Íslenski boltinn

Geir segir stöðu knattspyrnufélaga verri en í hruninu

Sindri Sverrisson skrifar
Geir Þorsteinsson mætti í settið og ræddi við Henry Birgi Gunnarsson og Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag.
Geir Þorsteinsson mætti í settið og ræddi við Henry Birgi Gunnarsson og Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. MYND/STÖÐ 2 SPORT

Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ og nú framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA, segir knattspyrnufélög vera að lenda í verri fjárhagslegri stöðu nú en eftir efnahagshrunið 2008.

Útbreiðsla kórónuveirunnar hefur leitt til þess að allt íþróttastarf liggur niðri og á meðan á samkomubanni stendur er nær ómögulegt fyrir íþróttafélög að skapa sér tekjur. Geir ræddi þessi mál í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport þar sem hann var gestur:

„Knattspyrnufélögin eru með mestu veltuna, þar er mest undir, og þess vegna er fallið fyrir okkur mest. Hversu lengi þetta varir veit ég ekki. Það er svo margt í okkar starfi sem snýst um að fá tekjur af viðburðum, og til að hafa tekjur fyrir þessu öllu erum við farin að skipuleggja ýmsa aðra viðburði eins og herrakvöld og konukvöld, eitt og annað og auðvitað knattspyrnumót, til þess að geta lifað og gert allt sem við ætlum að gera.

Það er óvissa um þetta allt saman í okkar umhverfi; hvenær verður slakað á þessu samkomubanni og hvenær við getum fengið fólk á okkar viðburði. Þess vegna, á meðan svo er, er geta okkar til að uppfylla samninga eða gera nýja samninga… Ja, þið getið spáð og ég get spáð en þetta er bara ekki á betri grunni en þetta í dag,“ sagði Geir.

Klippa: Sportið í dag - Geir um fjárhagsstöðu félaga

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.


Tengdar fréttir

Geir Þorsteinsson til starfa hjá ÍA

Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.