Lyfjastofnun klár um leið og leyfi Moderna liggur fyrir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. janúar 2021 12:10 Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands. vísir/Egill Aðalsteinsson Búist er við því að bóluefni Moderna fái markaðsleyfi hér á landi á morgun og forstjóri Lyfjastofnunar gerir ráð fyrir að dreifing hefjist fljótlega. Íslendingar hafa samið um að fá skammta frá Moderna fyrir 64 þúsund manns. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun funda um leyfi fyrir bóluefni Moderna klukkan tvö í dag. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands, segir Lyfjastofnun vinna út frá því að mælt verði með útgáfu leyfis og að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni í kjölfarið gefa út markaðsleyfi. Lyfjastofnun mun þá næst gefa út markaðsleyfi fyrir Ísland. „Hvort sem það verður í nákvæmlega í dag eða snemma í fyrramálið sem það mun liggja fyrir. Við erum bara klár með okkar fólk um leið og við sjáum hvað kemur út úr þessum fundi,“ segir Rúna. Íslendingar hafa samið við Moderna um bóluefni fyrir 64 þúsund manns og samkvæmt nýjustu upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu er gert ráð fyrir afhendingu þess á fyrsta ársfjórðungi. Gert er ráð fyrir að sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu muni mæla með útgáfu markaðsleyfis bóluefnis Moderna í dag. Rúna gerir ráð fyrir að farið verði að dreifa bóluefninu í Evrópu í samræmi við samninga eftir að leyfið liggur fyrir. Líkt og með bóluefni Pfizer mun Distica sjá um dreifingu hér á landi en ekki hafa verið gefnar upp dagsetningar á komu efnisins til landsins. „Það er ekki búið að framleiða upp í alla þessa samninga en það er verið að framleiða upp í pantanir. Framleiðendurnir eru að auka framleiðslu sína. Þeir eru með birgðir til staðar og eru að setja allt í gang við að framleiða.“ Búist er við að bóluefni AstraZeneca fá næst leyfi en íslensk stjórnvöld hafa samið um skammta fyrir 115 þúsund manns af því. „Það er í áfangamati hjá Evrópsku lyfjastofnuninni. Nákvæmar dagsetningar á þeim fundi, það gæti bara skýrst í þessari viku.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fleiri fréttir Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sjá meira
Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun funda um leyfi fyrir bóluefni Moderna klukkan tvö í dag. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands, segir Lyfjastofnun vinna út frá því að mælt verði með útgáfu leyfis og að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni í kjölfarið gefa út markaðsleyfi. Lyfjastofnun mun þá næst gefa út markaðsleyfi fyrir Ísland. „Hvort sem það verður í nákvæmlega í dag eða snemma í fyrramálið sem það mun liggja fyrir. Við erum bara klár með okkar fólk um leið og við sjáum hvað kemur út úr þessum fundi,“ segir Rúna. Íslendingar hafa samið við Moderna um bóluefni fyrir 64 þúsund manns og samkvæmt nýjustu upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu er gert ráð fyrir afhendingu þess á fyrsta ársfjórðungi. Gert er ráð fyrir að sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu muni mæla með útgáfu markaðsleyfis bóluefnis Moderna í dag. Rúna gerir ráð fyrir að farið verði að dreifa bóluefninu í Evrópu í samræmi við samninga eftir að leyfið liggur fyrir. Líkt og með bóluefni Pfizer mun Distica sjá um dreifingu hér á landi en ekki hafa verið gefnar upp dagsetningar á komu efnisins til landsins. „Það er ekki búið að framleiða upp í alla þessa samninga en það er verið að framleiða upp í pantanir. Framleiðendurnir eru að auka framleiðslu sína. Þeir eru með birgðir til staðar og eru að setja allt í gang við að framleiða.“ Búist er við að bóluefni AstraZeneca fá næst leyfi en íslensk stjórnvöld hafa samið um skammta fyrir 115 þúsund manns af því. „Það er í áfangamati hjá Evrópsku lyfjastofnuninni. Nákvæmar dagsetningar á þeim fundi, það gæti bara skýrst í þessari viku.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fleiri fréttir Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sjá meira