Íslenski boltinn

Gunnleifur í breytt hlutverk hjá Blikum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnleifur lék alla 22 leiki Breiðabliks í Pepsi Max-deild karla síðasta sumar.
Gunnleifur lék alla 22 leiki Breiðabliks í Pepsi Max-deild karla síðasta sumar. vísir/bára

Gunnleifur Gunnleifsson er kominn í þjálfarateymi meistaraflokks karla hjá Breiðabliki. Hlutverk hans sem leikmanns breytist þar af leiðandi.

Gunnleifur greindi frá þessu á Twitter í kvöld. Þar segir hann að hann verði eins konar spilandi þjálfari og muni styðja við bakið á Antoni Ara Einarssyni sem kom til Blika í fyrra og mun væntanlega verja mark þeirra næsta sumar.


Gunnleifur hefur verið í herbúðum Breiðabliks síðan 2013. Á þeim tíma hefur hann aðeins misst af einum deildarleik og lengst af verið fyrirliði Blika.

Enginn leikmaður hefur leikið fleiri leiki í deildakeppni á Íslandi en Gunnleifur. Hann hefur alls leikið 304 leiki í efstu deild og er einn leikjahæsti leikmaður hennar frá upphafi. Gunnleifur varð Íslandsmeistari með KR 1999 og FH 2012.

Gunnleifur, sem er 44 ára, lék 26 landsleiki á árunum 2000-14.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.