Fimm þúsund skammtar frá Moderna væntanlegir í janúar og febrúar Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. janúar 2021 14:12 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir að Ísland fái samtals fimm þúsund skammta af bóluefni Moderna í janúar og febrúar, sem duga fyrir 2.500 manns. Eftir það verði afhending hraðari. Alls á Ísland von á 128 þúsund skömmtum frá Moderna sem duga fyrir 64 þúsund manns. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu í dag en ekkert hefur legið fyrir um afhendingu bóluefnis Moderna fyrr en nú. Vonir standa til að Moderna fái markaðsleyfi í Evrópu eftir fund Evrópsku lyfjastofnunarinnar á morgun. Lyfjastofnun Íslands mun í kjölfarið gefa út leyfi hér á landi, sem gert er ráð fyrir að gangi hratt fyrir sig. Í tilkynningu segir að skammtarnir sem Ísland fær í janúar og febrúar séu hlutfallslega jafnmargir og aðrar þjóðir í Evrópusamstarfi um kaup á bóluefnum fá. Líkt og áður segir fær Ísland fimm þúsund skammta sem deilast munu niður á mánuðina tvo. Ekki kemur fram í tilkynningu hversu margir skammtar koma hvorum mánuði. Meira bóluefni frá Pfizer ekki útilokað Fyrir áramót komu til Íslands tíu þúsund skammtar af bóluefni frá Pfizer. Fyrir liggur að á fyrsta ársfjórðungi þessa árs fær Íslands að lágmarki 45 þúsund skammta til viðbótar. Næsta afhending er áætluð 20 janúar. Skömmu fyrir áramót gerði Ísland samning við Pfizer um áttatíu þúsund bóluefnaskammta til viðbótar þeim 170 þúsund skömmtum sem áður hafði verið samið um. Ekki er útilokað að meira bóluefni berist frá Pfizer á fyrsta ársfjórðungi vegna viðbótarsamningsins, að því er segir í tilkynningu ráðuneytisins. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Segja umræðuna ekki eiga að snúast um færni starfsfólks Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins áréttar að blöndun og meðhöndlun bóluefnis Pfizer hafi að öllu leyti farið eftir leiðbeiningum markaðsleyfishafa og fyrirmælum Lyfjastofnunar og Embættis landlæknis. Umræða um blöndunina eigi ekki að snúast um færni starfsfólks heldur hvort farið sé eftir leiðbeiningum. 5. janúar 2021 14:04 Mikilvægt að fá skýringar á andlátum fyrir næsta skammt af bóluefni Fjögur andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna mögulegra tengsla við bólusetningu við Covid-19. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fá betri mynd af því hvort andlátin megi rekja til bólusetningar áður en seinni skammtur efnisins verður gefinn. 5. janúar 2021 11:58 Treysta á mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar Íslensk heilbrigðisyfirvöld árétta að þau treysti á mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) á öryggi, gæðum og virkni bóluefna gegn kórónuveirunni. Þá benda stjórnvöld á að með tímabundnu neyðarleyfi, líkt og Bretland veitti fyrir notkun bóluefnis AstraZeneca, séu ekki gerðar jafnríkar kröfur til bóluefnanna og EMA gerir með skilyrtu markaðsleyfi. 5. janúar 2021 10:57 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu í dag en ekkert hefur legið fyrir um afhendingu bóluefnis Moderna fyrr en nú. Vonir standa til að Moderna fái markaðsleyfi í Evrópu eftir fund Evrópsku lyfjastofnunarinnar á morgun. Lyfjastofnun Íslands mun í kjölfarið gefa út leyfi hér á landi, sem gert er ráð fyrir að gangi hratt fyrir sig. Í tilkynningu segir að skammtarnir sem Ísland fær í janúar og febrúar séu hlutfallslega jafnmargir og aðrar þjóðir í Evrópusamstarfi um kaup á bóluefnum fá. Líkt og áður segir fær Ísland fimm þúsund skammta sem deilast munu niður á mánuðina tvo. Ekki kemur fram í tilkynningu hversu margir skammtar koma hvorum mánuði. Meira bóluefni frá Pfizer ekki útilokað Fyrir áramót komu til Íslands tíu þúsund skammtar af bóluefni frá Pfizer. Fyrir liggur að á fyrsta ársfjórðungi þessa árs fær Íslands að lágmarki 45 þúsund skammta til viðbótar. Næsta afhending er áætluð 20 janúar. Skömmu fyrir áramót gerði Ísland samning við Pfizer um áttatíu þúsund bóluefnaskammta til viðbótar þeim 170 þúsund skömmtum sem áður hafði verið samið um. Ekki er útilokað að meira bóluefni berist frá Pfizer á fyrsta ársfjórðungi vegna viðbótarsamningsins, að því er segir í tilkynningu ráðuneytisins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Segja umræðuna ekki eiga að snúast um færni starfsfólks Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins áréttar að blöndun og meðhöndlun bóluefnis Pfizer hafi að öllu leyti farið eftir leiðbeiningum markaðsleyfishafa og fyrirmælum Lyfjastofnunar og Embættis landlæknis. Umræða um blöndunina eigi ekki að snúast um færni starfsfólks heldur hvort farið sé eftir leiðbeiningum. 5. janúar 2021 14:04 Mikilvægt að fá skýringar á andlátum fyrir næsta skammt af bóluefni Fjögur andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna mögulegra tengsla við bólusetningu við Covid-19. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fá betri mynd af því hvort andlátin megi rekja til bólusetningar áður en seinni skammtur efnisins verður gefinn. 5. janúar 2021 11:58 Treysta á mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar Íslensk heilbrigðisyfirvöld árétta að þau treysti á mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) á öryggi, gæðum og virkni bóluefna gegn kórónuveirunni. Þá benda stjórnvöld á að með tímabundnu neyðarleyfi, líkt og Bretland veitti fyrir notkun bóluefnis AstraZeneca, séu ekki gerðar jafnríkar kröfur til bóluefnanna og EMA gerir með skilyrtu markaðsleyfi. 5. janúar 2021 10:57 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Segja umræðuna ekki eiga að snúast um færni starfsfólks Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins áréttar að blöndun og meðhöndlun bóluefnis Pfizer hafi að öllu leyti farið eftir leiðbeiningum markaðsleyfishafa og fyrirmælum Lyfjastofnunar og Embættis landlæknis. Umræða um blöndunina eigi ekki að snúast um færni starfsfólks heldur hvort farið sé eftir leiðbeiningum. 5. janúar 2021 14:04
Mikilvægt að fá skýringar á andlátum fyrir næsta skammt af bóluefni Fjögur andlát hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar vegna mögulegra tengsla við bólusetningu við Covid-19. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fá betri mynd af því hvort andlátin megi rekja til bólusetningar áður en seinni skammtur efnisins verður gefinn. 5. janúar 2021 11:58
Treysta á mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar Íslensk heilbrigðisyfirvöld árétta að þau treysti á mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) á öryggi, gæðum og virkni bóluefna gegn kórónuveirunni. Þá benda stjórnvöld á að með tímabundnu neyðarleyfi, líkt og Bretland veitti fyrir notkun bóluefnis AstraZeneca, séu ekki gerðar jafnríkar kröfur til bóluefnanna og EMA gerir með skilyrtu markaðsleyfi. 5. janúar 2021 10:57