Íslenski boltinn

Oliver aftur til Breiðabliks

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Oliver lék síðast með Breiðabliki sumarið 2018.
Oliver lék síðast með Breiðabliki sumarið 2018. vísir

Oliver Sigurjónsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Breiðablik. Hann kemur til liðsins frá Bodø/Glimt í Noregi.

Oliver er uppalinn Bliki og hefur leikið 66 leiki fyrir liðið í efstu deild og skorað fimm mörk.

„Það er fagnaðarefni fyrir Blika að fá Oliver til liðs við okkur enda er hann frábær knattspyrnumaður og mikill karakter. Það er ljóst að hann mun styrkja lið okkar,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.

Oliver, sem er 24 ára miðjumaður, hefur leikið tvo A-landsleiki fyrir Ísland.

Breiðablik endaði í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðasta tímabili.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.