Táraðist í beinni eftir sigur Biden Sylvía Hall skrifar 7. nóvember 2020 22:46 Það var tilfinningaþrungin stund fyrir Van Jones þegar ljóst var að Joe Biden hafði tryggt sér þá kjörmenn sem hann þurfti. CNN Van Jones, álitsgjafi CNN í bandarísku forsetakosningunum, brotnaði niður í beinni útsendingu eftir að sjónvarpsstöðin lýsti Joe Biden sem sigurvegara bandarísku forsetakosninganna. Á þeim tímapunkti virtist liggja fyrir að Biden myndi fara með sigur úr býtum í Pennsylvaníu, sem tryggði honum sigurinn. „Það er auðveldara að vera foreldri þennan morguninn, það er auðveldara að vera pabbi. Það er auðveldara að segja börnunum þínum að hvernig manneskja þú ert skiptir máli. Það skiptir máli að segja sannleikann. Það skiptir máli að vera góð manneskja,“ sagði Jones eftir tilkynninguna. Hann sagði kjör Biden stórmál fyrir marga hópa í Bandaríkjunum sem hafa átt undir högg að sækja undanfarin ár. Minnihlutahópar þyrftu ekki að óttast óvissuna eins mikið undir stjórn Biden. Today is a good day. It’s easier to be a parent this morning.Character MATTERS.Being a good person MATTERS.This is a big deal.It’s easy to do it the cheap way and get away with stuff — but it comes back around. Today is a good day.#PresidentBiden#VotersDecided pic.twitter.com/h8YgZK4nmk— Van Jones (@VanJones68) November 7, 2020 „Það er auðveldara fyrir marga. Ef þú ert múslimi í þessu landi, þá þarftu ekki lengur að hafa áhyggjur af því að forsetinn vilji ekki hafa þig hér. Ef þú ert innflytjandi, þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af því að forsetinn taki glaður börnin í burtu eða sendi „dreamers“ til baka að ástæðulausu,“ sagði Jones og vísaði þar til DACA-löggjafarinnar sem Donald Trump ætlaði að afnema. Fjölmörg börn innflytjenda gátu stundað nám og sótt um atvinnuleyfi í landinu á grundvelli þeirrar löggjafar og voru þau gjarnan kölluð „dreamers“. Hann sagðist finna til með fólkinu sem tapaði í kosningunum, og þó að dagurinn væri góður fyrir marga væri hann kannski ekki jafn góður fyrir það. Sigurinn væri þó mikið fagnaðarefni fyrir marga. „Þetta er uppreist æru fyrir marga sem hafa þurft að þjást,“ sagði Jones og minntist til að mynda baráttu svartra í Bandaríkjunum í kjölfar dauða George Floyd. Hann sagði rasismann í Bandaríkjunum hafa farið stigvaxandi undanfarin ár. „Þetta er stórmál fyrir okkur, bara til þess að fá smá frið. Fá tækifæri til að byrja upp á nýtt.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Fjölmiðlar Joe Biden Tengdar fréttir Ótrúleg fagnaðarlæti víða um Bandaríkin eftir að sigri Biden var lýst yfir Augu heimsbyggðarinnar voru á Pennsylvaníu í dag á meðan beðið var eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2020 19:36 „Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:22 Pennsylvanía færir Biden sigurinn Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pennsylvaníu. CNN lýsti Biden sigurvegara í ríkinu. 7. nóvember 2020 16:33 Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Sjá meira
Van Jones, álitsgjafi CNN í bandarísku forsetakosningunum, brotnaði niður í beinni útsendingu eftir að sjónvarpsstöðin lýsti Joe Biden sem sigurvegara bandarísku forsetakosninganna. Á þeim tímapunkti virtist liggja fyrir að Biden myndi fara með sigur úr býtum í Pennsylvaníu, sem tryggði honum sigurinn. „Það er auðveldara að vera foreldri þennan morguninn, það er auðveldara að vera pabbi. Það er auðveldara að segja börnunum þínum að hvernig manneskja þú ert skiptir máli. Það skiptir máli að segja sannleikann. Það skiptir máli að vera góð manneskja,“ sagði Jones eftir tilkynninguna. Hann sagði kjör Biden stórmál fyrir marga hópa í Bandaríkjunum sem hafa átt undir högg að sækja undanfarin ár. Minnihlutahópar þyrftu ekki að óttast óvissuna eins mikið undir stjórn Biden. Today is a good day. It’s easier to be a parent this morning.Character MATTERS.Being a good person MATTERS.This is a big deal.It’s easy to do it the cheap way and get away with stuff — but it comes back around. Today is a good day.#PresidentBiden#VotersDecided pic.twitter.com/h8YgZK4nmk— Van Jones (@VanJones68) November 7, 2020 „Það er auðveldara fyrir marga. Ef þú ert múslimi í þessu landi, þá þarftu ekki lengur að hafa áhyggjur af því að forsetinn vilji ekki hafa þig hér. Ef þú ert innflytjandi, þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af því að forsetinn taki glaður börnin í burtu eða sendi „dreamers“ til baka að ástæðulausu,“ sagði Jones og vísaði þar til DACA-löggjafarinnar sem Donald Trump ætlaði að afnema. Fjölmörg börn innflytjenda gátu stundað nám og sótt um atvinnuleyfi í landinu á grundvelli þeirrar löggjafar og voru þau gjarnan kölluð „dreamers“. Hann sagðist finna til með fólkinu sem tapaði í kosningunum, og þó að dagurinn væri góður fyrir marga væri hann kannski ekki jafn góður fyrir það. Sigurinn væri þó mikið fagnaðarefni fyrir marga. „Þetta er uppreist æru fyrir marga sem hafa þurft að þjást,“ sagði Jones og minntist til að mynda baráttu svartra í Bandaríkjunum í kjölfar dauða George Floyd. Hann sagði rasismann í Bandaríkjunum hafa farið stigvaxandi undanfarin ár. „Þetta er stórmál fyrir okkur, bara til þess að fá smá frið. Fá tækifæri til að byrja upp á nýtt.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Fjölmiðlar Joe Biden Tengdar fréttir Ótrúleg fagnaðarlæti víða um Bandaríkin eftir að sigri Biden var lýst yfir Augu heimsbyggðarinnar voru á Pennsylvaníu í dag á meðan beðið var eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2020 19:36 „Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:22 Pennsylvanía færir Biden sigurinn Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pennsylvaníu. CNN lýsti Biden sigurvegara í ríkinu. 7. nóvember 2020 16:33 Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Sjá meira
Ótrúleg fagnaðarlæti víða um Bandaríkin eftir að sigri Biden var lýst yfir Augu heimsbyggðarinnar voru á Pennsylvaníu í dag á meðan beðið var eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2020 19:36
„Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:22
Pennsylvanía færir Biden sigurinn Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pennsylvaníu. CNN lýsti Biden sigurvegara í ríkinu. 7. nóvember 2020 16:33
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“