Íslendingarnir á Alicante ekki með Wuhan-veiru Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2020 09:36 Frá Torreveija á Spáni. Vísir/Getty Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur fengið staðfest að tveir Íslendingar hafi verið lagðir inn á sjúkrahús í Alicante á Spáni. Fólkið er hins vegar ekki með Wuhan-kórónaveiru, líkt og grunur var um, samkvæmt upplýsingum frá Maríu Mjöll Jónsdóttur, deildarstjóra upplýsingamála hjá utanríkisráðuneytinu. Spænski miðillinn Cadena SER greindi frá því í gær að íslenskt par hefði verið sett í einangrun á Torreveija-sjúkrahúsinu á Alicante vegna gruns um að þau hefðu smitast af veirunni. Í fréttinni kom fram að fólkið, 66 ára kona og 52 ára karlmaður, hefði verið í Kína en einungis annað þeirra sýndi einkenni veirusmits. Ekki fengust frekari upplýsingar um líðan eða stöðu Íslendinganna á Alicante frá utanríkisráðuneytinu, utan þess að fólkið reyndist ekki smitað af veirunni. Borgaraþjónustan beinir því eftir sem áður til Íslendinga á svæðinu að taka tillit til leiðbeininga frá sóttvarnalækni og fyrirmælum stjórnvalda á staðnum um hvert skuli leita ef grunur kemur upp um smit. Sjá einnig: Lýsa yfir óvissustigi vegna kórónaveirunnar Spænsk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu um mögulegt smit á svæðinu, að sögn Kjartan Hreins Njálssonar, aðstoðarmanns Landlæknis. Ekkert kom hins vegar fram um þjóðerni viðkomandi einstaklinga í tilkynningunni. Þá bendir Kjartan á að þegar hafi verið fleiri möguleg Wuhan-veirusmit til rannsóknar á Spáni, og slíkt eigi raunar við um mörg lönd í Evrópu. Þannig sé það ekki óvænt að möguleg tilfelli séu til skoðunar á Spáni, og sérstaklega á miklum ferðamannastað. Ekki hafa greinst tilfelli af Wuhan-veirunni á Spáni til þessa, og tilfelli Íslendinganna nú meðtalið. Íslendingar í Kína hvattir til að láta vita af sér Nú eru alls að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. Hert hefur verið á ferðabönnum í landinu og er almenningi í sumum borgum nú skylt að ganga um með grímur fyrir vitunum svo hefta megi frekari útbreiðslu veirunnar. Veiran hefur ekki enn greinst hér á landi en ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna veirunnar. Utanríkisráðuneytið beinir því til Íslendinga í Kína að þeim sé frjálst að láta vita um ferðir sínar með því að senda póst á help@mfa.is. Gott sé að búa yfir slíkum upplýsingum ef ástandið skyldi breytast. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjustu upplýsingum um stöðu Íslendinganna. Heilbrigðismál Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20 Wuhan-veiran: Íslenskt par sagt í einangrun á Spáni Íslenskt par hefur verið sett í einangrun á Torrevieja sjúkrahúsinu í Alicante á Spáni vegna gruns um að þau séu smituð af Wuhan-veirunni. 27. janúar 2020 22:22 Kínverjar krefjast afsökunarbeiðni vegna skopmyndar Jyllands-Posten Á myndinni má sjá kínverska fánann teiknaðan nema gulu stjörnunum hefur verið skipt út fyrir kórónaveirunni. 28. janúar 2020 09:02 Fyrsta staðfesta Wuhan-veirutilfellið í Þýskalandi Heilbrigðisyfirvöld í Þýskalandi hafa staðfest að fyrsta tilfelli kórónaveirusmits hafi greinst í Þýskalandi. 28. janúar 2020 09:38 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Sjá meira
Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur fengið staðfest að tveir Íslendingar hafi verið lagðir inn á sjúkrahús í Alicante á Spáni. Fólkið er hins vegar ekki með Wuhan-kórónaveiru, líkt og grunur var um, samkvæmt upplýsingum frá Maríu Mjöll Jónsdóttur, deildarstjóra upplýsingamála hjá utanríkisráðuneytinu. Spænski miðillinn Cadena SER greindi frá því í gær að íslenskt par hefði verið sett í einangrun á Torreveija-sjúkrahúsinu á Alicante vegna gruns um að þau hefðu smitast af veirunni. Í fréttinni kom fram að fólkið, 66 ára kona og 52 ára karlmaður, hefði verið í Kína en einungis annað þeirra sýndi einkenni veirusmits. Ekki fengust frekari upplýsingar um líðan eða stöðu Íslendinganna á Alicante frá utanríkisráðuneytinu, utan þess að fólkið reyndist ekki smitað af veirunni. Borgaraþjónustan beinir því eftir sem áður til Íslendinga á svæðinu að taka tillit til leiðbeininga frá sóttvarnalækni og fyrirmælum stjórnvalda á staðnum um hvert skuli leita ef grunur kemur upp um smit. Sjá einnig: Lýsa yfir óvissustigi vegna kórónaveirunnar Spænsk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu um mögulegt smit á svæðinu, að sögn Kjartan Hreins Njálssonar, aðstoðarmanns Landlæknis. Ekkert kom hins vegar fram um þjóðerni viðkomandi einstaklinga í tilkynningunni. Þá bendir Kjartan á að þegar hafi verið fleiri möguleg Wuhan-veirusmit til rannsóknar á Spáni, og slíkt eigi raunar við um mörg lönd í Evrópu. Þannig sé það ekki óvænt að möguleg tilfelli séu til skoðunar á Spáni, og sérstaklega á miklum ferðamannastað. Ekki hafa greinst tilfelli af Wuhan-veirunni á Spáni til þessa, og tilfelli Íslendinganna nú meðtalið. Íslendingar í Kína hvattir til að láta vita af sér Nú eru alls að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. Hert hefur verið á ferðabönnum í landinu og er almenningi í sumum borgum nú skylt að ganga um með grímur fyrir vitunum svo hefta megi frekari útbreiðslu veirunnar. Veiran hefur ekki enn greinst hér á landi en ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna veirunnar. Utanríkisráðuneytið beinir því til Íslendinga í Kína að þeim sé frjálst að láta vita um ferðir sínar með því að senda póst á help@mfa.is. Gott sé að búa yfir slíkum upplýsingum ef ástandið skyldi breytast. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjustu upplýsingum um stöðu Íslendinganna.
Heilbrigðismál Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20 Wuhan-veiran: Íslenskt par sagt í einangrun á Spáni Íslenskt par hefur verið sett í einangrun á Torrevieja sjúkrahúsinu í Alicante á Spáni vegna gruns um að þau séu smituð af Wuhan-veirunni. 27. janúar 2020 22:22 Kínverjar krefjast afsökunarbeiðni vegna skopmyndar Jyllands-Posten Á myndinni má sjá kínverska fánann teiknaðan nema gulu stjörnunum hefur verið skipt út fyrir kórónaveirunni. 28. janúar 2020 09:02 Fyrsta staðfesta Wuhan-veirutilfellið í Þýskalandi Heilbrigðisyfirvöld í Þýskalandi hafa staðfest að fyrsta tilfelli kórónaveirusmits hafi greinst í Þýskalandi. 28. janúar 2020 09:38 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Sjá meira
Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20
Wuhan-veiran: Íslenskt par sagt í einangrun á Spáni Íslenskt par hefur verið sett í einangrun á Torrevieja sjúkrahúsinu í Alicante á Spáni vegna gruns um að þau séu smituð af Wuhan-veirunni. 27. janúar 2020 22:22
Kínverjar krefjast afsökunarbeiðni vegna skopmyndar Jyllands-Posten Á myndinni má sjá kínverska fánann teiknaðan nema gulu stjörnunum hefur verið skipt út fyrir kórónaveirunni. 28. janúar 2020 09:02
Fyrsta staðfesta Wuhan-veirutilfellið í Þýskalandi Heilbrigðisyfirvöld í Þýskalandi hafa staðfest að fyrsta tilfelli kórónaveirusmits hafi greinst í Þýskalandi. 28. janúar 2020 09:38