Arteta styður við bakið á Rúnari Alex | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. desember 2020 22:46 Arteta styður við bakið á sínum manni þrátt fyrir ein klaufaleg mistök í kvöld. Því miður geta markmenn ekki leyft sér þann lúxus að gera mistök jafn oft og samherjar þeirra. Catherine Ivill/Getty Images Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, varði íslenska landsliðsmarkvörðinn í viðtali eftir 4-1 tap liðsins gegn Manchester City í enska deildabikarnum í kvöld. Rúnar Alex Rúnarsson fékk tækifæri í byrjunarliði Arsenal er liðið tók á móti Manchester City. Gestirnir frá Manchester-borg komust yfir strax í upphafi en Arsenal jafnaði þegar hálftími var liðinn og Rúnar Alex átti frábæra markvörslu til að halda stöðunni jafnri þegar skammt var til loka fyrri hálfleiks. Eftir rúmlega tíu mínútur í síðari hálfleik skoraði svo Riyad Mahrez úr aukaspyrnu af stuttu færi en Rúnar Alex virtist misreikna flug boltans og missti hann í kjölfarið yfir sig og í netið. City bætti svo við tveimur mörkum og vann sannfærandi 4-1 sigur. Mikel Arteta – þjálfari Arsenal – ræddi við Sky Sports eftir leik og sagðist styðja við bakið á Rúnari. „Hann hefur ekki leikið marga leiki fyrir okkur og er enn að aðlagast deildinni. Við gerum öll mistök og við verðum að standa við bakið á honum,“ sagði Arteta aðspurður um mistök Rúnars. „Já en við vitum einnig að Bernd [Leno] er búinn að spila margar mínútur og þurfti á hvíld að halda og við vildum gefa öðrum leikmönnum tækifæri. Alex hefur staðið sig vel í þeim leikjum sem hann hefur spilað og svona hlutir gerast í fótbolta,“ sagði Arteta að lokum aðspurður hvort hann hafi íhugað að spila aðalmarkverði sínum í leik gegn jafn góðu liði og Manchester City. "We all make mistakes, we have to support him"Mikel Arteta on Rúnarsson's errors & explains why he played him over Leno pic.twitter.com/Hd9h7xG7Gx— Football Daily (@footballdaily) December 22, 2020 Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir City fór létt með Arsenal | Skelfileg mistök Rúnars Alex Manchester City vann öruggan 4-1 sigur á Arsenal í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld er liðin mættust á Emirates í Lundúnum. 22. desember 2020 21:55 Rob Green fann til með Rúnari Alex Robert Green, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands sem og Norwich City, West Ham United og Leeds United, fann til með Rúnari Alex Rúnarssyni í kvöld. 22. desember 2020 22:31 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Rúnar Alex Rúnarsson fékk tækifæri í byrjunarliði Arsenal er liðið tók á móti Manchester City. Gestirnir frá Manchester-borg komust yfir strax í upphafi en Arsenal jafnaði þegar hálftími var liðinn og Rúnar Alex átti frábæra markvörslu til að halda stöðunni jafnri þegar skammt var til loka fyrri hálfleiks. Eftir rúmlega tíu mínútur í síðari hálfleik skoraði svo Riyad Mahrez úr aukaspyrnu af stuttu færi en Rúnar Alex virtist misreikna flug boltans og missti hann í kjölfarið yfir sig og í netið. City bætti svo við tveimur mörkum og vann sannfærandi 4-1 sigur. Mikel Arteta – þjálfari Arsenal – ræddi við Sky Sports eftir leik og sagðist styðja við bakið á Rúnari. „Hann hefur ekki leikið marga leiki fyrir okkur og er enn að aðlagast deildinni. Við gerum öll mistök og við verðum að standa við bakið á honum,“ sagði Arteta aðspurður um mistök Rúnars. „Já en við vitum einnig að Bernd [Leno] er búinn að spila margar mínútur og þurfti á hvíld að halda og við vildum gefa öðrum leikmönnum tækifæri. Alex hefur staðið sig vel í þeim leikjum sem hann hefur spilað og svona hlutir gerast í fótbolta,“ sagði Arteta að lokum aðspurður hvort hann hafi íhugað að spila aðalmarkverði sínum í leik gegn jafn góðu liði og Manchester City. "We all make mistakes, we have to support him"Mikel Arteta on Rúnarsson's errors & explains why he played him over Leno pic.twitter.com/Hd9h7xG7Gx— Football Daily (@footballdaily) December 22, 2020 Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir City fór létt með Arsenal | Skelfileg mistök Rúnars Alex Manchester City vann öruggan 4-1 sigur á Arsenal í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld er liðin mættust á Emirates í Lundúnum. 22. desember 2020 21:55 Rob Green fann til með Rúnari Alex Robert Green, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands sem og Norwich City, West Ham United og Leeds United, fann til með Rúnari Alex Rúnarssyni í kvöld. 22. desember 2020 22:31 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
City fór létt með Arsenal | Skelfileg mistök Rúnars Alex Manchester City vann öruggan 4-1 sigur á Arsenal í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld er liðin mættust á Emirates í Lundúnum. 22. desember 2020 21:55
Rob Green fann til með Rúnari Alex Robert Green, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands sem og Norwich City, West Ham United og Leeds United, fann til með Rúnari Alex Rúnarssyni í kvöld. 22. desember 2020 22:31