Lyfjastofnun Evrópu samþykkir dreifingu bóluefnis Moderna Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. janúar 2021 12:34 Bóluefni Moderna verður fljótlega dreift um Evrópu. Getty Lyfjastofnun Evrópu ákvað á fundi sínum í dag að mæla með skilyrtu markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna í Evrópu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins afgreiði leyfið í dag og dreifing á bóluefninu hefjist fljótlega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lyfjastofnun Evrópu nú skömmu eftir hádegi. Þá er búist við að markaðsleyfi fyrir bóluefninu fáist á Íslandi strax og leyfið liggur fyrir í Evrópu, einnig í dag. Bóluefni Moderna er annað bóluefnið gegn kórónuveirunni sem Lyfjastofnun Evrópu samþykkir en bóluefni Pfizer og BioNTech fékk skilyrt markaðsleyfi í Evrópu í desember. Bólusetningar hófust í álfunni fyrir áramót. Bólusetningar með Moderna-bóluefninu eru þegar hafnar í löndum á borð við Bandaríkin og Kanada. Í tilkynningu Lyfjastofnunar Evrópu segir að bóluefnið sé öruggt og muni reynast enn eitt vopnið í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Rannsóknir á bóluefni Moderna sýna að það veiti um 94 prósent vörn gegn veirunni. Bóluefnið er gefið í tveimur skömmtum, líkt og bóluefni Pfizer, og byggir einnig á svokallaðri mRNA-tækni. Ísland hefur tryggt sér 128 þúsund skammta af bóluefni Moderna sem duga fyrir 64 þúsund manns. Tilkynnt var í gær að von væri á samtals fimm þúsund skömmtum af bóluefninu til landsins í janúar og febrúar, sem duga fyrir 2.500 manns. Eftir febrúar er gert ráð fyrir að afhending verði hraðari. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Tæki allt að tvo mánuði að meta hálfa skammtastærð Yfirvöld í Bandaríkjunum vilja kanna hvort mögulegt sé að helminga skammtastærðir af bóluefni Moderna til þess að ná að bólusetja fleiri, eftir að ljóst varð að ekki myndi nást að bólusetja jafn marga og vonir stóðu til á fyrstu stigum. 5. janúar 2021 22:58 „Vonandi kemur að því að við getum boðið þeim upp á alveg eðlilegt líf“ Þrátt fyrir að fleiri framhaldsskólanemar hafi fengið að fara í skólann í dag en síðustu mánuði þá er skólastarf enn langt frá því að vera með eðlilegum hætti. Enda félagslíf og annað slíkt ekki í boði. 5. janúar 2021 20:00 Fimm þúsund skammtar frá Moderna væntanlegir í janúar og febrúar Gert er ráð fyrir að Ísland fái samtals fimm þúsund skammta af bóluefni Moderna í janúar og febrúar, sem duga fyrir 2.500 manns. Eftir það verði afhending hraðari. Alls á Ísland von á 128 þúsund skömmtum frá Moderna sem duga fyrir 64 þúsund manns. 5. janúar 2021 14:12 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lyfjastofnun Evrópu nú skömmu eftir hádegi. Þá er búist við að markaðsleyfi fyrir bóluefninu fáist á Íslandi strax og leyfið liggur fyrir í Evrópu, einnig í dag. Bóluefni Moderna er annað bóluefnið gegn kórónuveirunni sem Lyfjastofnun Evrópu samþykkir en bóluefni Pfizer og BioNTech fékk skilyrt markaðsleyfi í Evrópu í desember. Bólusetningar hófust í álfunni fyrir áramót. Bólusetningar með Moderna-bóluefninu eru þegar hafnar í löndum á borð við Bandaríkin og Kanada. Í tilkynningu Lyfjastofnunar Evrópu segir að bóluefnið sé öruggt og muni reynast enn eitt vopnið í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Rannsóknir á bóluefni Moderna sýna að það veiti um 94 prósent vörn gegn veirunni. Bóluefnið er gefið í tveimur skömmtum, líkt og bóluefni Pfizer, og byggir einnig á svokallaðri mRNA-tækni. Ísland hefur tryggt sér 128 þúsund skammta af bóluefni Moderna sem duga fyrir 64 þúsund manns. Tilkynnt var í gær að von væri á samtals fimm þúsund skömmtum af bóluefninu til landsins í janúar og febrúar, sem duga fyrir 2.500 manns. Eftir febrúar er gert ráð fyrir að afhending verði hraðari. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Tæki allt að tvo mánuði að meta hálfa skammtastærð Yfirvöld í Bandaríkjunum vilja kanna hvort mögulegt sé að helminga skammtastærðir af bóluefni Moderna til þess að ná að bólusetja fleiri, eftir að ljóst varð að ekki myndi nást að bólusetja jafn marga og vonir stóðu til á fyrstu stigum. 5. janúar 2021 22:58 „Vonandi kemur að því að við getum boðið þeim upp á alveg eðlilegt líf“ Þrátt fyrir að fleiri framhaldsskólanemar hafi fengið að fara í skólann í dag en síðustu mánuði þá er skólastarf enn langt frá því að vera með eðlilegum hætti. Enda félagslíf og annað slíkt ekki í boði. 5. janúar 2021 20:00 Fimm þúsund skammtar frá Moderna væntanlegir í janúar og febrúar Gert er ráð fyrir að Ísland fái samtals fimm þúsund skammta af bóluefni Moderna í janúar og febrúar, sem duga fyrir 2.500 manns. Eftir það verði afhending hraðari. Alls á Ísland von á 128 þúsund skömmtum frá Moderna sem duga fyrir 64 þúsund manns. 5. janúar 2021 14:12 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Tæki allt að tvo mánuði að meta hálfa skammtastærð Yfirvöld í Bandaríkjunum vilja kanna hvort mögulegt sé að helminga skammtastærðir af bóluefni Moderna til þess að ná að bólusetja fleiri, eftir að ljóst varð að ekki myndi nást að bólusetja jafn marga og vonir stóðu til á fyrstu stigum. 5. janúar 2021 22:58
„Vonandi kemur að því að við getum boðið þeim upp á alveg eðlilegt líf“ Þrátt fyrir að fleiri framhaldsskólanemar hafi fengið að fara í skólann í dag en síðustu mánuði þá er skólastarf enn langt frá því að vera með eðlilegum hætti. Enda félagslíf og annað slíkt ekki í boði. 5. janúar 2021 20:00
Fimm þúsund skammtar frá Moderna væntanlegir í janúar og febrúar Gert er ráð fyrir að Ísland fái samtals fimm þúsund skammta af bóluefni Moderna í janúar og febrúar, sem duga fyrir 2.500 manns. Eftir það verði afhending hraðari. Alls á Ísland von á 128 þúsund skömmtum frá Moderna sem duga fyrir 64 þúsund manns. 5. janúar 2021 14:12