Enski boltinn

Rifjuðu upp þegar Ferguson kallaði Raiola drulluhala

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sir Alex á Cheltenham Festival fyrr á þessu ári en hann er mikill hestamaður.
Sir Alex á Cheltenham Festival fyrr á þessu ári en hann er mikill hestamaður. Max Mumby/Getty

Mino Raiola er umdeildur umboðsmaður og sér í lagi í Manchester borg.

Það má með sanni segja að Sir Alex Ferguson og Mino Raiola, umboðsmaður, séu ekki bestu mátar. Stuðningsmenn United rifjuðu það upp í gær.

Það vakti ekki mikla kátínu meðal stuðningsmanna United í gær er Raiola kom fram í viðtali og sagði að tími Pogba hjá félaginu væri liðinn, degi fyrir einn mikilvægasta leik tímabilsins hjá United; gegn Leipzig í Meistaradeildini.

Raiola sagði að Pogba væri óhamingjusamur í Manchester borg og að hann þyrfti að komast burt sem fyrst. Þetta sagði hann í samtali við miðilinn Tuttosport og vonaðist eftir að Pogba yrði seldur í janúar.

Raiola og stuðningsmenn Man. United hafa ekki verið bestu vinir frá komunni hans til félagsins og því rifjuðu stuðningsmenn United upp myndband af Sir Alex tala um Raiola.

Sir Alex var spurður af hverju Pogba hafði ekki slegið í gegn er hann var á sínum yngri árum hjá United og sá skoski lá ekki á svörum sínum.

„Paul Pogba? Hann er bara með lélegan umboðsmann, drulluhala,“ sagði Ferguson við mikil hlátrasköll í salnum.

Pogba kom til Manchester United sextán ára gamall og var hjá félaginu þangað til hann varð nítján. Þá beið hann ekki lengur eftir fleiri tækifærum hjá United og fór til Juventus.

Einungis fjórum árum síðar snéri hann svo aftur til Englands eftir að hafa unnið fjöldann allan af titlum á Ítalíu en endurkoman hefur, að margra mati, ekki verið eins góð og vonast var eftir.

Pogba verður í eldlínunni í kvöld er United mætir Leipzig í úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikið verður í Þýskalandi.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×