Veður

Mildur og rakur loft­massi berst yfir landið úr suðri

Atli Ísleifsson skrifar
Víða er útlit fyrir suðaustan strekking með skýjuðu veðri og rigningu með köflum.
Víða er útlit fyrir suðaustan strekking með skýjuðu veðri og rigningu með köflum. Vísir/Vilhelm

Mildur og rakur loftmassi berst yfir landið úr suðri í dag þar sem víða er útlit fyrir suðaustan strekking, 8 til 15 metrar á sekúndu, með skýjuðu veðri og súld eða rigningu með köflum.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að á Norðurlandi verði vindur heldur hægari og lítil eða engin úrkoma. Hlýna mun í veðri og mega landsmenn búast við 5 til 10 stiga hita síðdegis, þar sem væntanlega verður hlýjast fyrir norðan.

„Á morgun er hægari vindur í kortunum, þá má búast við sunnan golu eða kalda með dálitlum skúrum eða slydduéljum, en bjart og fallegt veður á Norður- og Austurlandi. Það kólnar aftur og hiti á bilinu 1 til 6 stig á morgun.

Annað kvöld er síðan gert ráð fyrir að úrkomusvæði hafi borist yfir allan austurhelming landsins með rigningu nærri ströndinni, en slyddu eða snjókomu inn til landsins.“

Spákortið fyrir hádegið.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Sunnan 5-10 m/s og dálitlir skúrir eða slydduél, en bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Austlægari um kvöldið með rigningu eða slyddu á austurhelmingi landsins. Hiti 1 til 6 stig.

Á miðvikudag: Vestlæg átt 10-18 í fyrstu og talsverð rigning, slydda eða snjókoma. Hægari vindur og dálítil él vestanlands. Sunnan 5-10 síðdegis og él eða slydduél, en léttir til á Norður- og Austurlandi. Hiti 0 til 5 stig.

Á fimmtudag: Gengur í allhvassa eða hvassa austanátt með rigningu eða slyddu, en hægari vindur og úrkomulítið norðanlands. Hiti 1 til 7 stig, mildast með suðurströndinni.

Á föstudag: Suðlæg átt og væta með köflum, en þurrt norðaustantil á landinu. Hiti 2 til 7 stig.

Á laugardag: Fremur hæg breytileg átt, bjart með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 0 til 5 stig.

Á sunnudag: Austlæg eða breytileg átt og rigning eða slydda víða um land. Hiti 1 til 7 stig.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×