Danir hætta alfarið notkun bóluefnis AstraZeneca Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. apríl 2021 10:47 Mörg Evrópuríki hættu að bólusetja með bóluefni AstraZeneca nú í vor eftir að upp komu tilfelli blóðtappa í fólki sem bólusett hafði verið með efninu. Flest ríkjanna hafa gefið grænt ljós á bólusetningu með efninu á ný, þar á meðal Ísland. Vísir/vilhelm Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að nota bóluefni lyfjaframleiðandans AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Frá þessu er greint í dönskum fjölmiðlum í dag. Notkun bóluefnis AstraZeneca var stöðvuð tímabundið í Danmörku og fleiri Evrópuríkjum, þar á meðal Íslandi, í mars eftir að tilkynnt var um nokkur tilfelli sjaldgæfra blóðtappa hjá fólki sem hafði verið bólusett með efninu. Lyfjastofnun Evrópu gaf það svo út í síðustu viku að áfram væri mælt með notkun bóluefnisins og að ávinningur af efninu vegi þyngra en áhættan. Blóðtappatilfellin væru ákaflega sjaldgæf en þó væru möguleg tengsl milli þeirra og bóluefnisins. Flest ríki sem hættu tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca hafa hafið bólusetningar með efninu að nýju. Það höfðu Danir hins vegar ekki gert - og munu ekki gera úr þessu, samkvæmt fréttum dönsku miðlanna Politiken og TV 2. Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa boðað til blaðamannafundar vegna bóluefnis AstraZeneca klukkan 14 að dönskum tíma í dag. Samkvæmt frétt Politiken hafa Danir samið um kaup á 2,4 milljónum skammta af bóluefni AstraZeneca. Bólusetningu gegn kórónuveirunni í Danmörku mun seinka um nokkrar vikur vegna þessa. Janssen á ís Politiken og TV 2 greina jafnframt frá því að bólusetningu með bóluefni Janssen verði frestað tímabundið í Danmörku vegna tilkynninga um sambærileg blóðtappatilfelli. Fyrstu skammtar af efninu, rúmlega 38 þúsund talsins, komu til Danmerkur í morgun. Janssen tilkynnti í gær að fyrirtækið hygðist fresta dreifingu efnisins í Evrópu. Ákvörðunin var tekin eftir að bandarísk heilbrigðisyfirvöld stöðvuðu tímabundið notkun bóluefnisins vegna áðurnefndra blóðtappatilkynninga. Loks var greint frá því í morgun að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hygðist ekki framlengja samninga sína við framleiðendur svokallaðra genaferjubóluefna á borð við AstraZeneca og Janssen (Johnson & Johnson) sem renna út í árslok. Sambandið muni þess í stað leggja áherslu á kaup á svokölluðu mRNA-bóluefni, líkt og frá Pfizer og Moderna. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Danmörk Tengdar fréttir Framlengja ekki samninga sína við AstraZeneca og Johnson & Johnson Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst ekki framlengja samninga sína við framleiðendur bóluefna á borð AstraZeneca og Johnson & Johnson sem renna út í árslok. 14. apríl 2021 08:13 Fleiri bólusettir í dag en búist var við Fleiri komust að í bólusetningum í dag en gert var ráð fyrir eða hátt í sex þúsund manns. Stefnt er að því að klára að bólusetja alla eldri en sextíu og fimm ára með undirliggjandi sjúkdóma í næstu viku og hefja þá bólusetningu fólks í þeim hópi sem er yngra en sextíu og fjögurra ára. 13. apríl 2021 19:20 Fresta bólusetningu með bóluefni Janssen Þórólfur Guðnason segir að beðið verði með bólusetningar með bóluefni Janssen þar til betri upplýsingar liggja fyrir um mögulegar aukaverkanir. 13. apríl 2021 15:56 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Notkun bóluefnis AstraZeneca var stöðvuð tímabundið í Danmörku og fleiri Evrópuríkjum, þar á meðal Íslandi, í mars eftir að tilkynnt var um nokkur tilfelli sjaldgæfra blóðtappa hjá fólki sem hafði verið bólusett með efninu. Lyfjastofnun Evrópu gaf það svo út í síðustu viku að áfram væri mælt með notkun bóluefnisins og að ávinningur af efninu vegi þyngra en áhættan. Blóðtappatilfellin væru ákaflega sjaldgæf en þó væru möguleg tengsl milli þeirra og bóluefnisins. Flest ríki sem hættu tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca hafa hafið bólusetningar með efninu að nýju. Það höfðu Danir hins vegar ekki gert - og munu ekki gera úr þessu, samkvæmt fréttum dönsku miðlanna Politiken og TV 2. Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa boðað til blaðamannafundar vegna bóluefnis AstraZeneca klukkan 14 að dönskum tíma í dag. Samkvæmt frétt Politiken hafa Danir samið um kaup á 2,4 milljónum skammta af bóluefni AstraZeneca. Bólusetningu gegn kórónuveirunni í Danmörku mun seinka um nokkrar vikur vegna þessa. Janssen á ís Politiken og TV 2 greina jafnframt frá því að bólusetningu með bóluefni Janssen verði frestað tímabundið í Danmörku vegna tilkynninga um sambærileg blóðtappatilfelli. Fyrstu skammtar af efninu, rúmlega 38 þúsund talsins, komu til Danmerkur í morgun. Janssen tilkynnti í gær að fyrirtækið hygðist fresta dreifingu efnisins í Evrópu. Ákvörðunin var tekin eftir að bandarísk heilbrigðisyfirvöld stöðvuðu tímabundið notkun bóluefnisins vegna áðurnefndra blóðtappatilkynninga. Loks var greint frá því í morgun að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hygðist ekki framlengja samninga sína við framleiðendur svokallaðra genaferjubóluefna á borð við AstraZeneca og Janssen (Johnson & Johnson) sem renna út í árslok. Sambandið muni þess í stað leggja áherslu á kaup á svokölluðu mRNA-bóluefni, líkt og frá Pfizer og Moderna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Danmörk Tengdar fréttir Framlengja ekki samninga sína við AstraZeneca og Johnson & Johnson Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst ekki framlengja samninga sína við framleiðendur bóluefna á borð AstraZeneca og Johnson & Johnson sem renna út í árslok. 14. apríl 2021 08:13 Fleiri bólusettir í dag en búist var við Fleiri komust að í bólusetningum í dag en gert var ráð fyrir eða hátt í sex þúsund manns. Stefnt er að því að klára að bólusetja alla eldri en sextíu og fimm ára með undirliggjandi sjúkdóma í næstu viku og hefja þá bólusetningu fólks í þeim hópi sem er yngra en sextíu og fjögurra ára. 13. apríl 2021 19:20 Fresta bólusetningu með bóluefni Janssen Þórólfur Guðnason segir að beðið verði með bólusetningar með bóluefni Janssen þar til betri upplýsingar liggja fyrir um mögulegar aukaverkanir. 13. apríl 2021 15:56 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Framlengja ekki samninga sína við AstraZeneca og Johnson & Johnson Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst ekki framlengja samninga sína við framleiðendur bóluefna á borð AstraZeneca og Johnson & Johnson sem renna út í árslok. 14. apríl 2021 08:13
Fleiri bólusettir í dag en búist var við Fleiri komust að í bólusetningum í dag en gert var ráð fyrir eða hátt í sex þúsund manns. Stefnt er að því að klára að bólusetja alla eldri en sextíu og fimm ára með undirliggjandi sjúkdóma í næstu viku og hefja þá bólusetningu fólks í þeim hópi sem er yngra en sextíu og fjögurra ára. 13. apríl 2021 19:20
Fresta bólusetningu með bóluefni Janssen Þórólfur Guðnason segir að beðið verði með bólusetningar með bóluefni Janssen þar til betri upplýsingar liggja fyrir um mögulegar aukaverkanir. 13. apríl 2021 15:56