Erlent

Virtist hóta því að gjöreyðileggja Íran

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Spennan á milli Bandaríkjanna og Íran er í hæstu hæðum nú um stundir.
Spennan á milli Bandaríkjanna og Íran er í hæstu hæðum nú um stundir. Getty

Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi Írönum skilaboð í gegnum Twitter þar sem hann virðist hóta því að gjöreyðileggja ríkið, hætti það ekki að ögra Bandaríkjunum.

Spennan á milli Bandaríkjanna og Íran er í hæstu hæðum nú um stundir en Bandaríkjamenn hafa sent flugmóðurskip í Persaflóann og fjölgað í flota sprengjuflugvéla á svæðinu.

Margir í ríkisstjórn Trumps forseta hafa lengi talað fyrir því að farið verði í hart við Íransstjórn og þar hefur John Bolton þjóðaröryggisráðgjafi farið fremstur í flokki.

Trump forseti hefur þó verið varfærnari í sínum yfirlýsingum og fregnir höfðu borist af því að forsetinn væri óánægður með stríðsæsingatal Bolton og félaga.

Skilaboð hans í gær á Twitter koma því nokkuð á óvart. Þar segir hann hreint út að ef Íran vill í slag, muni það marka formleg endalok ríkisins. Þá skipar hann Írönum að hóta aldrei Bandaríkjamönnum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.