Erlent

Virtist hóta því að gjöreyðileggja Íran

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Spennan á milli Bandaríkjanna og Íran er í hæstu hæðum nú um stundir.
Spennan á milli Bandaríkjanna og Íran er í hæstu hæðum nú um stundir. Getty
Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi Írönum skilaboð í gegnum Twitter þar sem hann virðist hóta því að gjöreyðileggja ríkið, hætti það ekki að ögra Bandaríkjunum.Spennan á milli Bandaríkjanna og Íran er í hæstu hæðum nú um stundir en Bandaríkjamenn hafa sent flugmóðurskip í Persaflóann og fjölgað í flota sprengjuflugvéla á svæðinu.Margir í ríkisstjórn Trumps forseta hafa lengi talað fyrir því að farið verði í hart við Íransstjórn og þar hefur John Bolton þjóðaröryggisráðgjafi farið fremstur í flokki.Trump forseti hefur þó verið varfærnari í sínum yfirlýsingum og fregnir höfðu borist af því að forsetinn væri óánægður með stríðsæsingatal Bolton og félaga.Skilaboð hans í gær á Twitter koma því nokkuð á óvart. Þar segir hann hreint út að ef Íran vill í slag, muni það marka formleg endalok ríkisins. Þá skipar hann Írönum að hóta aldrei Bandaríkjamönnum.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.