Uppfært: Í fyrstu fréttum danskra fjölmiðla kom fram að mennirnir væru allir Íslendingar. Nú hefur komið fram að árásarmaðurinn hafi verið sænskur ríkisborgari og einn að verki. Sjá hér.
Ekstrabladet segir frá þessu, en strætisvagnabílstjórinn, sem er 71 árs, var fluttur á sjúkrahús eftir árásina. Þar segir að tveir mannanna séu 23 ára og einn 51 árs.
Fyrir árásina hafði einn stolið úr matvöruverslun Dagli'Brugsen í Højer skammt frá. Hafði hann falið áfengi innan klæða og þegar starfsmaður gekk á hann hafi maðurinn haft í hótunum og svo stungið af.
Mennirnir eru sagðir hafa slegið og sparkað í höfuð bílstjórans. Hann ku þó ekki vera í lífshættu.
Í greininni er sérstaklega tekið fram að enginn mannanna sé skráður til heimilis í Danmörku.
Fréttin hefur verið uppfærð.