Trump fer fram hjá þinginu til að selja Sádum vopn Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2019 10:24 Ekkert þing, ekkert vandamál. Trump reiðir sig á neyðaryfirlýsingar til að koma stefnumálum sínum í framkvæmd. Vísir/EPA Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur samþykkt að selja vopn fyrir milljarða dollara til Sádi-Arabíu. Til að komast hjá því að þurfa samþykki Bandaríkjaþings beitti Donald Trump forseti fyrir sig lítt notuðum lagaákvæðum og lýsti því yfir að spenna á milli Bandaríkjanna og Írans væru í raun neyðarástand. Bandaríkjaþing hefur áður sett ofan í við Trump forseta varðandi stuðning Bandaríkjanna við stríðsrekstur Sáda í Jemen. Þar eru Sádar sakaðir um að hafa framið stríðsglæpi gegn óbreyttum borgurum. Því er líklegt að Trump hafi óttast að frumvarp um vopnasölu til Sáda mætti mótspyrnu í þinginu. Með því að lýsa yfir neyðarástandi þarf forsetinn ekki heimild þingsins til að selja Sádum vopna fyrir um átta milljarða dolla, jafnvirði um 991 milljarðs íslenskra króna. Stjórn hans ætlar einnig að selja vopn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Jórdaníu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, tilkynnti þinginu um vopnasöluna í gær. Í bréfi sagði hann „illviljaðar aðgerðir“ Írana krefðust „tafarlausrar sölu“ á vopnum. „Aðgerðirnar eru grundvallarógn við stöðugleika í Miðausturlöndum og við öryggi Bandaríkjanna heima fyrir og erlendis,“ sagði Pompeo þinginu. Vopnasalan til Sáda kemur tæpum átta mánuðum eftir að sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. Bandaríska leyniþjónustu telur vísbendingar um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið. Trump og ríkisstjórn hans hafa ekkert aðhafst vegna morðsins á Khashoggi sem var búsettur í Bandaríkjunum. Trump hefur ítrekað beitt fyrir sig yfirlýsingum um neyðarástand til að koma stefnumálum sínum í framkvæmd einhliða. Hann hefur lagt verndartolla á innfluttar vörur á þeim grundvelli að þær ógni þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Þá lýsti hann yfir neyðarástandi á landamærunum Bandaríkjanna og Mexíkó til að reyna að fá heimild til að veita fé til múrsins sem hann vill reisa þar án atbeina þingsins. Bandaríkin Donald Trump Íran Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Virtist hóta því að gjöreyðileggja Íran Bandaríkjaforseti sendi Írönum skilaboð í gegnum Twitter þar sem hann virðist hóta því að gjöreyðileggja ríkið, hætti það ekki að ögra Bandaríkjunum. 20. maí 2019 08:31 Segir Trump ekki gera betur en Alexander mikli og Gengis Kan Utanríkisráðherra Írans segir að þjóðarmorðsögranir Trump Bandaríkjaforseti muni ekki binda enda á Íran. 20. maí 2019 16:12 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur samþykkt að selja vopn fyrir milljarða dollara til Sádi-Arabíu. Til að komast hjá því að þurfa samþykki Bandaríkjaþings beitti Donald Trump forseti fyrir sig lítt notuðum lagaákvæðum og lýsti því yfir að spenna á milli Bandaríkjanna og Írans væru í raun neyðarástand. Bandaríkjaþing hefur áður sett ofan í við Trump forseta varðandi stuðning Bandaríkjanna við stríðsrekstur Sáda í Jemen. Þar eru Sádar sakaðir um að hafa framið stríðsglæpi gegn óbreyttum borgurum. Því er líklegt að Trump hafi óttast að frumvarp um vopnasölu til Sáda mætti mótspyrnu í þinginu. Með því að lýsa yfir neyðarástandi þarf forsetinn ekki heimild þingsins til að selja Sádum vopna fyrir um átta milljarða dolla, jafnvirði um 991 milljarðs íslenskra króna. Stjórn hans ætlar einnig að selja vopn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Jórdaníu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, tilkynnti þinginu um vopnasöluna í gær. Í bréfi sagði hann „illviljaðar aðgerðir“ Írana krefðust „tafarlausrar sölu“ á vopnum. „Aðgerðirnar eru grundvallarógn við stöðugleika í Miðausturlöndum og við öryggi Bandaríkjanna heima fyrir og erlendis,“ sagði Pompeo þinginu. Vopnasalan til Sáda kemur tæpum átta mánuðum eftir að sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. Bandaríska leyniþjónustu telur vísbendingar um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið. Trump og ríkisstjórn hans hafa ekkert aðhafst vegna morðsins á Khashoggi sem var búsettur í Bandaríkjunum. Trump hefur ítrekað beitt fyrir sig yfirlýsingum um neyðarástand til að koma stefnumálum sínum í framkvæmd einhliða. Hann hefur lagt verndartolla á innfluttar vörur á þeim grundvelli að þær ógni þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Þá lýsti hann yfir neyðarástandi á landamærunum Bandaríkjanna og Mexíkó til að reyna að fá heimild til að veita fé til múrsins sem hann vill reisa þar án atbeina þingsins.
Bandaríkin Donald Trump Íran Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Virtist hóta því að gjöreyðileggja Íran Bandaríkjaforseti sendi Írönum skilaboð í gegnum Twitter þar sem hann virðist hóta því að gjöreyðileggja ríkið, hætti það ekki að ögra Bandaríkjunum. 20. maí 2019 08:31 Segir Trump ekki gera betur en Alexander mikli og Gengis Kan Utanríkisráðherra Írans segir að þjóðarmorðsögranir Trump Bandaríkjaforseti muni ekki binda enda á Íran. 20. maí 2019 16:12 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Virtist hóta því að gjöreyðileggja Íran Bandaríkjaforseti sendi Írönum skilaboð í gegnum Twitter þar sem hann virðist hóta því að gjöreyðileggja ríkið, hætti það ekki að ögra Bandaríkjunum. 20. maí 2019 08:31
Segir Trump ekki gera betur en Alexander mikli og Gengis Kan Utanríkisráðherra Írans segir að þjóðarmorðsögranir Trump Bandaríkjaforseti muni ekki binda enda á Íran. 20. maí 2019 16:12