Enski boltinn

Tuttugu þúsund á­horf­endur á úr­slita­leik enska bikarsins?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi og félagar eru komnir í átta liða úrslit enska bikarsins.
Gylfi og félagar eru komnir í átta liða úrslit enska bikarsins. Tony McArdle/Getty

Úrslitaleikur enska bikarsins gæti verið spilaður fyrir framan tuttugu þúsund áhorfendur eftir nýjustu yfirlýsingu ensku ríkisstjórnarinnar.

Enska ríkisstjórnin tilkynnti að úrslitaleikur enska bikarsins yrði hluti af svokölluðum prufu viðburðum til að sjá hvort að hægt verði að koma áhorfendum á EM í sumar.

Evrópumótið fer að hluti til fram í Englandi í sumar og eru vonir þeirra ensku að koma áhorfendum á mótið. Því vilja þeir prufa úrslitaleik enska bikarsins þann 15. maí með áhorfendum og kórónuveiruprófum.

Úrslitaleikur enska deildarbikarsins þann 25. apríl og undanúrslitaleikir enska bikarsins þann 17. apríl gætu einnig fengið leyfi ensku ríkisstjórnarinnar að áhorfendur fái að koma á þá leiki.

Undanúrslitaleikir og úrslitaleikir enska bikarsins fara fram á Wembley í júlí og ef allt fer eftir áætlun gætu allt að fimmtíu þúsund manns komist á þá leiki. Það fari þó allt eftir því hvernig prufu áætlanir ganga eftir.


Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×