Óskar um ákvörðun Gunnleifs: Ég held að það séu allir mjög ánægðir með hana í dag Anton Ingi Leifsson skrifar 31. janúar 2020 07:00 Óskar Hrafn í viðtalinu. vísir/skjáskot Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, líst vel á komandi tímabil og er ánægður með leikmannahópinn. Óskar tók við Blikaliðinu í haust og hann ræddi við Guðjón Guðmundsson um komandi verkefni. „Þetta er mikil áskorun. Þetta er stórt og öflugt félag með mikinn metnað. Maður finnur fyrir því þó að maður sé búinn að vera hér stutt,“ sagði Óskar. Óskar er að innleiða nýjan leikstíl í Kópavogi og hann er sáttur með hvernig hefur gengið hingað til. „Það hefur gengið vel. Þetta er bara fótbolti og það er hægt að spila hann á margvíslegan hátt. Við erum kannski að gera aðeins öðruvísi hluti en hafa verið gerðir undanfarin ár.“ „Leikmenn hafa verið mjög jákvæðir fyrir því og við erum hægt og bítandi að taka lítil skref. Við erum að bæta okkur á hverjum degi.“ Leikmannahópurinn er stór og segir þjálfarinn að hann sé ánægður með hann en hann er ekki búinn að loka honum. „Ég er mjög ánægður með hópinn. Þetta er þéttur hópur og góður. Við erum búnir að fá inn menn sem passa vel inn í þetta. Þeir passa vel inn í það sem við viljum ná fram. Góðir karakter, góðar fyrirmyndir og miklir félagsmenn.“ „Leikmannahópurinn lokast aldrei. Þú verður alltaf að vera á kíkinu eftir því að bæta liðið. Kyrrstaða er í þessu eins og öðru vond og ef það dettur ofan af himnum eða leikmaður sem passar inn í það sem við erum að gera þá munum við skoða það.“ „Markmiðið er þó ekki að vera með 35 leikmenn hérna sem eru að rífa augun úr hvor öðrum til þess að fá mínútur en ég trúi ekki að þú hættir að leita. Ég held að það sé aldrei þannig.“Gunnleifur Gunnleifsson tilkynnti á dögunum að hann væri kominn í nýtt hlutverk hjá Kópavogslilðinu. Óskar var spurður út í hvort sú ákvörðun hafi verið erfið. „Gunnleifur er 44 ára gamall. Hann er búinn að eiga frábæran feril. Það er erfitt fyrir hann að ákveða þetta. Þetta er búið að vera hluti af sjálfinu að vera markmaður og taka þessa ákvörðun var fyrst og síðast erfitt fyrir hann. Ég held að það séu allir mjög ánægðir með hana í dag.“ Aðspurður um hvort að liðið stefni á að verða Íslandsmeistari svaraði Óskar: „Það er krafa frá Breiðablik og stuðningsmönnum félagsins að vera í toppbaráttu. Við horfum þangað og svo bara verðum við að sjá hvað kemur upp úr kössunum þegar talið er í lokin,“ greip Óskar fram úr klisjukassanum í lok viðtalsins. Klippa: Óskar Hrafn ræðir Breiðablik og Gunnleif Kópavogur Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Höskuldur skoraði degi eftir að bróðir hans lést: „Fótboltinn var okkar tenging“ Höskuldur Gunnlaugsson tileinkaði bróður sínum mark sem hann skoraði fyrir Breiðablik gegn ÍA síðasta sumar. 13. janúar 2020 07:00 Breiðablik kaupir markvörð frá Njarðvík Pepsi Max deildarlið Breiðabliks hefur fest kaup á Brynjari Atla Bragasyni, markverði Njarðvíkur. Er hann annar markvörðurinn sem gengur til liðs við Breiðablik síðan síðasta tímabili lauk en Anton Ari Einarsson gekk til liðs við félagið frá Val fyrr í vetur. 26. janúar 2020 23:00 Gunnleifur í breytt hlutverk hjá Blikum Markvörðurinn þrautreyndi er orðinn hluti af þjálfarateymi Breiðabliks. 14. janúar 2020 21:20 Oliver aftur til Breiðabliks Miðjumaðurinn Oliver Sigurjónsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Breiðablik. 14. janúar 2020 17:29 Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, líst vel á komandi tímabil og er ánægður með leikmannahópinn. Óskar tók við Blikaliðinu í haust og hann ræddi við Guðjón Guðmundsson um komandi verkefni. „Þetta er mikil áskorun. Þetta er stórt og öflugt félag með mikinn metnað. Maður finnur fyrir því þó að maður sé búinn að vera hér stutt,“ sagði Óskar. Óskar er að innleiða nýjan leikstíl í Kópavogi og hann er sáttur með hvernig hefur gengið hingað til. „Það hefur gengið vel. Þetta er bara fótbolti og það er hægt að spila hann á margvíslegan hátt. Við erum kannski að gera aðeins öðruvísi hluti en hafa verið gerðir undanfarin ár.“ „Leikmenn hafa verið mjög jákvæðir fyrir því og við erum hægt og bítandi að taka lítil skref. Við erum að bæta okkur á hverjum degi.“ Leikmannahópurinn er stór og segir þjálfarinn að hann sé ánægður með hann en hann er ekki búinn að loka honum. „Ég er mjög ánægður með hópinn. Þetta er þéttur hópur og góður. Við erum búnir að fá inn menn sem passa vel inn í þetta. Þeir passa vel inn í það sem við viljum ná fram. Góðir karakter, góðar fyrirmyndir og miklir félagsmenn.“ „Leikmannahópurinn lokast aldrei. Þú verður alltaf að vera á kíkinu eftir því að bæta liðið. Kyrrstaða er í þessu eins og öðru vond og ef það dettur ofan af himnum eða leikmaður sem passar inn í það sem við erum að gera þá munum við skoða það.“ „Markmiðið er þó ekki að vera með 35 leikmenn hérna sem eru að rífa augun úr hvor öðrum til þess að fá mínútur en ég trúi ekki að þú hættir að leita. Ég held að það sé aldrei þannig.“Gunnleifur Gunnleifsson tilkynnti á dögunum að hann væri kominn í nýtt hlutverk hjá Kópavogslilðinu. Óskar var spurður út í hvort sú ákvörðun hafi verið erfið. „Gunnleifur er 44 ára gamall. Hann er búinn að eiga frábæran feril. Það er erfitt fyrir hann að ákveða þetta. Þetta er búið að vera hluti af sjálfinu að vera markmaður og taka þessa ákvörðun var fyrst og síðast erfitt fyrir hann. Ég held að það séu allir mjög ánægðir með hana í dag.“ Aðspurður um hvort að liðið stefni á að verða Íslandsmeistari svaraði Óskar: „Það er krafa frá Breiðablik og stuðningsmönnum félagsins að vera í toppbaráttu. Við horfum þangað og svo bara verðum við að sjá hvað kemur upp úr kössunum þegar talið er í lokin,“ greip Óskar fram úr klisjukassanum í lok viðtalsins. Klippa: Óskar Hrafn ræðir Breiðablik og Gunnleif
Kópavogur Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Höskuldur skoraði degi eftir að bróðir hans lést: „Fótboltinn var okkar tenging“ Höskuldur Gunnlaugsson tileinkaði bróður sínum mark sem hann skoraði fyrir Breiðablik gegn ÍA síðasta sumar. 13. janúar 2020 07:00 Breiðablik kaupir markvörð frá Njarðvík Pepsi Max deildarlið Breiðabliks hefur fest kaup á Brynjari Atla Bragasyni, markverði Njarðvíkur. Er hann annar markvörðurinn sem gengur til liðs við Breiðablik síðan síðasta tímabili lauk en Anton Ari Einarsson gekk til liðs við félagið frá Val fyrr í vetur. 26. janúar 2020 23:00 Gunnleifur í breytt hlutverk hjá Blikum Markvörðurinn þrautreyndi er orðinn hluti af þjálfarateymi Breiðabliks. 14. janúar 2020 21:20 Oliver aftur til Breiðabliks Miðjumaðurinn Oliver Sigurjónsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Breiðablik. 14. janúar 2020 17:29 Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Höskuldur skoraði degi eftir að bróðir hans lést: „Fótboltinn var okkar tenging“ Höskuldur Gunnlaugsson tileinkaði bróður sínum mark sem hann skoraði fyrir Breiðablik gegn ÍA síðasta sumar. 13. janúar 2020 07:00
Breiðablik kaupir markvörð frá Njarðvík Pepsi Max deildarlið Breiðabliks hefur fest kaup á Brynjari Atla Bragasyni, markverði Njarðvíkur. Er hann annar markvörðurinn sem gengur til liðs við Breiðablik síðan síðasta tímabili lauk en Anton Ari Einarsson gekk til liðs við félagið frá Val fyrr í vetur. 26. janúar 2020 23:00
Gunnleifur í breytt hlutverk hjá Blikum Markvörðurinn þrautreyndi er orðinn hluti af þjálfarateymi Breiðabliks. 14. janúar 2020 21:20
Oliver aftur til Breiðabliks Miðjumaðurinn Oliver Sigurjónsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Breiðablik. 14. janúar 2020 17:29