Erlent

Fram­lengja ekki samninga sína við AstraZene­ca og John­son & John­son

Atli Ísleifsson skrifar
Ursula von der Leyen er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Ursula von der Leyen er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. AP

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst ekki framlengja samninga sína við framleiðendur bóluefna á borð AstraZeneca og Johnson & Johnson sem renna út í árslok.

Ítalska blaðið La Stampa segir frá þessu og vísar í heimildir innan ítalska heilbrigðisráðuneytisins.

„Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur í samráði við leiðtoga fjölda aðildarríkja, ákveðið að samningar við fyrirtæki sem framleiða genaferjubóluefni (e. viral vector) sem gilda út þetta ár, verði ekki endurnýjaðir þegar gildistími þeirra er liðinn,“ segir í blaðinu, að því er segir í frétt Reuters.

Þar segir ennfremur að sambandið muni þess í stað leggja áherslu á kaup á svokölluðu mRNA bóluefni, líkt og frá Pfizer og Moderna.

Þá segir að framkvæmdastjórn ESB leitar nú frekari skýringa frá Johnson & Johnson vegna „algerlega óvæntrar“ tilkynningar fyrirtækisins í gær um að dreifingu á bóluefni Janssen verði frestað í Evrópu. 

Tilkynningin kom í kjölfar ákvörðunar bandarískra heilbrigðisyirvalda að stöðva tímabundið notkun bóluefnisins vegna tilkynninga um að sex einstaklingar hafi fengið blóðtappa innan við tveimur vikum eftir að hafa fengið sprautu af bóluefninu. Alls hafa 6,5 milljónir manna fengið bóluefni Janssen í Bandaríkjunum.


Tengdar fréttir

Fresta bólusetningu með bóluefni Janssen

Þórólfur Guðnason segir að beðið verði með bólusetningar með bóluefni Janssen þar til betri upplýsingar liggja fyrir um mögulegar aukaverkanir.

Fresta dreifingu á bólu­efni Jans­sen í Evrópu

Bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson hefur ákveðið að fresta dreifingu á Janssen-bóluefninu í Evrópu. Þetta er gert í kjölfar ákvörðunar Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna að stöðva tímabundið notkun bóluefnisins líkt og sagt var frá í morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×