Erlent

Á­rásar­maðurinn í Tønder reyndist Svíi

Atli Ísleifsson skrifar
Strætisvagnabílstjórinn, sem er 71 árs, var fluttur á sjúkrahús eftir árásina en er ekki talinn vera í lífshættu.
Strætisvagnabílstjórinn, sem er 71 árs, var fluttur á sjúkrahús eftir árásina en er ekki talinn vera í lífshættu. Getty/Davut Çolak

Maður sem réðst á strætisvagnabílstjóra í Tønder á Suður-Jótlandi í Danmörku reyndist vera Svíi, en ekki Íslendingur líkt og fyrstu fréttir danskra fjölmiðla sögðu til um.

Frá þessu segir í frétt JydskeVestkysten. Danskir fjölmiðlar sögðu frá því í morgun að þrír Íslendingar hefðu verið handteknir eftir að hafa ráðist á strætisvagnabílstjóra sem hafði krafist þess að þeir notuðu grímu um borð og greiddu sömuleiðis fargjald.

Er árásarmaðurinn nú sagður hafa verið einn að verki og sænskur ríkisborgari. Hann verður leiddur fyrir dómara í Sønderborg síðar í dag, en hinum tveimur mönnunum, sem talið var að hafi verið vitorðsmenn árásarmannsins, var sleppt að lokinni yfirheyrslu.

Strætisvagnabílstjórinn, sem er 71 árs, var fluttur á sjúkrahús eftir árásina en er ekki talinn vera í lífshættu. Árásarmaðurinn bæði sparkaði og sló í höfuð bílstjórans.

Áður en árásarmaðurinn réðst á bílstjórann er hann talinn hafa stolið áfengisflöskum úr matvöruverslun í bænum Højer. Hafi hann haft í hótunum og lagst á flótta eftir að starfsmaður verslunarinnar hafði beðið hann um að skila flöskunum.

RÚV greindi fyrst frá þessum nýjustu vendingum í málinu.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.