Veður

Lægð beinir til okkar hlýju lofti

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það er spáð fínu veðri í dag víðast hvar.
Það er spáð fínu veðri í dag víðast hvar. Vísir/Sigurjón

Suðvestur af landinu er 1037 millibara lægð sem beinir til okkar hlýrri suðvestanátt. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands segir að í dag verði víða vindur á bilinu fimm til þrettán metrar á sekúndu en norðan- og norðvestanlands verði fimmtán til tuttugu metrar á sekúndu. Í kvöld mun svo hvessa á Austfjörðum.

„Er líður á daginn þykknar upp á vestanverðu landinu og í kvöld verður komin súld eða rigning með köflum þar þó áfram verði bjartviðri austantil. Frostlaust verður á láglendi í dag, hiti 2 til 9 stig,“ segir í hugleiðingunum.

Veðurhorfur á landinu:

Vestan og suðvestan 5-13 m/s og bjartviðri en 15-20 norðan- og norðvestanlands eftir hádegi og austanland seint í kvöld. Þykknar upp vestantil með súld eða lítilsháttar rigningu með köflum síðdegis.

Vestan og suðvestan víða 5-13 en víða hvassara í vindstrengjum við fjöll. Lítilsháttar rigning eða súld um landið noðan- og vestanvert en annars skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hiti 2 til 9 stig.

Á fimmtudag (skírdagur):

Vestan og suðvestan 5-13 m/s, skýjað og dálítil súld um vestan- og norðanvert landið en annars þurrt. Hiti 2 til 8 stig yfir daginn.

Á föstudag (föstudagurinn langi):

Suðvestan 5-13 m/s en heldur hvassara norðvestantil. Skýjað á vesturhelming landsins og súld eða rigning um kvöldið en þurrt og bjart veður eystra. Hiti 4 til 9 stig.

Á laugardag:

Vestan 10-18 m/s en snýst í norðan 10-18 seinnipartinn og um kvöldið. Snjókoma í fyrstu en éljagangur eftir hádegi, einkum norðantil. Ört kólnandi veður, talsvert frost um kvöldið.

Á sunnudag (páskadagur):

Allhvöss eða hvöss norðanátt og snjókoma eða él norðan- og austanlands en bjart með köflum suðvestantil. Áfram talsvert frost.

Á mánudag (annar í páskum) og þriðjudag:

Útlit fyrir breytileg átt, bjartviðri og hiti undir frostmarki.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.