Enski boltinn

Guardiola vill fá varnarmann Juventus

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leonardo Bonucci hefur verið í lykilhlutverki í vörn Juventus í mörg ár.
Leonardo Bonucci hefur verið í lykilhlutverki í vörn Juventus í mörg ár. vísir/getty

Manchester City er í miðvarðarleit og Pep Guardiola, knattspyrnustjóri liðsins, rennir hýru auga til Leonardos Bonucci, leikmanns Juventus.

Vincent Kompany yfirgaf City síðasta sumar og félagið keypti engan í hans stað. Í ágúst meiddist svo Aymeric Laporte og var lengi frá. Guardiola virðist hafa misst trúna á John Stones og Nicolás Otamendi og hefur notað Fernandinho í miðri vörninni í flestum leikjum City í vetur.

Guardiola hefur alltaf verið hrifinn af Bonucci sem hefur lengst af ferilsins leikið með Juventus.

Ítalíumeistararnir eru þó ekki tilbúnir að selja hinn 32 ára Bonucci sem hefur leikið 34 leiki í öllum keppnum á þessu tímabili.

Bonucci hefur sjö sinnum orðið ítalskur meistari með Juventus og þrisvar sinnum bikarmeistari. Hann hefur leikið 95 leiki og skorað sjö mörk fyrir ítalska landsliðið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.