Segir Trump ekki gera betur en Alexander mikli og Gengis Kan Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2019 16:12 Zarif, utanríkisráðherra Írans. Vísir/EPA Utanríkisráðherra Írans stingur upp á því að Donald Trump Bandaríkjaforseti komi fram af virðingu eftir að hann tísti um gereyðingu landsins í gær. Ráðherrann segir að Trump eigi ekki eftir að verða meira ágengt en öðrum innrásarmönnum eins og Alexander mikla og Gengis Kan. Vaxandi spenna hefur einkennt samband Bandaríkjanna og Íran undanfarin misseri, ekki síst eftir að Trump Bandaríkjaforseti sagði Bandaríkin frá kjarnorkusamningi heimsveldanna við Íran. Trump sendi nýlega fleiri herskip og flugvélar í Persaflóa og vísuðu bandarísk stjórnvöld til óskilgreindrar íranskrar ógnar. Nú um helgina tísti Trump svo skyndilega hótun í garð Írana þess efnis að þeir skyldu hætta að ógna Bandaríkjunum. „Ef Íran vill berjast verða það opinber endalok Írans. Hótið aldrei Bandaríkjunum aftur!“ tísti Bandaríkjaforseti í gær. Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, þótti lítið til ummæla Trump koma og sagði það sem hann kallaði „B-liðið“ egna forsetann út í stríð. Með „B-liðinu“ virðist Zarif eiga við þjóðaröryggisráðgjafa Trump, John Bolton, Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og Mohammad bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu. „Donald Trump vonast til þess að ná því sem Alexander [mikla], Gengis [Kan] og öðrum innrásarmönnum tókst ekki. Íranir hafa staðið uppréttir í árþúsundir á meðan allir innrásarmenn hafa horfið. Efnahagsleg hryðjuverk og þjóðarmorðsögranir munu ekki binda enda á Íran,“ tísti Zarif „Prófaðu virðingu, hún virkar!“ sagði utanríkisráðherrann ennfremur. Þess ber þó að geta að bæði Alexander mikli og Gengis Kan lögðu undir sig Persíu, forvera Írans, þó að veldi þeirra hafi síðar liðast í sundur.Goaded by #B_Team, @realdonaldTrump hopes to achieve what Alexander, Genghis & other aggressors failed to do. Iranians have stood tall for millennia while aggressors all gone. #EconomicTerrorism & genocidal taunts won't "end Iran". #NeverThreatenAnIranian. Try respect—it works!— Javad Zarif (@JZarif) May 20, 2019 Bandaríkin Donald Trump Íran Tengdar fréttir Virtist hóta því að gjöreyðileggja Íran Bandaríkjaforseti sendi Írönum skilaboð í gegnum Twitter þar sem hann virðist hóta því að gjöreyðileggja ríkið, hætti það ekki að ögra Bandaríkjunum. 20. maí 2019 08:31 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Utanríkisráðherra Írans stingur upp á því að Donald Trump Bandaríkjaforseti komi fram af virðingu eftir að hann tísti um gereyðingu landsins í gær. Ráðherrann segir að Trump eigi ekki eftir að verða meira ágengt en öðrum innrásarmönnum eins og Alexander mikla og Gengis Kan. Vaxandi spenna hefur einkennt samband Bandaríkjanna og Íran undanfarin misseri, ekki síst eftir að Trump Bandaríkjaforseti sagði Bandaríkin frá kjarnorkusamningi heimsveldanna við Íran. Trump sendi nýlega fleiri herskip og flugvélar í Persaflóa og vísuðu bandarísk stjórnvöld til óskilgreindrar íranskrar ógnar. Nú um helgina tísti Trump svo skyndilega hótun í garð Írana þess efnis að þeir skyldu hætta að ógna Bandaríkjunum. „Ef Íran vill berjast verða það opinber endalok Írans. Hótið aldrei Bandaríkjunum aftur!“ tísti Bandaríkjaforseti í gær. Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, þótti lítið til ummæla Trump koma og sagði það sem hann kallaði „B-liðið“ egna forsetann út í stríð. Með „B-liðinu“ virðist Zarif eiga við þjóðaröryggisráðgjafa Trump, John Bolton, Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og Mohammad bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu. „Donald Trump vonast til þess að ná því sem Alexander [mikla], Gengis [Kan] og öðrum innrásarmönnum tókst ekki. Íranir hafa staðið uppréttir í árþúsundir á meðan allir innrásarmenn hafa horfið. Efnahagsleg hryðjuverk og þjóðarmorðsögranir munu ekki binda enda á Íran,“ tísti Zarif „Prófaðu virðingu, hún virkar!“ sagði utanríkisráðherrann ennfremur. Þess ber þó að geta að bæði Alexander mikli og Gengis Kan lögðu undir sig Persíu, forvera Írans, þó að veldi þeirra hafi síðar liðast í sundur.Goaded by #B_Team, @realdonaldTrump hopes to achieve what Alexander, Genghis & other aggressors failed to do. Iranians have stood tall for millennia while aggressors all gone. #EconomicTerrorism & genocidal taunts won't "end Iran". #NeverThreatenAnIranian. Try respect—it works!— Javad Zarif (@JZarif) May 20, 2019
Bandaríkin Donald Trump Íran Tengdar fréttir Virtist hóta því að gjöreyðileggja Íran Bandaríkjaforseti sendi Írönum skilaboð í gegnum Twitter þar sem hann virðist hóta því að gjöreyðileggja ríkið, hætti það ekki að ögra Bandaríkjunum. 20. maí 2019 08:31 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Virtist hóta því að gjöreyðileggja Íran Bandaríkjaforseti sendi Írönum skilaboð í gegnum Twitter þar sem hann virðist hóta því að gjöreyðileggja ríkið, hætti það ekki að ögra Bandaríkjunum. 20. maí 2019 08:31