Fékk útborgað í andlitsgrímum og dreifði til þeirra sem þurfa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. janúar 2020 14:26 Algeng sjón í Kína um þessar mundir. AP/Vincent Yu Það virðist engan bilbug vera að finna á íbúum í Wuhan í Kína þrátt fyrir að þar hafi fjölmargir veikst vegna kórónaveirunnar. Myndbönd af samfélagsmiðlum sýna íbúa kalla stuðningsóp úr íbúðum sínum. Fullvíst er talið að veiran eigi uppruna sinn í Wuhan í Hubei-héraði og eru flestir hinna smituðu búsettir þar. Ríflega 100 hafa látist vegna veirunnarog og um 4.500 smitast vegna veirunnar, sem einnig hefur dreift sér til Bandaríkjanna og Evrópu.Íbúar Wuhan hafa verið hvattir til að halda sig innandyra til þess að minnka líkurnar á því að veiran dreifi sér enn frekar.Á myndbandi sem BBCtók saman má sjá hvernig íbúar í blokkarhverfi í Wuhan kalla stuðningsóp sín á milli.Heyra má íbúana kalla „Wuhan jiayou“ sem þýða mætti lauslega sem „Áfram Wuhan“ eða „Vertu sterk, Wuhan“. Þessi frasi hefur einnig verið endurtekinn sí og æ á samfélagsmiðlum í Kína og virðist hann vera orðinn að einhvers konar slagorði til stuðnings íbúum Wuhan. Í frétt BBC eru fréttir af góðverkum í tengslum við veiruna raktar. Er þar meðal annars sagt frá manni sem var nýbúinn að stofna veitingastað í Wuhan þegar veirusmitið braust út. Var hann í áfalli þar sem engir viðskiptavinir komu á veitingastaðinn. En í stað þess að vera heima og kvarta ákvað hann að nýta matinn sem til var á veitingastaðnum til að útbúa 200 hádegisverði handa heilbrigðisstarfsfólki á Xiehe-spítala í borginni.Þá er einnig sagt frá manni í nærliggjandi héraði sem hafi unnið í andlitsgrímuverksmiðju á síðasta ári. Hann hætti hins vegar störfum á síðasta ári. Fyrirtækið hafði ekki efni á því að greiða honum laun en gerði upp skuldina með því að greiða manninum 15 þúsund andlitsgrímur.Grímurnar eru skyndilega orðnar verðmætar,líkt og dæmi hér á landi sýna.Í stað þess að selja grímurnar ákvað maðurinn hins vegar að gefa þær til þeirra sem á þeim þurfi að halda, í von um að með þeim takist að minnka líkurnar á því að kórónaveiran breiðist enn frekar út. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20 Loka á lestar- og ferjusamgöngur milli Hong Kong og meginlandsins Stjörnvöld í Hong Kong hafa ákveðið að grípa til aðgerða til að reyna að hefta útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 28. janúar 2020 10:20 Lýsa yfir óvissustigi vegna kórónaveirunnar Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveirunnar. Ekkert smit hefur verið staðfest á Íslandi. 27. janúar 2020 13:05 Íslendingarnir á Alicante ekki með Wuhan-veiru Greint var frá því í gær að grunur væri um að fólkið hefði smitast af Wuhan-kórónaveiru. 28. janúar 2020 09:36 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Það virðist engan bilbug vera að finna á íbúum í Wuhan í Kína þrátt fyrir að þar hafi fjölmargir veikst vegna kórónaveirunnar. Myndbönd af samfélagsmiðlum sýna íbúa kalla stuðningsóp úr íbúðum sínum. Fullvíst er talið að veiran eigi uppruna sinn í Wuhan í Hubei-héraði og eru flestir hinna smituðu búsettir þar. Ríflega 100 hafa látist vegna veirunnarog og um 4.500 smitast vegna veirunnar, sem einnig hefur dreift sér til Bandaríkjanna og Evrópu.Íbúar Wuhan hafa verið hvattir til að halda sig innandyra til þess að minnka líkurnar á því að veiran dreifi sér enn frekar.Á myndbandi sem BBCtók saman má sjá hvernig íbúar í blokkarhverfi í Wuhan kalla stuðningsóp sín á milli.Heyra má íbúana kalla „Wuhan jiayou“ sem þýða mætti lauslega sem „Áfram Wuhan“ eða „Vertu sterk, Wuhan“. Þessi frasi hefur einnig verið endurtekinn sí og æ á samfélagsmiðlum í Kína og virðist hann vera orðinn að einhvers konar slagorði til stuðnings íbúum Wuhan. Í frétt BBC eru fréttir af góðverkum í tengslum við veiruna raktar. Er þar meðal annars sagt frá manni sem var nýbúinn að stofna veitingastað í Wuhan þegar veirusmitið braust út. Var hann í áfalli þar sem engir viðskiptavinir komu á veitingastaðinn. En í stað þess að vera heima og kvarta ákvað hann að nýta matinn sem til var á veitingastaðnum til að útbúa 200 hádegisverði handa heilbrigðisstarfsfólki á Xiehe-spítala í borginni.Þá er einnig sagt frá manni í nærliggjandi héraði sem hafi unnið í andlitsgrímuverksmiðju á síðasta ári. Hann hætti hins vegar störfum á síðasta ári. Fyrirtækið hafði ekki efni á því að greiða honum laun en gerði upp skuldina með því að greiða manninum 15 þúsund andlitsgrímur.Grímurnar eru skyndilega orðnar verðmætar,líkt og dæmi hér á landi sýna.Í stað þess að selja grímurnar ákvað maðurinn hins vegar að gefa þær til þeirra sem á þeim þurfi að halda, í von um að með þeim takist að minnka líkurnar á því að kórónaveiran breiðist enn frekar út.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20 Loka á lestar- og ferjusamgöngur milli Hong Kong og meginlandsins Stjörnvöld í Hong Kong hafa ákveðið að grípa til aðgerða til að reyna að hefta útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 28. janúar 2020 10:20 Lýsa yfir óvissustigi vegna kórónaveirunnar Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveirunnar. Ekkert smit hefur verið staðfest á Íslandi. 27. janúar 2020 13:05 Íslendingarnir á Alicante ekki með Wuhan-veiru Greint var frá því í gær að grunur væri um að fólkið hefði smitast af Wuhan-kórónaveiru. 28. janúar 2020 09:36 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20
Loka á lestar- og ferjusamgöngur milli Hong Kong og meginlandsins Stjörnvöld í Hong Kong hafa ákveðið að grípa til aðgerða til að reyna að hefta útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 28. janúar 2020 10:20
Lýsa yfir óvissustigi vegna kórónaveirunnar Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveirunnar. Ekkert smit hefur verið staðfest á Íslandi. 27. janúar 2020 13:05
Íslendingarnir á Alicante ekki með Wuhan-veiru Greint var frá því í gær að grunur væri um að fólkið hefði smitast af Wuhan-kórónaveiru. 28. janúar 2020 09:36
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent