Fótbolti

Bayern stað­festa að þeir verða ekki hluti af Ofur­deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Karl-Heinz Rummenigge hefur staðfest að Bayern verði ekki hluti af Ofurdeildinni.
Karl-Heinz Rummenigge hefur staðfest að Bayern verði ekki hluti af Ofurdeildinni. Arne Dedert/Getty

Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern Munchen, segir að þýsku meistararnir og Evrópumeistararnir verði ekki hluti af nýrri Ofurdeild. Það sé alveg klárt.

Í fyrrakvöld bárust fregnir af nýrri Ofurdeild þar sem tólf af stærstu liðum Evrópu hafa tekið sig saman og búið til deild sem á að koma í stað Meistaradeildarinnar.

Sex af liðunum koma frá Englandi en hin liðin koma frá Spáni og Ítalíu. Ekkert liðanna er frá Þýskalandi og Bayern mun að minnsta kosti ekki taka þátt í keppninni, staðfestir Rummenigge.

„Fyrir hönd stjórnarinnar vil ég gera það klárt að Bayern mun ekki verða hluti af Ofurdeildinni. FC Bayern stendur með Bundesligunni. Það hefur alltaf verið ánægjulegt að spila fyrir hönd Þýskalands í Meistaradeildinni,“ sagði Rummenigge.

„Við minnumst þess með bros á vör, sigri okkar í Lissabon í Meistaradeildinni. Þú gleymir ekki svoleiðis minningum. Fyrir FC Bayern mun Meistaradeildin alltaf vera besta keppnin.“

Bayern stóðu uppi sem sigurvegarar í Meistaradeildinni í vor þar sem þeir höfðu betur gegn PSG í úrslitaleiknum en þeir féllu einmitt út fyrir PSG í átta liða úrslitunum í ár.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.