Segir að launin í íslenskum fótbolta séu ekki of há Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. apríl 2020 15:40 Geir Þorsteinsson er nýtekinn við sem framkvæmdastjóri ÍA. vísir/vilhelm Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ og núverandi framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA, segir að laun íslenskra fótboltamanna séu ekki of há. „Nei, heilt yfir alls ekki,“ sagði Geir í samtali við Henry Birgi Gunnarsson og Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Hann segir að sífellt sé klifað á því að íslenskir fótboltamenn fái of há laun. „Það er sorglegt að horfa upp á að þetta mikla afreksstarf sem hefur verið byggt upp, að mestu af sjálfboðaliðum, nokkrum starfsmönnum félaganna og mjög skipulögðu yngri flokka starfi í gegnum langa tíð, að við fáum sífellt á okkur þessa sömu spólu að við borgum leikmönnum alltof mikið.“ Geir segir að launin í íslenskum fótbolta séu ekki nógu há til að lifa af þeim einum saman. „Þetta er atvinnugrein eins og hvað annað. Við höfum ekki byggt laun til þessara leikmanna eða afreksgreiðslur, hvaða nafni sem við nefnum það, á framlögum frá hinu opinbera eða sveitarfélögum. Þetta hefur verið sjálfsafla fé,“ sagði Geir. „Ég þekki það kannski manna best að stundum hafa félög samið af sér eða um of háar greiðslur og lent illa í því. En heilt yfir er þetta á eðlilegum stað. Megnið af íslenskum leikmönnum vinnur annars staðar með eða er í námi því þeir munu aldrei lifa á þessum tekjum.“ Geir segir að kröfurnar á íslenska fótboltamenn í fremstu röð séu miklar. „Þeir vinna fullt starf og þurfa að sýna gríðarlegan aga og vinnusemi. Þeir æfa nánast alla daga vikunnar, megnið af árinu, til að ná árangri. Kröfurnar á knattspyrnumenn eru gríðarlegar. Þeir geta ekki lifað á fótboltanum einum saman,“ sagði Geir. Klippa: Sportið í dag: Geir Þorsteins um laun íslenskra leikmanna Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Sportið í dag Kjaramál Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ og núverandi framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA, segir að laun íslenskra fótboltamanna séu ekki of há. „Nei, heilt yfir alls ekki,“ sagði Geir í samtali við Henry Birgi Gunnarsson og Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Hann segir að sífellt sé klifað á því að íslenskir fótboltamenn fái of há laun. „Það er sorglegt að horfa upp á að þetta mikla afreksstarf sem hefur verið byggt upp, að mestu af sjálfboðaliðum, nokkrum starfsmönnum félaganna og mjög skipulögðu yngri flokka starfi í gegnum langa tíð, að við fáum sífellt á okkur þessa sömu spólu að við borgum leikmönnum alltof mikið.“ Geir segir að launin í íslenskum fótbolta séu ekki nógu há til að lifa af þeim einum saman. „Þetta er atvinnugrein eins og hvað annað. Við höfum ekki byggt laun til þessara leikmanna eða afreksgreiðslur, hvaða nafni sem við nefnum það, á framlögum frá hinu opinbera eða sveitarfélögum. Þetta hefur verið sjálfsafla fé,“ sagði Geir. „Ég þekki það kannski manna best að stundum hafa félög samið af sér eða um of háar greiðslur og lent illa í því. En heilt yfir er þetta á eðlilegum stað. Megnið af íslenskum leikmönnum vinnur annars staðar með eða er í námi því þeir munu aldrei lifa á þessum tekjum.“ Geir segir að kröfurnar á íslenska fótboltamenn í fremstu röð séu miklar. „Þeir vinna fullt starf og þurfa að sýna gríðarlegan aga og vinnusemi. Þeir æfa nánast alla daga vikunnar, megnið af árinu, til að ná árangri. Kröfurnar á knattspyrnumenn eru gríðarlegar. Þeir geta ekki lifað á fótboltanum einum saman,“ sagði Geir. Klippa: Sportið í dag: Geir Þorsteins um laun íslenskra leikmanna Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Sportið í dag Kjaramál Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira