Veður

Víða strekkingur eða all­hvasst og rigning

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bolinu núll til átta stig síðdegis, mildast við suðurströndina.
Hiti verður á bolinu núll til átta stig síðdegis, mildast við suðurströndina. Vísir/Vilhelm

Búast má við austan- og norðaustanátt í dag, víða strekkingi eða allhvössum vindi, átta til fimmtán metrar á sekúndu, en heldur hægari á Norðaustur- og Austurlandi. Talsverð rigning suðaustantil á landinu og rigning eða slydda með köflum í öðrum landshlutum eftir hádegi, en snjókoma norðaustanlands.

Frá þessu segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Hiti verður á bolinu núll til átta stig síðdegis, mildast við suðurströndina. Dregur úr vindi og úrkomu í kvöld.

„Norðaustan kaldi á morgun. Snjókoma eða rigning öðru hverju, en þurrt og bjart veður um landið suðvestanvert. Hiti 0 til 6 stig, en kringum frostmark á Norður- og Austurlandi.

Á fimmtudag lægir væntanlega og styttir upp, en um kvöldið er spáð vaxandi suðaustanátt. Á föstudag má búast við stífri sunnanátt með rigningu, þó síst norðaustanlands,“ segir í tilkynningunni.

Spákortið fyrir hádegið eins og það leit út í morgun.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Norðaustan 5-13 m/s. Snjókoma eða rigning með köflum N- og A-lands, hiti kringum frostmark. Yfirleitt þurrt á S- og V-landi og hiti að 5 stigum yfir daginn.

Á fimmtudag: Hæg norðlæg og síðar breytileg átt. Léttskýjað um landið S-vert, en dálítil snjókoma í fyrstu N-lands. Víða vægt frost, en hiti 0 til 5 stig sunnan heiða. Vaxandi suðaustanátt um kvöldið og þykknar upp á S- og V-landi.

Á föstudag: Sunnan 10-18 m/s og rigning, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 3 til 9 stig.

Á laugardag: Stíf sunnanátt og rigning, en þurrt að kalla norðaustantil á landinu. Vestlægari um kvöldið með skúrum eða éljum og kólnar í veðri.

Á sunnudag: Suðvestanátt með éljum, en þurrt NA- og A-lands. Hiti um og yfir frostmarki.

Á mánudag: Útlit fyrir suðvestanátt með dálitlum éljum vestantil á landinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.