Rússland hefur bólusetningar fyrir Covid-19 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. desember 2020 09:57 Bólusetning fyrir Covid-19 er hafin í Rússlandi. Getty/Valery Sharifulin Bólusetningar fyrir Covid-19 eru hafnar í Rússlandi. Nú um helgina verður aðeins bólusett á heilsugæslustöðvum í Moskvu og verða þeir sem eru í mestri áhættu vegna veirunnar bólusettir fyrst. Rússar nota eigið bóluefni, Sputnik V, sem yfirvöld segja virka í 95% tilvika. Þá vilja þau meina að engar alvarlegar aukaverkanir fylgi notkun efnisins þrátt fyrir að prófanir á því fari enn fram. Þúsundir hafa þegar skráð sig á lista til að verða bólusettir nú um helgina en óljóst er hversu mikil framleiðslugeta Rússa er. Borgarstjóri Moskvu, Sergei Sobyanin, tilkynnti um bólusetninguna fyrr í vikunni og sagði hann að bólusetningin stæði fólki sem ynni í heilbrigðisþjónustu, kennslu, og félagsráðgjöf, til boða. Hægt væri að bjóða fleirum um á bólusetningu þegar búið væri að framleiða nógu marga skammta af lyfinu. Viðbrögð almennings við bóluefninu hafa verið misjöfn. Rétt eftir að bóluefnið var samþykkt til notkunar í ágúst sýndi niðurstaða könnunar sem meira en þrjú þúsund læknar tóku þátt í að meirihluti þeirra vildi ekki láta sprauta sig með efninu. Hingað til hafa rúmlega 2,4 milljónir Rússa smitast af kórónuveirunni og tæplega 43 þúsund látist af völdum hennar. Í gær greindust 28.782 smitaðir af veirunni, og er það metfjöldi smita á einum degi. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins er heilbrigðiskerfið að þrotum komið og sérstaklega í Moskvu, sem er hringamiðja faraldursins í Rússlandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Rússland Tengdar fréttir Rússneska bóluefnið gaf góða raun í tilraunum Allir þátttakendur í frumtilraunum með bóluefni sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn Covid-19 án alvarlegra aukaverkana samkvæmt niðurstöðum sem breska læknaritið Lancet birti í dag. 4. september 2020 20:13 Meirihluti lækna myndi ekki vilja bóluefni Rússa Meirihluti rússneskra lækna myndi ekki vilja láta sprauta sig með nýju kórónuveirubóluefni sem rússnesk stjórnvöld segja að sé tilbúið vegna skorts á upplýsingum um bóluefnið og þess hve hratt bóluefnið var þróað og samþykkt. 14. ágúst 2020 14:50 Himinlifandi með niðurstöður tilrauna Bóluefni Oxford og AstraZeneca við kórónuveirunni myndar sterk ónæmisviðbrögð hjá fólki á sjötugs- og áttræðisaldri. Þetta kom fram í grein sem rannsakendur birtu í læknaritinu Lancet í morgun. 19. nóvember 2020 11:32 „Ótrúlegur hraði“ í þróun bóluefna Jákvæðar niðurstöður berast nú í röðum frá framleiðendum bóluefna gegn kórónuveirunni. Aldrei áður hefur tekið jafnskamman tíma að þróa bóluefni. 19. nóvember 2020 16:18 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Rússar nota eigið bóluefni, Sputnik V, sem yfirvöld segja virka í 95% tilvika. Þá vilja þau meina að engar alvarlegar aukaverkanir fylgi notkun efnisins þrátt fyrir að prófanir á því fari enn fram. Þúsundir hafa þegar skráð sig á lista til að verða bólusettir nú um helgina en óljóst er hversu mikil framleiðslugeta Rússa er. Borgarstjóri Moskvu, Sergei Sobyanin, tilkynnti um bólusetninguna fyrr í vikunni og sagði hann að bólusetningin stæði fólki sem ynni í heilbrigðisþjónustu, kennslu, og félagsráðgjöf, til boða. Hægt væri að bjóða fleirum um á bólusetningu þegar búið væri að framleiða nógu marga skammta af lyfinu. Viðbrögð almennings við bóluefninu hafa verið misjöfn. Rétt eftir að bóluefnið var samþykkt til notkunar í ágúst sýndi niðurstaða könnunar sem meira en þrjú þúsund læknar tóku þátt í að meirihluti þeirra vildi ekki láta sprauta sig með efninu. Hingað til hafa rúmlega 2,4 milljónir Rússa smitast af kórónuveirunni og tæplega 43 þúsund látist af völdum hennar. Í gær greindust 28.782 smitaðir af veirunni, og er það metfjöldi smita á einum degi. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins er heilbrigðiskerfið að þrotum komið og sérstaklega í Moskvu, sem er hringamiðja faraldursins í Rússlandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Rússland Tengdar fréttir Rússneska bóluefnið gaf góða raun í tilraunum Allir þátttakendur í frumtilraunum með bóluefni sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn Covid-19 án alvarlegra aukaverkana samkvæmt niðurstöðum sem breska læknaritið Lancet birti í dag. 4. september 2020 20:13 Meirihluti lækna myndi ekki vilja bóluefni Rússa Meirihluti rússneskra lækna myndi ekki vilja láta sprauta sig með nýju kórónuveirubóluefni sem rússnesk stjórnvöld segja að sé tilbúið vegna skorts á upplýsingum um bóluefnið og þess hve hratt bóluefnið var þróað og samþykkt. 14. ágúst 2020 14:50 Himinlifandi með niðurstöður tilrauna Bóluefni Oxford og AstraZeneca við kórónuveirunni myndar sterk ónæmisviðbrögð hjá fólki á sjötugs- og áttræðisaldri. Þetta kom fram í grein sem rannsakendur birtu í læknaritinu Lancet í morgun. 19. nóvember 2020 11:32 „Ótrúlegur hraði“ í þróun bóluefna Jákvæðar niðurstöður berast nú í röðum frá framleiðendum bóluefna gegn kórónuveirunni. Aldrei áður hefur tekið jafnskamman tíma að þróa bóluefni. 19. nóvember 2020 16:18 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Rússneska bóluefnið gaf góða raun í tilraunum Allir þátttakendur í frumtilraunum með bóluefni sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn Covid-19 án alvarlegra aukaverkana samkvæmt niðurstöðum sem breska læknaritið Lancet birti í dag. 4. september 2020 20:13
Meirihluti lækna myndi ekki vilja bóluefni Rússa Meirihluti rússneskra lækna myndi ekki vilja láta sprauta sig með nýju kórónuveirubóluefni sem rússnesk stjórnvöld segja að sé tilbúið vegna skorts á upplýsingum um bóluefnið og þess hve hratt bóluefnið var þróað og samþykkt. 14. ágúst 2020 14:50
Himinlifandi með niðurstöður tilrauna Bóluefni Oxford og AstraZeneca við kórónuveirunni myndar sterk ónæmisviðbrögð hjá fólki á sjötugs- og áttræðisaldri. Þetta kom fram í grein sem rannsakendur birtu í læknaritinu Lancet í morgun. 19. nóvember 2020 11:32
„Ótrúlegur hraði“ í þróun bóluefna Jákvæðar niðurstöður berast nú í röðum frá framleiðendum bóluefna gegn kórónuveirunni. Aldrei áður hefur tekið jafnskamman tíma að þróa bóluefni. 19. nóvember 2020 16:18