Enska deildin á bak við luktar dyr og enginn leikur á sama tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2020 09:00 Leikmenn Liverpool tollera Jürgen Klopp eftir úrslitaleik Liverpool og Tottenham í Meistaradeild Evrópu í Madríd. Nú lítur út fyrir að Liverpool fái að klára tímabilið og þar með vinna enska meistaratitilinn í fyrsta sinn i 30 ár. vísir/getty Enska úrvalsdeildin mun fara yfir framhaldið á fundi á morgun en eins og UEFA setti hlutina upp í gær þá þurfa evrópsku deildirnar að klára tímabilið fyrir 30. júní. Knattspyrnusamband Evrópu setti sem betur fer upp fyrirvara vegna þessarar dagsetningar enda verður mjög erfitt að klára deildirnar svo snemma miðað við það að ástandið vegna kórónuveirunnar er enn að versna til mikilla muna í löndunum. Ensku blöðin hafa verið að reyna að grafa upp hvaða leið forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar vilja fara til þess að klára þá 92 leiki sem eru eftir af tímabilinu. Þetta væri bæði gott og slæmt fyrir Liverpool. Það góða væri að tímabilið væri klárað og liðið yrði enskur meistari í fyrsta sinn í 30 ár en það slæma væri að liðið myndi vinna titilinn án áhorfenda og þá sérstaklega án stuðningsmanna sinna. All remaining 92 matches played behind closed doors At three neutral venues in the Midlands At different times and live on TV so you can watch them allThe #PremierLeague has a masterplan to complete the season before June 30 #coronavirushttps://t.co/5V2a7wMvvB— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 18, 2020 Samkvæmt þessari tillögu sem slegið var upp í morgun þá munu allir þessir 92 leikir sem eru eftir vera spilaðir fyrir luktum dyrum, það er án áhorfenda og það sem meira er á hlutlausum velli. Leikirnir munu síðan fara fram á sitthvorum tíma og þeir verða jafnframt allir sýndir í beinni útsendingu í sjónvarpi. Aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar ættu því að fá möguleikann á að horfa á þá alla leikina sem eftir væru af mótinu. Aðeins hluti leikvallanna myndu samt hýsa leiki og það gætu farið meiri en einn leikur fram á sama velli á einum degi. Liðin myndu síðan spila á þriggja daga fresti til að ná því að klára leikina. Með því að nota aðeins fáa leikvanga þá væri hægt að minnka fjölda læknaliðs og lögreglu sem þyrfti að sinna leikjunum á þessum erfiðu tímum. Með því að spila á hlutlausum völlum þá væru líka minni líkur á því að stuðningsmenn safnist saman fyrir utan leikvanganna. Sextán félög eiga eftir níu leiki en Manchester City, Arsenal, Aston Villa og Sheffield United eiga öll eftir að spila tíu leiki. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland England Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira
Enska úrvalsdeildin mun fara yfir framhaldið á fundi á morgun en eins og UEFA setti hlutina upp í gær þá þurfa evrópsku deildirnar að klára tímabilið fyrir 30. júní. Knattspyrnusamband Evrópu setti sem betur fer upp fyrirvara vegna þessarar dagsetningar enda verður mjög erfitt að klára deildirnar svo snemma miðað við það að ástandið vegna kórónuveirunnar er enn að versna til mikilla muna í löndunum. Ensku blöðin hafa verið að reyna að grafa upp hvaða leið forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar vilja fara til þess að klára þá 92 leiki sem eru eftir af tímabilinu. Þetta væri bæði gott og slæmt fyrir Liverpool. Það góða væri að tímabilið væri klárað og liðið yrði enskur meistari í fyrsta sinn í 30 ár en það slæma væri að liðið myndi vinna titilinn án áhorfenda og þá sérstaklega án stuðningsmanna sinna. All remaining 92 matches played behind closed doors At three neutral venues in the Midlands At different times and live on TV so you can watch them allThe #PremierLeague has a masterplan to complete the season before June 30 #coronavirushttps://t.co/5V2a7wMvvB— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 18, 2020 Samkvæmt þessari tillögu sem slegið var upp í morgun þá munu allir þessir 92 leikir sem eru eftir vera spilaðir fyrir luktum dyrum, það er án áhorfenda og það sem meira er á hlutlausum velli. Leikirnir munu síðan fara fram á sitthvorum tíma og þeir verða jafnframt allir sýndir í beinni útsendingu í sjónvarpi. Aðdáendur ensku úrvalsdeildarinnar ættu því að fá möguleikann á að horfa á þá alla leikina sem eftir væru af mótinu. Aðeins hluti leikvallanna myndu samt hýsa leiki og það gætu farið meiri en einn leikur fram á sama velli á einum degi. Liðin myndu síðan spila á þriggja daga fresti til að ná því að klára leikina. Með því að nota aðeins fáa leikvanga þá væri hægt að minnka fjölda læknaliðs og lögreglu sem þyrfti að sinna leikjunum á þessum erfiðu tímum. Með því að spila á hlutlausum völlum þá væru líka minni líkur á því að stuðningsmenn safnist saman fyrir utan leikvanganna. Sextán félög eiga eftir níu leiki en Manchester City, Arsenal, Aston Villa og Sheffield United eiga öll eftir að spila tíu leiki.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland England Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira