Íslenski boltinn

Geir Þorsteinsson til starfa hjá ÍA

Sindri Sverrisson skrifar
Geir Þorsteinsson og Guðni Bergsson háðu kosningabaráttu um formannsembættið hjá KSÍ í fyrra þar sem Guðni hafði betur.
Geir Þorsteinsson og Guðni Bergsson háðu kosningabaráttu um formannsembættið hjá KSÍ í fyrra þar sem Guðni hafði betur. VÍSIR/VILHELM

Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA.

Geir tekur við starfinu af Sigurði Þór Sigursteinssyni og ljóst að vandfundinn er reynslumeiri maður í starfið.

„Eftir áhugaverð störf að knattspyrnumálum utan Íslands er gott að vera kominn aftur í íslenska boltann. Knattspyrnufélag ÍA er leiðandi félag í íslenskri knattspyrnu sem stefnir á toppinn. Ég hlakka til að takast á við krefjandi áskoranir í góðu samtarfi við félagsmenn og stuðningsmenn ÍA,“ segir Geir á heimasíðu ÍA.

Geir var formaður KSÍ á árunum 2007-2017 og áður framkvæmdastjóri sambandsins í áratug. Hann hefur setið í nefndum fyrir Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, frá 1998 og Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA frá 2007. Undanfarið hefur Geir sinnt sérstökum verkefnum fyrir UEFA og FIFA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×