Íslenski boltinn

Gunnleifur í breytt hlutverk hjá Blikum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnleifur lék alla 22 leiki Breiðabliks í Pepsi Max-deild karla síðasta sumar.
Gunnleifur lék alla 22 leiki Breiðabliks í Pepsi Max-deild karla síðasta sumar. vísir/bára

Gunnleifur Gunnleifsson er kominn í þjálfarateymi meistaraflokks karla hjá Breiðabliki. Hlutverk hans sem leikmanns breytist þar af leiðandi.

Gunnleifur greindi frá þessu á Twitter í kvöld. Þar segir hann að hann verði eins konar spilandi þjálfari og muni styðja við bakið á Antoni Ara Einarssyni sem kom til Blika í fyrra og mun væntanlega verja mark þeirra næsta sumar.Gunnleifur hefur verið í herbúðum Breiðabliks síðan 2013. Á þeim tíma hefur hann aðeins misst af einum deildarleik og lengst af verið fyrirliði Blika.

Enginn leikmaður hefur leikið fleiri leiki í deildakeppni á Íslandi en Gunnleifur. Hann hefur alls leikið 304 leiki í efstu deild og er einn leikjahæsti leikmaður hennar frá upphafi. Gunnleifur varð Íslandsmeistari með KR 1999 og FH 2012.

Gunnleifur, sem er 44 ára, lék 26 landsleiki á árunum 2000-14.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.