Erlent

Bein útsending: Sigurræða Bidens

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sviðið er tilbúið.
Sviðið er tilbúið. AP Photo/Andrew Harnik

Joe Biden, sem lýstur var sigurvegari í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í dag, mun halda sigurræðu sína í Wilmington í Delaware. Viðburðurinn hefst klukkan eitt að íslenskum tíma og horfa má á hann í beinni útsendingu hér að neðan.

Það er mismunandi eftir fjölmiðlum hversu marga kjörmenn þeir telja að Biden hafi tryggt sér en allir eru þeir þó sammála um að hann hafi komist yfir 270 kjörmanna takmarkið sem ná þarf til þess að ná kjöri í forsetakosningunum. 

Þetta kom í ljós síðdegis þegar helstu fjölmiðlar treystu sér til þess að gefa út að Biden myndi hafa betur í Pennsylvaníu og þar með tryggja sér þá 20 kjörmenn sem þar eru í boði. Engin leið er fyrir Donald Trump, sitjandi forseta, að ná Biden.

Því er komið að því að hinn verðandi forseti haldi sigurræðu líkt og hefð er fyrir að sá sem sigri í kosningunum geri. Horfa má á útsendinguna hér að neðan.

Kamala Harris, varaforsetaefni Bidens, mun vera með Biden á sviði, ásamt eiginmanni hennar, Doug Emhoff og eiginkonu Bidens, Jill Biden.


Tengdar fréttir

Undarleg staðsetning blaðamannafundar Giuliani vekur athygli

Undarlegur blaðamannafundur Rudy Giuliani, lögmanns Donalds Trump, í dag hefur vakið mikla athygli, ekki síst fyrir þær sakir að staðsetning hans þótti afar undarleg, auk þess sem að á sama tíma og fundurinn stóð yfir var tilkynnt að Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, hefði unnið sigur í forsetakosningunum.

Táraðist í beinni eftir sigur Biden

Van Jones, álitsgjafi CNN í bandarísku forsetakosningunum, brotnaði niður í beinni útsendingu eftir að sjónvarpsstöðin lýsti Joe Biden sem sigurvegara bandarísku forsetakosninganna.

Biden sigraði, hvað svo?

Joe Biden mun verða 46. forseti Bandaríkjanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í forsetakosningum þar í landi samkvæmt mati helstu fjölmiða á úrslitum kosninganna. Biden hefur unnið sigur í ríkjum sem tryggja honum fleiri en þá 270 kjörmenn sem þarf til þess að sigra í kosningunum. En hvað gerist næst?



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×