Fimm þúsund skammtar frá Moderna væntanlegir í janúar og febrúar Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. janúar 2021 14:12 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir að Ísland fái samtals fimm þúsund skammta af bóluefni Moderna í janúar og febrúar, sem duga fyrir 2.500 manns. Eftir það verði afhending hraðari. Alls á Ísland von á 128 þúsund skömmtum frá Moderna sem duga fyrir 64 þúsund manns. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu í dag en ekkert hefur legið fyrir um afhendingu bóluefnis Moderna fyrr en nú. Vonir standa til að Moderna fái markaðsleyfi í Evrópu eftir fund Evrópsku lyfjastofnunarinnar á morgun. Lyfjastofnun Íslands mun í kjölfarið gefa út leyfi hér á landi, sem gert er ráð fyrir að gangi hratt fyrir sig. Í tilkynningu segir að skammtarnir sem Ísland fær í janúar og febrúar séu hlutfallslega jafnmargir og aðrar þjóðir í Evrópusamstarfi um kaup á bóluefnum fá. Líkt og áður segir fær Ísland fimm þúsund skammta sem deilast munu niður á mánuðina tvo. Ekki kemur fram í tilkynningu hversu margir skammtar koma hvorum mánuði. Meira bóluefni frá Pfizer ekki útilokað Fyrir áramót komu til Íslands tíu þúsund skammtar af bóluefni frá Pfizer. Fyrir liggur að á fyrsta ársfjórðungi þessa árs fær Íslands að lágmarki 45 þúsund skammta til viðbótar. Næsta afhending er áætluð 20 janúar. Skömmu fyrir áramót gerði Ísland samning við Pfizer um áttatíu þúsund bóluefnaskammta til viðbótar þeim 170 þúsund skömmtum sem áður hafði verið samið um. Ekki er útilokað að meira bóluefni berist frá Pfizer á fyrsta ársfjórðungi vegna viðbótarsamningsins, að því er segir í tilkynningu ráðuneytisins. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Segja umræðuna ekki eiga að snúast um færni starfsfólks Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins áréttar að blöndun og meðhöndlun bóluefnis Pfizer hafi að öllu leyti farið eftir leiðbeiningum markaðsleyfishafa og fyrirmælum Lyfjastofnunar og Embættis landlæknis. Umræða um blöndunina eigi ekki að snúast um færni starfsfólks heldur hvort farið sé eftir leiðbeiningum. 5. janúar 2021 14:04 Mikilvægt að fá skýringar á andlátum fyrir næsta skammt af bóluefni Fjögur andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna mögulegra tengsla við bólusetningu við Covid-19. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fá betri mynd af því hvort andlátin megi rekja til bólusetningar áður en seinni skammtur efnisins verður gefinn. 5. janúar 2021 11:58 Treysta á mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar Íslensk heilbrigðisyfirvöld árétta að þau treysti á mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) á öryggi, gæðum og virkni bóluefna gegn kórónuveirunni. Þá benda stjórnvöld á að með tímabundnu neyðarleyfi, líkt og Bretland veitti fyrir notkun bóluefnis AstraZeneca, séu ekki gerðar jafnríkar kröfur til bóluefnanna og EMA gerir með skilyrtu markaðsleyfi. 5. janúar 2021 10:57 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu í dag en ekkert hefur legið fyrir um afhendingu bóluefnis Moderna fyrr en nú. Vonir standa til að Moderna fái markaðsleyfi í Evrópu eftir fund Evrópsku lyfjastofnunarinnar á morgun. Lyfjastofnun Íslands mun í kjölfarið gefa út leyfi hér á landi, sem gert er ráð fyrir að gangi hratt fyrir sig. Í tilkynningu segir að skammtarnir sem Ísland fær í janúar og febrúar séu hlutfallslega jafnmargir og aðrar þjóðir í Evrópusamstarfi um kaup á bóluefnum fá. Líkt og áður segir fær Ísland fimm þúsund skammta sem deilast munu niður á mánuðina tvo. Ekki kemur fram í tilkynningu hversu margir skammtar koma hvorum mánuði. Meira bóluefni frá Pfizer ekki útilokað Fyrir áramót komu til Íslands tíu þúsund skammtar af bóluefni frá Pfizer. Fyrir liggur að á fyrsta ársfjórðungi þessa árs fær Íslands að lágmarki 45 þúsund skammta til viðbótar. Næsta afhending er áætluð 20 janúar. Skömmu fyrir áramót gerði Ísland samning við Pfizer um áttatíu þúsund bóluefnaskammta til viðbótar þeim 170 þúsund skömmtum sem áður hafði verið samið um. Ekki er útilokað að meira bóluefni berist frá Pfizer á fyrsta ársfjórðungi vegna viðbótarsamningsins, að því er segir í tilkynningu ráðuneytisins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Segja umræðuna ekki eiga að snúast um færni starfsfólks Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins áréttar að blöndun og meðhöndlun bóluefnis Pfizer hafi að öllu leyti farið eftir leiðbeiningum markaðsleyfishafa og fyrirmælum Lyfjastofnunar og Embættis landlæknis. Umræða um blöndunina eigi ekki að snúast um færni starfsfólks heldur hvort farið sé eftir leiðbeiningum. 5. janúar 2021 14:04 Mikilvægt að fá skýringar á andlátum fyrir næsta skammt af bóluefni Fjögur andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna mögulegra tengsla við bólusetningu við Covid-19. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fá betri mynd af því hvort andlátin megi rekja til bólusetningar áður en seinni skammtur efnisins verður gefinn. 5. janúar 2021 11:58 Treysta á mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar Íslensk heilbrigðisyfirvöld árétta að þau treysti á mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) á öryggi, gæðum og virkni bóluefna gegn kórónuveirunni. Þá benda stjórnvöld á að með tímabundnu neyðarleyfi, líkt og Bretland veitti fyrir notkun bóluefnis AstraZeneca, séu ekki gerðar jafnríkar kröfur til bóluefnanna og EMA gerir með skilyrtu markaðsleyfi. 5. janúar 2021 10:57 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Segja umræðuna ekki eiga að snúast um færni starfsfólks Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins áréttar að blöndun og meðhöndlun bóluefnis Pfizer hafi að öllu leyti farið eftir leiðbeiningum markaðsleyfishafa og fyrirmælum Lyfjastofnunar og Embættis landlæknis. Umræða um blöndunina eigi ekki að snúast um færni starfsfólks heldur hvort farið sé eftir leiðbeiningum. 5. janúar 2021 14:04
Mikilvægt að fá skýringar á andlátum fyrir næsta skammt af bóluefni Fjögur andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna mögulegra tengsla við bólusetningu við Covid-19. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fá betri mynd af því hvort andlátin megi rekja til bólusetningar áður en seinni skammtur efnisins verður gefinn. 5. janúar 2021 11:58
Treysta á mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar Íslensk heilbrigðisyfirvöld árétta að þau treysti á mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) á öryggi, gæðum og virkni bóluefna gegn kórónuveirunni. Þá benda stjórnvöld á að með tímabundnu neyðarleyfi, líkt og Bretland veitti fyrir notkun bóluefnis AstraZeneca, séu ekki gerðar jafnríkar kröfur til bóluefnanna og EMA gerir með skilyrtu markaðsleyfi. 5. janúar 2021 10:57