muni hrekja eigendur félagsins á brott ef knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hættir. Liverpool er eitt þeirra tólf félaga sem komu að stofnun ofurdeildarinnar. Aðspurður í viðtali fyrir leikinn gegn Leeds United í gær kvaðst Klopp ekki vera alltof hrifinn af þessari nýju deild en hann hafi ekki haft neina aðkomu að málinu. Í Monday Night Football á Sky Sports í gær sagði Carragher að stuðningsmenn Liverpool myndu taka til sinna ráða ef Klopp yfirgæfi félagið vegna þátttöku þess í ofurdeildinni. „Ef þessi maður færi frá Liverpool vegna þess eða lenti saman við eigendurna myndu stuðningsmenn Liverpool hrekja þá í burtu á innan við viku. Ég er handviss um það,“ sagði Carragher. „Þessi maður er sá valdamesti hjá félaginu. Það skal enginn halda að þótt Liverpool hafi átt erfitt uppdráttar á tímabilinu og Klopp hafi verið pirraður í nokkrum viðtölum að það sé einn stuðningsmaður Liverpool sem vilji ekki hafa Klopp við stjórnvölinn næstu þrjú til fjögur árin.“ "If that man left #LFC over this, the supporters would have the owners out within a week."@Carra23 highlights the importance of Jurgen Klopp at Liverpool after the manager spoke out against the European Super League. pic.twitter.com/thTDKrCeug— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 20, 2021 Carragher segir að Liverpool sé sérstakt félag að því leyti hversu vinsæll stjóri þess er og í raun vinsælli en leikmennirnir. „Það eru ekki mörg félög þar sem stjórinn er alltaf guðinn, alltaf kóngurinn. Rafa [Benítez], [Bill] Shankly, [Bob] Paisley. Þetta snýst ekki um leikmennina. Þetta snýst allt um stjórann og verður alltaf þannig,“ sagði Carragher. „Það er ekki möguleiki að stuðningsmenn Liverpool myndu taka málsstað eiganda eða stjórnarformanns frekar en málstað stjórans, sérstaklega ekki stjóra sem er jafn valdamikill og farsæll og Jürgen Klopp.“ Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Leeds í ensku úrvalsdeildinni í gær. Sadio Mané kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik en Diego Llorente jafnaði fyrir Leeds skömmu fyrir leikslok. Enski boltinn Ofurdeildin Tengdar fréttir Neville um Klopp: „Veit ekki af hverju hann er með mig á heilanum“ Jürgen Klopp gagnrýndi Gary Neville fyrir ummæli hans um Liverpool og ofurdeildina eftir jafnteflið gegn Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Neville svaraði með því að segja að Klopp væri með hann á heilanum. 20. apríl 2021 07:30 Jafntefli í skugga ofurdeildarfrétta Leeds og Liverpool gerðu 1-1 jafntefli í mánudagsleiknum í enska boltanum. Liverpool komst yfir í fyrri hálfleik en Leeds tryggði sér verðskuldað stig í síðari hálfleik. 19. apríl 2021 20:55 Fréttu af Ofurdeildinni í gær: „Það mikilvægasta við fótboltann eru stuðningsmennirnir“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, lét allt flakka í viðtali fyrir leik Leeds og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en sá þýski var spurður út í hina nýju Ofurdeild. 19. apríl 2021 19:08 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira
Liverpool er eitt þeirra tólf félaga sem komu að stofnun ofurdeildarinnar. Aðspurður í viðtali fyrir leikinn gegn Leeds United í gær kvaðst Klopp ekki vera alltof hrifinn af þessari nýju deild en hann hafi ekki haft neina aðkomu að málinu. Í Monday Night Football á Sky Sports í gær sagði Carragher að stuðningsmenn Liverpool myndu taka til sinna ráða ef Klopp yfirgæfi félagið vegna þátttöku þess í ofurdeildinni. „Ef þessi maður færi frá Liverpool vegna þess eða lenti saman við eigendurna myndu stuðningsmenn Liverpool hrekja þá í burtu á innan við viku. Ég er handviss um það,“ sagði Carragher. „Þessi maður er sá valdamesti hjá félaginu. Það skal enginn halda að þótt Liverpool hafi átt erfitt uppdráttar á tímabilinu og Klopp hafi verið pirraður í nokkrum viðtölum að það sé einn stuðningsmaður Liverpool sem vilji ekki hafa Klopp við stjórnvölinn næstu þrjú til fjögur árin.“ "If that man left #LFC over this, the supporters would have the owners out within a week."@Carra23 highlights the importance of Jurgen Klopp at Liverpool after the manager spoke out against the European Super League. pic.twitter.com/thTDKrCeug— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 20, 2021 Carragher segir að Liverpool sé sérstakt félag að því leyti hversu vinsæll stjóri þess er og í raun vinsælli en leikmennirnir. „Það eru ekki mörg félög þar sem stjórinn er alltaf guðinn, alltaf kóngurinn. Rafa [Benítez], [Bill] Shankly, [Bob] Paisley. Þetta snýst ekki um leikmennina. Þetta snýst allt um stjórann og verður alltaf þannig,“ sagði Carragher. „Það er ekki möguleiki að stuðningsmenn Liverpool myndu taka málsstað eiganda eða stjórnarformanns frekar en málstað stjórans, sérstaklega ekki stjóra sem er jafn valdamikill og farsæll og Jürgen Klopp.“ Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Leeds í ensku úrvalsdeildinni í gær. Sadio Mané kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik en Diego Llorente jafnaði fyrir Leeds skömmu fyrir leikslok.
Enski boltinn Ofurdeildin Tengdar fréttir Neville um Klopp: „Veit ekki af hverju hann er með mig á heilanum“ Jürgen Klopp gagnrýndi Gary Neville fyrir ummæli hans um Liverpool og ofurdeildina eftir jafnteflið gegn Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Neville svaraði með því að segja að Klopp væri með hann á heilanum. 20. apríl 2021 07:30 Jafntefli í skugga ofurdeildarfrétta Leeds og Liverpool gerðu 1-1 jafntefli í mánudagsleiknum í enska boltanum. Liverpool komst yfir í fyrri hálfleik en Leeds tryggði sér verðskuldað stig í síðari hálfleik. 19. apríl 2021 20:55 Fréttu af Ofurdeildinni í gær: „Það mikilvægasta við fótboltann eru stuðningsmennirnir“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, lét allt flakka í viðtali fyrir leik Leeds og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en sá þýski var spurður út í hina nýju Ofurdeild. 19. apríl 2021 19:08 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira
Neville um Klopp: „Veit ekki af hverju hann er með mig á heilanum“ Jürgen Klopp gagnrýndi Gary Neville fyrir ummæli hans um Liverpool og ofurdeildina eftir jafnteflið gegn Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Neville svaraði með því að segja að Klopp væri með hann á heilanum. 20. apríl 2021 07:30
Jafntefli í skugga ofurdeildarfrétta Leeds og Liverpool gerðu 1-1 jafntefli í mánudagsleiknum í enska boltanum. Liverpool komst yfir í fyrri hálfleik en Leeds tryggði sér verðskuldað stig í síðari hálfleik. 19. apríl 2021 20:55
Fréttu af Ofurdeildinni í gær: „Það mikilvægasta við fótboltann eru stuðningsmennirnir“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, lét allt flakka í viðtali fyrir leik Leeds og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en sá þýski var spurður út í hina nýju Ofurdeild. 19. apríl 2021 19:08